Bændablaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 hættulegs ástands vegarins um Almenninga frá Strákagöngum í Fljót. „Göngin eru frumskilyrði til þess að ungt fólk með börn hér í Fljótum geti komið börnunum í skóla í Fjarðabyggð. Gangamunninn Siglufjarðarmegin yrði rétt hjá skíða- svæðinu, en hjá Hraunum í Fljótum að vestanverðu. Það myndi spara mikla vegagerð miðað við aðrar hugmyndir um jarðgöng hér á milli.“ Fleiri hafa nefnt þetta mál, eins og alþingismaðurinn Kristján Möller, en hann og Trausti elduðu einmitt grátt silfur saman út af jarðgangahug- myndum Trausta, áður en ráðist var í gerð Héðinsfjarðarganga. Líklega geta þeir nú loks sameinað krafta sína í þessu baráttumáli. „Fyrst þingmenn Norð austur- kjördæmis völdu það að gera tvenn göng með Héðinsfjarðarleiðinni, þá verða menn að standa við að klára málið með jarðgöngum yfir í Fljót,“ segir Trausti. Þau tíðindi gerðust svo 13. október, rétt fyrir þinglok, að Alþingi samþykkti tillögu Kristjáns Möller og tólf annarra þingmanna að veita fé til rannsókna vegna frum- hönnunar nýrra jarðganga milli Fljóta og Siglufjarðar. Gert er ráð fyrir að ráðherra samgöngumála skili niður- stöðu um málið fyrir árslok 2018. Annað stórmál er uppbygging 30 km vetrarfærs hringvegar um Fljótin. Uppbygging hafnaraðstöðu fyrir smábáta í Haganesvík er þriðja málið. Þar væri að sögn Trausta hægt að gera út smábáta til sjósóknar sem og koma upp aðstöðu fyrir stangveiðisport, enda örstutt á miðin. Vilja að jarðgöng verði sett á dagskrá Ef heimamönnum auðnast að sam- einast um tillögu um ný jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar, virðist samt ljóst að langur tími geti verið í þá framkvæmd. Samkvæmt fyrir- liggjandi verkefnum í samgöngumál- um á Íslandi verða næstu jarðgöng á eftir Norðfjarðargöngum gerð á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Þá er frekari vegagerð nauðsynleg í tengslum við það á Vestfjörðum, m.a. gerð nýrra jarðganga til að leysa af hættulegan veg um Súðavíkurhlíð. Samþykkt var tillaga Ólínar Kjerúlf Þorvarðardóttur undir þinglok á dögunum að veita fé til rannsókna á því verkefni. Þar á eftir er krafa um að tengja Seyðisfjörð við Hérað með jarðgöngum. Þarf að gera svæðið áhugavert til búsetu „Í dag er allt of lítill íbúafjöldi til að hægt sé að halda uppi menningar- lífi í sveitinni. Öflugt menningarlíf, góðir innviðir og samskipti fólks eru forsendan fyrir því að fólk vilji búa á svona stöðum,“ segir Trausti. Draumasvæði fyrir skíðaiðkendur og útivistarfólk Trausti sér mikla möguleika í að nýta aðstöðu í fjallinu ofan við Bjarnargil fyrir ferðamenn. Það sé jafnvel mun betra fyrir þyrluskíða- menn en á Deplum. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að viðlíka aðstöðu verði komið upp þar. Þá fannst snjóöruggt svæði á Klaufabrekknadal, sem liggur í suð- austur af Lágheiðinni. Þetta svæði gæti orðið draumur skíðagöngumannsins. „Þarna er hægt að leggja allt að 17 km langar brautir í 700 m hæð fyrir æfingar og keppni í skíðagöngu, meðfram fögrum klettabeltum,“ segir Trausti. Fjallsbrúnirnar umhverfis dalinn eru í allt að 1.200 metra hæð og þar eru góðir möguleikar fyrir fjallaskíðamenn.“ Útsýnið mikilvægt Íbúðarhúsið á Bjarnargili stendur hátt í landareigninni og þaðan er fallegt útsýni yfir sveitina. Trausti segir að útlendingum sem þarna komi finnist mikilvægt fyrir Íslendinga að passa upp á að halda í útsýnið. Því verði að fara að huga að því hvar menn planti trjám sem nú er mjög í tísku. Í Noregi sé t.d. litið á þetta sem mikið vandamál. Byggir upp þrek og stefnir á Vasagöngu í Svíþjóð Þrátt fyrir að hafa slasast illa í bílveltu í janúar 2013, sem hann er enn að berjast við afleiðingarnar af, þá er þessi gamli skíðagöngukappi hvergi banginn. Hann er nú farinn að stunda æfingar á Akureyri til að byggja upp þrek og stefnir að því að verða hraust- ari áttræður, en hann er nú 73 ára. Þá hefur hann einnig sett stefnuna á þátttöku í Vasagöngunni í Svíþjóð áður en langt um líður. /HKr. Þ ingmenn Norðaustur-kjördæmis lögðu fram fyrr á þessu ári tillögu til þingsályktunar um jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. Flutningsmenn voru: Kristján L. Möller, Össur Skarphéðinsson, Höskuldur Þórhallsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Brynhildur Pétursdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Valgerður Bjarnadóttir, Hjálmar Bogi Hafliðason, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir. Tillagan miðast annars vegar við gerð 4,7 km langra jarðganga frá Hólsdal í Siglufirði yfir í Nautadal í Fljótum. Samhliða því gerð u.þ.b. 5 km langs vegar til að tengjast núverandi vegakerfi. Hins vegar lögðu þingmennirn- ir til að 6,1 km löng göng yrðu lögð frá Skarðsdal yfir að Hrauni í Fljótum. Með hvorri leið mundi vegurinn frá Ketilási í Fljótum til Siglufjarðar styttast um rúmlega helming, eða um 15 km. Trausti Sveinsson telur seinni kostinn mun farsælli. Þótt göngin yrðu lengri yrði slík vegalagning hagkvæmari í rekstri vegna minna viðhalds og snjómoksturs og vega- gerð við gangamunna beggja vegna mun viðaminni. Möguleg staðsetning nýrra jarðganga á milli Siglufjarðar og Fljóta samkvæmt tillögu þingmanna Norðausturkjördæmis. „Göngin eru frumskilyrði til þess að ungt fólk með börn hér í Fljótum geti komið börnunum í skóla í Fjarðabyggð.“ Vegurinn um Almenninga á milli Fljóta og Siglufjarðar er orðin hættulegur vegna stöðugs landsigs. Gangamunni Strákaganga að vestanverðu. Bjarnargil að vetrarlagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.