Bændablaðið - 20.10.2016, Side 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016
Hrafninn er sá fugl sem sveip-
aður er mestri dulúð íslenskrar
þjóðtrúar og um hann því fjöldi
sagna.
Í aldaraðir hefur hann allt í
senn verið álitinn skemmtilegur
eða leiðinlegur, verið dáður og
hataður, ofsóttur eða alfriðaður.
Ólíkt því sem margir telja
telst hrafninn ekki til ættar rán-
fugla, hann er spörfugl eins og
þrösturinn, maríuerlan og þúfu-
tittlingurinn. Hrafninn er að vísu
fjarskyldur ættingi þessara fugla
og mjög ólíkur þeim. Hann er
langstærsti og algengasti spör-
fuglinn sem verpir á Íslandi og
algengur um allt land.
Hann verður kynþroska 2–3
ára og eftir það er hann staðbund-
inn. Hrafnspar lifir einkvæni og
helgar parið sér óðal umhverfis
hreiðrið, kvenfuglinn verpir yfir-
leitt fyrstur fugla á vorin. Hann er
alæta og því seigur að bjarga sér.
Krummi er mjög glysgjarn og
stelur öllu sem hann getur. Og
hafa fundist furðulegustu hlutir í
laupnum, marglit glerbrot, steinar
og plastbrúsar og jafnvel gadda-
vír. Ein sagan segir að krummi
eigi til að grafa þýfið í jörðu en
finni síðan aldrei aftur vegna þess
að hann noti skýin sem kennileiti.
Í norrænni trú var hrafninn
talinn spáfugl. Á öxlum Óðins
sitja tveir hrafnar, Huginn og
Muninn. Snemma á morgnana
fljúga þeir um allar jarðir og
þegar hrafnarnir snúa til baka
hvísla þeir fréttum í eyru hans
og er Óðinn því nefndur hrafna-
goð. Hrafninn eru fugl orrustu-
vallarins, þeir sem falla í valinn
og fara til Valhallar eru kallaðir
hrafnafóður.
Sagt er að Flóki Vilgerðarson,
sem einna fyrstur fann Ísland,
hafi blótað þrjá hrafna og heitið
Óðni að gera þá sér leiðitama.
Þegar hann sigldi síðan til Íslands
hafði hann hrafnana með til að
vísa sér leiðina. Fyrsti hrafninn
sem Flóki sleppti flaug aftur fyrir
stafn og sneri við. Annar flaug
upp í loftið en síðan aftur til
skips. En sá þriðji tók stefnuna
fram fyrir stafn og í þá átt sem
Flóki fann Ísland. Eftir þetta hlaut
hann viðurnefnið Hrafna-Flóki.
Þessi sögn á sér annaðhvort sam-
eiginlega frumgerð eða uppruna í
goðsöginni um dúfurnar sem Nói
sleppti af Örkinni.
Ýmsar sögur benda til þess að
hrafninn hafi ófreskigáfu og að
hann eigi í sífelldum erjum við
loftanda. Hrafn sem lætur ófrið-
lega niðri við jörð eða steypir sér
mikið á flugi er að verja jörðina
fyrir vondum loftöndum sem
setjast vilja að í henni. Einnig
er sagt að hann sé að gleypa
loftanda þegar hann veltir sér á
flugi. Stundum hafa loftandarnir
betur í viðureigninni við krumma,
binda þeir hrafnana þá í halarófu
þannig að hver bítur í stél annars
og geta þeir ekki losað sig nema
andarnir leyfi.
Mjög misjafnt var hvernig
hröfnunum var tekið á bæjun-
um, stundum var reynt að hrekja
þá burt en á öðrum bæjum var
kastað til þeirra matarafgöngum.
Hrafninn er fljótur að komast upp
á lagið og þekkir fljótt þann sem
gefur honum. Auðvelt er að temja
krumma, en hann verður fljótt
frekur og uppivöðslusamur. /VH
Krummi svaf í klettagjá
kaldri vetrarnóttu á,
verður margt að meini.
Fyrr en dagur fagur rann
freðið nefið dregur hann
undan stórum steini.
Krummi svaf
í klettagjá
Starfsmenn Matís taka þátt í
fjölmörgum og athyglisverðum,
alþjóðlegum rannsóknaverkefn-
um. Meðal verkefna sem unnið
hefur verið að á undanförnum
misserum má nefna rannsóknir
sem snúast um fiskveiðistjórnun,
brottkast á afla og matarsvindl
sem svo hefur verið nefnt.
Jónas R. Viðarsson, fagleg-
ur leiðtogi hjá Matís, segir að frá
stofnun fyrirtækisins, 2007, hafi
fjármögnun rannsóknaverkefna hér
innanlands orðið erfiðari, auk þess
sem samningur um kaup ríkisins á
þjónustu Matís hafi rýrnað að verð-
gildi. Því hafi fyrirtækið ákveðið að
auka áhersluna á alþjóðlegt samstarf
og á þátttöku í stórum fjölþjóðlegum
rannsóknaverkefnum en þó án þess
að draga úr þátttöku sinni í ráðgjafar-
og þjónustuverkefnum hér heima.
Ávinningurinn er mikill
„Það kemur vel út að hafa þennan
háttinn á, Ísland leggur til framlag inn
í norrænar og evrópskar rannsókn-
aráætlanir, sem gerir það að verkum
að íslensk fyrirtæki og stofnanir geta
sótt í þessa sjóði og aukið alþjóð-
legt samstarf. Staðreyndin er sú að
íslensk fyrirtæki og stofnanir eru að
sækja töluvert meira fé út úr þess-
um sjóðum en sem nemur framlagi
Íslands inn í sjóðina. Ávinningurinn
fyrir okkur er því mikill, bæði hvað
varðar vísindalega framþróun og
samstarf við færustu vísindamenn
á sínu sviði í heiminum, en einnig
er með þessu tryggt fé inn í rekstur
fyrirtækja eins og Matís, sem meðal
annars nýtist til að byggja upp inn-
viði sem innlent atvinnulíf nýtur
svo góðs af,“ segir Jónas. Verkefni
hafa m.a. verið fjármögnuð af sjóð-
um Norrænu ráðherranefndarinnar,
sjöundu rammaáætlunarinnar (FP7)
og Horizon 2020. Um þriðjungur af
starfsemi Matís í dag er um þessar
mundir fjármagnaður af erlendum
sjóðum.
Eitt þeirra verkefna sem Matís
tekur meðal annars þátt í snýst um
það sem kallað er matarheilindi eða
matarsvindl, þegar t.d. matvæli eru
seld á fölskum forsendum, eru alls
ekki sú vara sem neytandinn taldi sig
vera að kaupa. Þannig getur nauta-
kjöt reynst vera svínakjöt, þorskur
verið tilapia. Þrjú alþjóðleg verk-
efni sem snúast um matarsvindl eru
nú í gangi hjá Matís, FoodIntegrity,
Authenticate og Authent-Net.
Urmull af dæmum um vörusvik
Verstu dæmin má kalla flokka sem
skipulagða glæpastarfsemi.
„Vörusvik í matvælageiranum
hafa verið töluvert í umræðunni
undanfarið en það er alveg ljóst
að talsvert er um svik af því tagi
víða um heim. Verstu dæmin sem
menn hafa rekist á má hiklaust
kalla skipulagða glæpastarfsemi.
Skemmst er að minnast hrossa-
kjötshneykslisins fyrir fáum árum,
en þegar það kom upp vöknuðu
margir af værum blundi. Rannsóknir
á matvörum í Evrópu sem sagðar
voru innihalda nautakjöt á umbúðum
reyndust að hluta eða jafnvel öllu
leyti innihalda hrossakjöt. „Það varð
eins konar vitundarvakning samfara
þessu hneyksli, fólk taldi sig í góðri
trú vera að snæða úrvals nautahakk,
en máltíðin reyndist svo innihalda
gamlar hrossabikkjur frá Albaníu.
Fólk kærir sig eðlilega ekki um það,“
segir Jónas.
Jónas nefnir fleiri dæmi um
svindl af þessu tagi, m.a. jómfrúar-
ólífuolíu (virgin) frá Ítalíu, sem er
afskaplega vinsæl og hátt verðlögð,
en það er þó deginum ljósara að
þótt hver einasta ólífa sem rækt-
uð er þar í landi væri notuð til að
framleiða slíka olíu dygði það ekki
upp í magnið sem selt er. Algengt er
einnig að tappa spírasulla í flösku
og merkja frægum vodkaframleið-
endum, og það sama gildir t.d. um
viskí. „Það er til urmull af svona
dæmum,“ segir Jónas. Svo koma
einnig alltaf upp einstaka mun
alvarlegri mál þar sem fjöldi fólks
tapar lífi eða heilsu vegna svikinna
vara. Bara sem eitt slíkt dæmi má
nefna að árið 2008 létust sex börn í
Kína og 300 þúsund veiktust eftir að
melamine hafði verið blandað í ung-
barnamjólk til að svindla á prótein-
innihaldi mjólkurinnar. „Þetta er
kannski alvarlegasta dæmið sem við
höfum um svindl af þessu tagi, þar
sem neytendur kaupa vöru í góðri
trú en hún reynist svo allt önnur.
Afleiðingar af ungbarnamjólkur-
dæminu í Kína eru skelfilegar. Það
eru auðvitað verstu dæmin þegar
verið er að svindla óheilnæmri og
jafnvel hættulegri vöru ofan í fólk,“
segir Jónas.
Viðskiptavinur fær aðra vöru en
hann taldi sig kaupa
Þegar að sjávarfangi kemur er
algengast að um tegundarsvindl
sé að ræða, viðskiptavinurinn fær
allt aðra vöru en hann biður um og
telur sig vera að kaupa. Jónas segir
margar rannsóknir hafa um árin
verið gerðar þar um og niðurstöð-
ur bendi til að svikin taki til frá 5%
og upp í allt að 50% tilfella. Versta
dæmið er rannsókn á bláuggatún-
fisk í Bandaríkjunum, þar voru við-
skiptavinir blekktir í öllum tilvik-
Matís tekur þátt í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum:
Verstu dæmin um vörusvik í matvælaiðnaði má
hiklaust kalla skipulagða glæpastarfsemi
STEKKUR
Jónas R. Viðarsson, faglegur leiðtogi hjá Matís. Þrjú alþjóðleg verkefni sem snúast um matarsvindl eru nú í gangi hjá Matís, FoodIntegrity, Authenticate
og Authent-Net.
Eitt þeirra verkefna sem Matís hefur tekið þátt í snýst um það sem kallað
er matarheilindi eða matarsvindl, þegar t.d. matvæli eru seld á fölskum
forsendum, eru alls ekki sú vara sem neytandinn taldi sig vera að kaupa.
Eitt versta dæmið um matarsvindl er frá árinu 2008 þegar sex börn létust í
Kína og 300 þúsund veiktust eftir að melamine hafði verið blandað í ung-
barnamjólk til að svindla á próteininnihaldi.