Bændablaðið - 20.10.2016, Síða 17

Bændablaðið - 20.10.2016, Síða 17
17Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 Sjáum til þess að hagur neytenda og bænda fari saman enda er öflugur landbúnaður allra hagur. Hverjum treystir þú? Katrín Jakobsdóttir, formaður VG um, 100%. Þá er alltaf eitthvað um að sett séu aukaefni í matvæli til að þyngja þau, eða efnum sem breyta lit og bæta útlit. Stundum eru þessi efni skaðleg, jafnvel stórhættuleg og segir Jónas mikilvægt að stöðva þess háttar athæfi strax. „Það virðist vera svindlað í öllum geirum matvælaiðnaðarins og stundum ekki annað að sjá en um einbeittan brotavilja þeirra sem koma vörum af því tagi á markað sé að ræða,“ segir Jónas. Hann nefnir að fyrir komi að mjólk sem keypt er úti í búð innihaldi mjólk úr öðrum skepnum en kúm, alþekkt sé að safar af öllu tagi séu vatnsþynnt- ir, uppfullir af sykursulli, hunang reynist líka á stundum vera einhvers konar sykurblanda með aukaefnum. Krafa um rekjanleika æ háværari „Krafan um rekjanleika matvæla verður æ háværari, neytendur eru betur á verði en áður og gera meiri kröfur. Þeir vilja t.d. að fiskur sem er heilnæm og holl vara, komi úr sjálfbæru og náttúrulegu umhverfi, en ekki úr eldiskvíum í Asíu þar sem fjölmörg dæmi eru um að notað sé ótæpilegt magn sýklalyfja við framleiðsluna, slátrun og vinnsla uppfylli ekki kröfur um heilnæmi og vinnulöggjafir eru vanvirtar. Neytendur verða að minnsta kosti að vita af því og hafa val um hvort þeir kaupi slíka vöru, en ekki kaupa hana undir fölsku flaggi. Slíkur fisk- ur hefur heldur ekki farið í gegnum lögbundið eftirlitskerfi og getur því langt í frá talist til öruggra mat- væla,“ segir Jónas. Hann tekur annað dæmi af kjöti, en af og til hefur komið í ljós að við- skiptavinir hafi ætlað sér að kaupa besta bitann af nautinu, t.d. lund, en hún hafi við nánari eftirgrennslan reynst allt annað. „Það er þó nokkuð um falsanir af því tagi, en svæsnasta dæmið er kannski þegar upp komst að fínustu nautalundir voru í raun svínakjöt. Þeir sem að því stóðu lögðu á sig að sprauta kjötið þannig að það fékk á sig annan blæ og lit og seldu sem nautakjöt. Af þessu má hafa nokkurn ávinning, nautakjöt er mun dýrari vara en svínakjötið svo það er eftir miklu að slægjast,“ segir Jónas. Vilja ekki selja hvað sem er Stórar verslunarkeðjur víða í Evrópu hafa margar hverjar eigin rannsóknastofur, þær vilja vera alveg vissar um hvaða matvæli þær bjóða sínum viðskiptavinum. „Menn vilja ekki selja hvað sem er og krafan er sú við sölu matvæla að tryggt sé að fram komi á pakkningu hvert innihaldið sé og það standist,“ segir hann. „Af og til kemur upp eitt- hvað misjafnt, en betur er fylgst með þessu nú en áður, auk þess sem reglugerðir um rekjanleika og merkingar hafa verið hertar.“ Mikilvægt er í þessu samhengi að rannsóknaraðferðirnar sem notaðar eru hjá rannsóknarstofum séu áreið- anlegar og viðurkenndar og segir Jónas að hjá Matís sé um að ræða erfðagreiningu (DNA) á sýnum sem tekin eru og öll sýni rannsök- uð samkvæmt þeim viðurkenndu aðferðum sem fyrir liggja um slíkar rannsóknir. Hann nefnir að hæglega sé þó hægt að koma því við, sé vilji fyrir hendi, að villa um fyrir neytendum og erfiðara sé að komast til botns í málum eftir því sem virðiskeðjan er lengri, „því styttri sem keðjan er, því betra og öruggara,“ segir hann. Jónas segir að í raun sé ekki hægt að segja fyrir um hver staðan er á Íslandi. Þar skorti allar rann- sóknir af þessu tagi. „Við höfum fyrir framan okkur urmul af rann- sóknum erlendis frá, þar er þetta þekkt og mikið gert til að sporna við að matarsvindl viðgangist. Hér hjá okkur hafa málin ekki verið til skoðunar, engar takmarkaðar rann- sóknir eru fyrir hendi, neytendur sjálfir geta í sjálfu sér lítið gert, því þessar rannsóknir þarf að gera á til þess gerðum rannsóknarstofum, með þeim tækjum og búnaði sem fyrir hendi er og þekkingu fagfólks. Það er ekki á allra færi að vara sig t.d. gagnvart tegundasvindli,“ segir Jónas. Alþekkt er segir hann að hér á landi má finna danskan kjúkling í frystikistum stórverslana, vissu- lega er honum slátrað og pakkað í Danmörku, en vitað að hann er upprunninn frá Póllandi. „Þetta er í sjálfu sér ekki ólöglegt, en það er ekki allir sem vita af því að kjúklingurinn á uppruna sinn í Póllandi en ekki Danmörku. Starfsmenn Matís gerðu fyrr á árinu könnun á veitingahúsum hér á landi, sem hluta af fyrrnefndum alþjóðlegu rannsóknaverkefnum um matarsvindl, og kom þá m.a. í ljós að skötuselur sem pantaður var af matseðli reyndist keila. „Þetta kom okkur verulega á óvart,“ sagði Jónas að lokum. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.