Bændablaðið - 20.10.2016, Síða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016
„Þetta gekk frábærlega, hér var troðfullt
hús af áhugasömu fólki um ullarvinnslu
og ullarvöru og við fórum létt með að
setja Íslandsmet í fjöldaspuna,“ segir
Maja Siska hjá Spunasystrum.
„Það voru sextíu og þrjár konur og einn
karl sem tóku þátt í metinu okkar en hópur-
inn sat við rokkana eða snældurnar og spann
í klukkutíma í Brúarlundi í Landsveit frá
kl. 14.00 til 15.00 sunnudaginn 9. október,“
segir Maja.
Spunasystur hafa aðstöðu í Brúarlundi
en þær eru nú með sýningu þar sem heitir
„Frá fé til flíkur“.
Opið verður helgarnar 22. til 23. október
og 5. til 6. nóvember frá kl. 10.00 til 16.00
alla dagana. Á staðnum fer fram sýning á
ullarvinnslu, spuna og ullarvörum. /MHH
Íslandsmet í fjöldaspuna
− Alls voru sextíu og þrjár konur og einn karl sem tóku þátt í að setja metið
Líf og starf MÆLT AF
MUNNI FRAM
N ú er farið að skorta „nýmeti“ í vísnaþáttinn, en fremur treglega hefur gengið að heilla hagyrðinga
með gylliboðum um frægð og frama á
síðum Bændablaðsins. Ef til vill er skýr-
inga að leita í þessari stöku Bjarna frá Gröf:
Að látast, það er lítils virði,
á listamönnum fólk er þreytt.
Skáld er að verða skammaryrði,
skyldi það aldrei batna neitt.
Pétur Hoffmann dvaldi einhverju sinni
nokkurn tíma á Landakotsspítala.
Stofubræður hans, ónefndir, kvöddu hann
með þessum vísum:
Vér kveðjum þig, virti vinur,
viskugyðjunnar son.
Íshafsins óskahlynur,
íslenski Salomon.
Kappi með kvenna hylli
kann vel að munda geir.
Veraldar vit og snilli
veist hafa fáum meir.
Nú er dauft á númer eitt,
nálgast vetur.
Burtu spekings hjartað heitt,
horfinn Pétur.
Meyja hjörtu hittir þú
hörðu skoti.
Ástarlíf er lítið nú
í Landakoti.
Sigurður Ringsteð útibússtjóri orti við útför
Bernharðs Steingrímssonar:
Nú er genginn góður drengur,
gumar lengi minnast hans,
blóm á engi blakta ei lengur,
brostinn strengur kærleikans.
Kristján frá Djúpalæk flutti erindi í útvarpi
á föstudaginn langa. Undir þeim lestri orti
Rósberg G. Snædal:
Bágt er að hlusta á þvætting þinn
og það á langa frjádaginn.
Kvalir leið ég Kristján minn
kannski meiri en frelsarinn.
Í algleymi sláturtíðar þennan Gormánuðinn
er ekki úr vegi að rifja upp löngu liðið
atvik frá sláturhúsinu á Sauðárkróki.
Guðmundur skáldbóndi á Egilsá var
mættur með sláturlömb sín, og vildi hafa
forgangsrétt á aðra bændur. En Hjörleifur
Jónsson á Gilsbakka hafði náð að verða á
undan Guðmundi sem missti þá alla geðró.
Þá kvað Hjörleifur:
Þú hefur hlotið einkaarf,
ágirnd, mont og hroka,
en það er list sem læra þarf
að láta í minni poka.
Í fjárleitum kann að verða þröngt í sumum
gangnamannakofum. Á einni slíkri stund
orti Jakob Ó. Pétursson:
Þú skalt eiga vísu vísa
vangahýra jöklaskvísa.
Hárin mér á höfði rísa
(hinu þori ég ekki að lýsa).
Á skattaskýrslu hafði Jakobi Ó. láðst að
telja fram atvinnuleysisbætur konu sinn-
ar, sem hann hafði enga hugmynd um.
Skattstjóri gerði honum 1000 kr. sekt fyrir
athæfið. Jakobi þótti hart að lenda á saka-
skrá sjötugur fyrir þetta smáræði. Þá orti
Friðjón Ólafsson:
Skattar þjaka, skuldir þjá,
skýrslur taka Hallur má,
og vill Jakob ólmur fá
inná sakamannaskrá.
Því miður finn ég ekki höfund að næstu
vísu. Stúlka ein, Veiga að nafni, átti í orða-
kasti við nokkra pilta, og endaði með því
að kalla þá svín. Einn þeirra svaraði svo:
Ástum tryllta auðarlín
orðin stilltu betur þín.
Ef við piltar erum svín
ertu gylta, Veiga mín.
164
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggð1@gmail.com
Konurnar sem tóku þátt í að setja Íslandsmetið í fjöldaspuna komu víða að, t.d. komu sjö konur
Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ebenezer Bárðarson úr Reykjavík var eini karl-
maðurinn sem tók þátt í fjöldaspunanum með
konunum. Hann var með snældu.
Maja Siska frá Skinnhúfu í Holta- og Landsveit er ein Spunasystra og
er í forsvari fyrir hópinn.
Halla Baldursdóttir á Selfossi hafði gaman af því að taka þátt í deginum
og spinna með hópnum á rokkinn sinn.
Bændablaðið − Smáauglýsingar 56-30-300
Næsta blað kemur út 3.nóvember