Bændablaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 Fréttir Landsvirkjun, Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa gert samning við fyrirtæki, háskóla og stofnanir í Québec-fylki í Kanada, um samstarf á sviði rannsókna og þjálfunar á sviði sjálfbærrar orku á norðurslóð- um. Philippe Couillard, forsætis - ráðherra Québec, var við staddur þegar fulltrúar samnings aðila frá Québec og Íslandi skrifuðu undir samninginn á Arctic Circle- ráðstefnunni í Hörpu. „Það er okkur hjá Landsvirkjun mikil ánægja að fá að taka þátt í þessu samstarfi með virtum stofn- unum og fyrirtækjum í Québec og hér heima,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „Viðfangsefnin hér og þar eru um margt hin sömu – nýting endurnýjanlegra og sjálfbærra orkugjafa og baráttan við loftslags- breytingar, sem Québec-búar gera sér grein fyrir, eins og við, að er eitt af stærstu málum samtímans og getur skipt sköpum fyrir framtíð okkar allra.“ Frá Québec voru fulltúar eftir- talinna fyrirtækja og stofnana við- staddir undirritunina: • INRS – Institut national de la recherche scientifique – Vísinda rannsóknaháskólann í Québec • Laval-háskólann í Québec • Hydro-Québec – orkufyrirtæki Québec-fylkis • Ouranos – samsteypu-háskóla, orkufyrirtækja og ríkisstofn- ana í Kanada sem hefur með höndum rannsóknir á loftslags- breytingum og sjálf bærri orku- nýtingu. Frá Íslandi voru fulltúar eftirtalinna fyrirtækja og stofnana viðstaddir undirritunina: • Landsvirkjun • Veðurstofa Íslands • Háskólinn í Reykjavík • Háskóli Íslands. Samkvæmt samningnum munu aðilar stofna til sameiginlegra rannsókna á sviði loftslagsmála og sjálfbærrar nýtingar. Þá munu aðil- ar einnig hafa samstarf um umsjón háskólastúdenta og starf fræði- manna og sérfræðinga og skipu- leggja sameiginleg námskeið fyrir fræðimenn og nemendur, svo eitt- hvað sé nefnt. Auk þess munu þeir skiptast á kennslugögnum, fræði- greinum, líkönum og hugbúnaði og hafa samstarf um að leita fjármögn- unar á rannsóknastarfi, heima fyrir og á alþjóðlegum vettvangi. Fyrirtæki og stofnanir frá Íslandi og Québec: Semja um rannsóknir á sjálfbærri orkunýtingu á norðurslóðum Yfir tvö þúsund fulltrúar frá 50 ríkjum tóku þátt í ráðstefnu Arctic Circle sem haldin var í Hörpunni í Reykjavík 7–9. október. Yfir 90 fundir voru haldnir á ráðstefnunni þar sem flutt voru um 400 erindi um öll möguleg mál er varða fram- tíð norðurslóða m.a. í ljósi lofts- lagsbreytinga. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrr- verandi forseti Íslands, er frumkvöð- ullinn að stofnun þessara samtaka, eða viðræðuvettvangs, og er hann jafnframt formaður Arctic Circle. Er Arctic Circle ætlað að glíma við þau vandamál sem steðja að norður- slóðum. Er þetta þegar orðinn helsti vettvangur umræðu og samstarfs um framtíð norðurheimskautssvæðisins. Stofnað 2013 Stofnfundur Arctic Circle var haldinn í Reykjavík 2013 þar sem mættir voru 1.200 fulltrúar frá 35 löndum. Yfir 1.500 fulltrúar frá 40 ríkjum mættu á ráðstefnu samtakanna í Reykjavík 2014 þar sem Sauli Niinistö, forseti Finnlands, var aðal ræðumaður. Á ráðstefnu sem haldin var í Hörpu í október 2015 mættu yfir 2.000 full- trúar frá 50 ríkjum og var François Hollande, forseti Frakklands, aðal ræðumaður. Á ráðstefnunni 2016, sem fram fór í Reykjavík 7.–9. október sl., voru mættir yfir 2.000 fulltrúar frá um 50 löndum. Aðal ræðumaður við setningu ráðstefnunnar var Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, eða „First Minister“, eins og emb- ættið heitir innan breska samveld- isins. Ban Ki-moon veitt verðlaun Arctic Circle Á meðal þátttakenda var Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóð- anna. Veitti Ólafur Ragnar Grímsson Ban Ki-moon Arctic Circle-verðlaun samtakanna í fyrsta sinn og fyrir þá forystu sem hann hefur tekið í lofts- lagsmálum. Var viðurkenningarskjal- ið sem aðalritarinn fékk bundið inn í kápu sem klædd var laxaroði. Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu að Ban hafi sýnt ótrúlega stjórnvisku, hugrekki og framtíðarsýn, þrátt fyrir þá miklu andstöðu sem loftslags- málin hafi mætt þegar hann tók við framkvæmdastjórastöðu SÞ á sínum tíma. Sagði hann einnig að tilefnið fyrir afhendingu þessara verðlauna hafi verið að heiðra Ban Ki-moon fyrir framlag hans til Parísar- samkomulagsins svokallaða. Fékk aðalritarinn einnig afhent glerlista- verk eftir Sigrúnu Ólöfu Einarsdóttur. Sagði Ban Ki-moon í ræðu sinni að þjóðarleiðtogar ættu skilið að deila þessum verðlaunum með honum. Parísar-samkomulagið hefði verið bylting en nú væri það stjórnmála- mannanna að efna þau loforð sem þar voru gefin og styðja við bakið á þróunarríkjunum til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Mikilvæg samtök á alþjóðavísu Athygli vekur hversu ótrúlega vel hefur tekist til að skapa Arctic Circle virðingarsess í alþjóða- samfélaginu ef marka má alla þá háttsettu fulltrúa fyrirtækja, háskóla, ríkja og alþjóðastofnana sem sóttu ráðstefnuna í Reykjavík að þessu sinni. Vöktu ræðumenn m.a. athygli á mikilvægi Arctic Circle sem alþjóðlegs vettvangs til að fylgja eftir málum eins og samþykktum sem gerðar voru á COP21 loftslagsráðstefnunni í París. Umræðufundir um norðurslóðir Á vegum Arctic Circle hafa verið haldnir þrír umræðufundir um málefni norðurslóða. Fyrstu fund- irnir voru í Alaska og Singapúr 2015. Aðallega var þar rætt um flutninga og hafnir á norður- slóðum og aðkomu Asíuríkja að Norðurheimskautssvæðunum og hafsvæðum er því tengjast. Þriðji fundurinn var haldinn í Nuuk á Grænlandi þar sem var fjallað um efnahagsleg áhrif þróunarinnar fyrir fólk á heimskautssvæðinu. Fjórði umræðufundur Arctic Circle verður svo haldinn í Québec í Kanada í desember næstkomandi. Þar verður fjallað um sjálfbæra þróun á norðurslóðum. /HKr. Ferðamálastofa og ferðamálaráð Skotlands: Í samstarf um miðlun upplýsinga Skrifað hefur verið undir sam- starfs samning milli Ferðamála- stofu og ferðamála ráðs Skot- lands, VisitScotland. Felst hann í því að deila þekkingu og upplýsingum varðandi ýmsa þætti í uppbyggingu ferðaþjónustu. Ferðamálastofa hefur á liðnum árum átt í góðu samstarfi við VisitScotland, m.a. í tengslum við uppbyggingu Vakans, en áhugi var hjá báðum aðilum að ganga frá því með formlegri hætti. Markmið samstarfsins er að deila þekkingu og auka skilning beggja á uppbyggingu, eðli og þróun atvinnu- greinarinnar. Er einkum horft til nokkurra sviða, eins og gæðamála, rannsókna, upplýsingagjafar til ferðamanna, þróunar og sjálfbærni í ferðaþjónustu, þjónustu við kvik- myndaiðnað, stafrænna lausna og regluverk, að því er fram kemur í kynningu Ferðamálastofu. Þar segir einnig að ánægja ríki með að þetta skref hafi verið stigið. „Mörg lönd hafa einmitt horft til Skotlands sem ákveðinnar fyrirmyndar í þróun og uppbyggingu ferðaþjónustu og því viðurkenning fyrir Ísland að Skotar skuli leita eftir samstarfi hingað,“ segir í frétt Ferðamálastofu. Fyrsti ráðherra Skota, Nicola Sturgeon, sagði við undirritun samningsins að Ísland og Skotland væru heimsþekktir áfangastaðir og vildu bæði löndin þróa sjálfbæra ferðaþjónustu sem viðhéldi áhuga og laðaði að gesti. Nýjum, beinum flugtengingum milli þjóðanna var komið á fyrr á þessu ári og það er því vel við hæfi að VisitScotland og Ferðamálastofa dýpki samstarf sitt, aðilar læri meira hvor af öðrum og styrki upplifun ferðamanna í báðum löndunum á komandi árum.“ Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamála- stjóri sagði ferðaþjónustu hér á landi hafa vaxið gífurlega undanfarin ár, sá vöxtur hefði óhjákvæmilega í för með sér ögranir og verkefni sem tak- ast þurfi á við. Fyrir væri hjá skoskri ferðaþjónustu og VisitScotland reynslubrunnur sem hægt væri nú að sækja í. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti yfir ánægju með samkomulag milli nágranna- og vinaþjóða. Mikilvægt væri hverju sinni að horfa til þeirra sem best standa sig og í þessu til- felli væri óþarfi að leita langt yfir skammt. „Ferðaþjónustan er einn af lykil- þáttum efnahagslífs bæði í Skotlandi og á Íslandi, greinin hefur verið efna- hagsleg líflína fyrir þjóðir okkar á erfiðum tímum. VisitScotland og Ferðamálastofa hafa byggt upp sterk og mikilvæg tengsl á undanförnum þremur árum og það er spennandi að færa samstarfið á næsta stig með undirritun þessa samnings,“ sagði Malcolm Roughead, forstjóri VisitScotland. /MÞÞ Ólafur Ragnar Grímsson veitti Ban Ki-moon Arctic Circle-verðlaun samtakanna í fyrsta sinn, fyrir þá forystu sem hann hefur tekið í loftslagsmálum. Myndir / Arctic Circle Sköpun vettvangs Arctic Circle undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar nýtur mikillar virðingar alþjóðasamfélagsins: Ísland orðið leiðandi í alþjóða- umræðunni um norðurslóðir Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.