Bændablaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 Fréttir Eldtefjandi spónaplötur til sölu. Stærðir 125 X 255 cm. Þykktir 12 og 16 mm. Einnig til sölu húðaðar spónaplötur og MDF plötur, ýmsar þykktir. Upplýsingar veittar í síma 8641501. Spónaplötur til sölu Úttekt verkfræðistofunnar EFLU á þróun orkuverðs sýnir mikinn mun á verði eftir búsetu: Dreifbýlisbúar greiða allt að 34% hærra almennt raforkuverð en þéttbýlisbúar − Inni í orkuverðinu er dreifingarkostnaður þar sem munurinn getur verið allt að 63% og virðisaukaskattur veldur líka mismunun Árið 2003 voru samþykkt ný raforkulög á Alþingi og við það er skilið á milli framleiðslu og sölu rafmagns annars vegar og flutnings og dreifingar hins vegar. Þetta hefur greinilega leitt til verulegrar hækkunar orkuverðs, sér í lagi fyrir flutning raforku í dreifbýlinu. Í þessu felst mikil mismunun milli íbúa landsins og virðist það þvert á fögur fyrirheit við setningu laganna. Þetta kemur m.a. fram í nýrri skýrslu verkfræðistofunnar EFLU um þróun orkuverðs. Er hækkunin talsvert umfram verðlagsvísitölu ekki síst hjá RARIK og Orkubúi Vestfjarða, en Norðurorka er með lægsta verðið. EFLA hefur fylgst náið með þróun raforkuverðs hérlendis og unnið nokkrar skýrslur fyrir iðnað- arráðuneytið, Samtök iðnaðarins og Landsvirkjun. Þar hefur verið fjall- að um raforkuverð til heimila og fyrirtækja og fram kemur að verð á raforkudreifingu hefur hækkað misjafnlega eftir orkufyrirtækjum. Aðskilnaðurinn var gerður á milli framleiðslu og flutnings á raforku með nýjum raforkulögum 2003. Var það í takt við samninga um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Fullyrt var við þessa breytingu að þetta væri gert, „til að láta samkeppnina leiða til hagræðingar og sjálfbærrar nýtingar á auðlindinni, notendum rafmagnsins og eigendum að auð- lindinni til hagsældar“. Reynslan fyrir almenna neytendur, sér í lagi í dreifbýli, virðist þó hafa verið þveröfug. Tiltölulega lítill munur á raforkuverði án dreifingar Þegar rýnt er út fyrir það sem í skýrslunni stendur og í gjaldskrár orkufyrirtækjanna á netinu, sést að verðið er æði mismunandi. Orkubú Vestfjarða (OV) er með ágæta reiknivél á sinni vefsíðu sem ein- faldar fólki að gera samanburð í þessum frumskógi. Þar kemur fram að verð á raforkunni án flutnings er lægst hjá Orkubúi Vestfjarða og Rafveitu Reyðarfjarðar eða 6,70 kr. á kWst (kílówattstund) með virðis- aukaskatti. Þá kemur Fallorka með 6,78 kr., Orka náttúrunnar er með 6,80 kr., HS Orka með 6,94 kr. og Orkusalan með 6.99 kr. á kWst. Munurinn á hæsta og lægsta verði á raforkunni er því 29 aurar á kWst. samkvæmt reiknivél OV. Mikill munur á dreifingarkostnaði Þegar litið er á þau fyrirtæki sem gefin eru upp sem flutningsaðilar á raforku er munurinn mun meiri og er jafnframt verulegur á milli dreif- býlis og þéttbýlis, en einungis OV og RARIK eru þarna gefin upp með báða kostina. Verðið inniheldur bæði 24% virðisaukaskatt og jöfnunargjald sem er 0,30 kr. á kWst. Engar niður- greiðslur eru vegna almennrar raf- orkunotkunar eins og gert er varðandi raforku til húshitunar. • Þar er dreifing orku hjá RARIK í þéttbýli á 6,46 krónur á kWst., en 9,57 kr. á kWst í dreifbýli. • Hjá OV kostar dreifing í þéttbýli 6,84 kr. kWst., en 9,32 kr. í dreif- býli. • Hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) kostar dreifing í þéttbýli 7,55 kr. • Hjá Rafveitu Reyðarfjarðar kostar dreifing í þéttbýli 6,56 kr. á kWst. • Hjá HS veitum kostar dreifing í þéttbýli 6,67 kr. á kWst. • Hjá Norðurorku kostar dreifing í þéttbýli 6,03 kr. á kWst. • Ef tekið er samanlagt verð fyrir raforku og dreifingu í dreifbýli er verðið óhagstæðast hjá RARIK og OV fylgir þar fast á eftir. • Hjá RARIK er kostnaðurinn fyrir dreifbýlisbúa 16,27 kr. á kWst., á meðan þéttbýlisviðskiptavinir RARIK þurfa einungis að greiða 13,16 kr. á kWst. Er þá miðað við að viðskiptavinir geti valið um ódýrasta verðið á raforkunni sjálfri óháð fyrirtæki, eða 6,7 kr. á kWst. • Hjá Orkubúi Vestfjarða þurfa dreifbýlisbúar að greiða 16,02 kr. á kWst., en þéttbýlisbúar 13,54 kr. á kWst. • Ódýrast er heildar orkuverðið hjá viðskiptavinum Norðurorku sem búa í þéttbýli. Þar kostar kílówatt- stundin „aðeins“ 12,77 krónur. Um 34% munur á hæsta og lægsta heildar orkuverði Í skýrslu EFLU er miðað við að meðal heimilisnotkun á raforku, væntanlega fyrir utan húshitunar- kostnað, sé 4,5 MWst. (megawatt- stundir = milljón Watt stundir). Ef skoðuð eru hæsta og lægsta verð til neytenda í þéttbýli og dreif- býli yfir heilt ár fyrir þetta orkumagn er munurinn sláandi. Þar er þéttbýl- isbúi sem skiptir við Norðurorku að greiða 54.465 krónur á meðan viðskiptavinur RARIK í dreifbýlinu þarf að greiða 73.215 krónur, eða ríflega 34% hærra gjald. 63% munur á dreifingarkostnaði Dreifingarkostnaðurinn skekkir myndina verulega, enda eðlilega dýrara að dreifa orku í strjálbýli. Spurningin er hvort ekki sé réttlæt- anlegt að jafna þennan aðstöðumun til að styðja við byggð í dreifbýli. Fyrir fólk í þéttbýli sem kaupir af Norðurorku er dreifingarkostnaður- inn 27.135 krónur fyrir 4,5 MWst. á ári. Hann er aftur á móti 43.065 krónur fyrir sama orkumagn hjá RARIK til fólks í dreifbýli eða 63% hærri. Þá er búið að taka inn í dæmið jöfnunargjald, sem nemur 30 aurum á kílówattstund og 24% virðisaukaskatt. Dreifbýlisheimilum er líka refsað með skattheimtu Það ýkir svo skekkjuna að 24% virð- isaukaskattur er lagður ofan á orku- verðið og flutning óháð því hversu hátt það er. Þeir sem búa við hæsta verðið greiða þannig fleiri krónur í ríkissjóð fyrir orkunotkunina en þeir sem bestra kjara njóta í þéttbýlinu. /HKr. Nú verður hægt að skoða öll þau hross sem tóku þátt á Landsmóti 2016 á www.world- fengur.com undir flipanum LM MYNDBÖND. Verkefnið er samstarfsverkefni á milli Bændasamtaka Íslands og Landsmóts ehf. sem felur í sér að auka aðgengi af bestu keppnishross- um okkar til áhugafólks um íslenska hestinn um allan heim og á sama tíma er verið að koma myndefn- inu til varðveislu í upprunaættbók íslenska hestsins. Þessi vinna er langt komin en lögð var áhersla á að koma fyrst inn kynbótahrossum, og er því verki lokið, síðan er vinna í fullum gangi með forkeppni, milliriðla og úrslit í gæðingakeppninni sem og tölt- og skeiðgreinum. Stefnt er að því að búið verði að koma öllum myndböndum af síðustu tveimur landsmótum, 2014 og 2016, inn á þessu ári. Nú er einnig hægt að skoða mynd- böndin á fleiri stöðum í WorldFeng. Þannig er nú hægt að skoða mynd- bandið beint frá dómasíðu hrossins, og síðar er hugmyndin að hægt verði að leita að öllum myndböndum af hrossum sem hafa fengið 8,5 eða hærra fyrir tölt í kynbótasýningu svo dæmi sé tekið. Áskrifendur WorldFengs geta keypt sér sérstakan aðgang til þess að horfa á myndböndin og gildir aðgangurinn í eitt ár frá kaupum. Aðgangurinn kostar 4.900 kr. Til þess að kaupa aðgang skráir notandi sig inn í WorldFeng, smellir á LM MYNDBÖND í valstikunni vinstra megin á síðunni, því næst er notandinn leiddur inn á örugga greiðslusíðu til þess að ganga frá kaupunum. Myndbönd af öllum hrossum frá LM2016 − eru á vefsíðunni www.worldfengur.com Vinna við gerð Vaðlaheiðarganga hefur gengið vel að undanförnu. Göngin voru orðin 6.213 metrar í byrjun þessarar viku, sem er 86,2% af heildarlengd þeirra. Eyjafjarðarmegin eru göngin 4738,5 metrar að lengd um þess- ar mundir og 1.474,5 metrar Fnjóskadalsmegin. Þá eru eftir alls 993 metrar þar til komist verður í gegn. Vel hefur gengið undanfar- ið að grafa Eyjafjarðarmegin, þannig náðust t.d. 80 metrar í þarsíðustu viku sem er mesta framvinda í göngunum þeim megin frá því verktaki lenti á stórri heitavatnsæð í febrúar árið 2014. Þetta kemur fram á face- book-síðu Vaðlaheiðarganga. Efni úr göngunum hefur annars vegar farið í Grenivíkurveg og hins vegar í flughlað við Akureyrarflugvöll. Gert er ráð fyrir að vegurinn verði malbikaður í vikunni og í fram- haldinu verði umferð hleypt á hann. /MÞÞ Verki við Vaðlaheiðargöng miðar vel − Eftir er að sprengja innan við kílómetra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.