Bændablaðið - 20.10.2016, Side 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016
Sauðfé er til margra hluta nytsöm
dýr sem hafa m.a. fætt og klætt
Íslendinga allt frá landnámi. Það
er þó fleira en kjöt og ull í prjón-
les sem kindurnar gefa af sér því
ullarolía er ekki síður merkileg
afurð.
Fyrirtækið Lanotec Australia er
mikils metið og framleiðir marg-
vísleg verðmæt vistvæn varnar- og
smurefni úr ullarfitu eða ullarolíu
(lanolin). Í dag eru mörg fleiri þekkt
nöfn í þessum geira eins og ástralska
fyrirtækið Candan Industries Pty
Ltd. Það framleiðir m.a. Inox, sem
notað hefur verið til að vernda gaml-
ar sögufrægar flugvélar Queensland
Air Museum í Caloundra fyrir tær-
ingu. Fjölmörg önnur lanolinefni eru
til, til að verja tæki og búnað fyrir
tæringu.
Ástralir eru vel þekktir fyrir
sína sauðfjárrækt og bændur þar í
landi hafa þótt snillingar í að rýja fé
og hafa íslenskir bændur m.a. sótt
þangað þekkingu í þeim fræðum.
Ullin er þeim eiginleikum gædd að
í henni er fita sem hrindir burt vatni
og gerir ullina þannig hæfari til að
halda réttum hita á kindunum þótt úti
sé annaðhvort steikjandi hiti, rign-
ingarslagviðri eða frost og snjókoma.
Þegar ullin er hreinsuð og unnin
í ullarverksmiðju er ullarfitan m.a.
hreinsuð úr ásamt öðrum óhrein-
indum. Þessi fita er síðan hreinsuð
frekar í skilvindum og úr verður
hrein „lanolin“-olía. Verulegt magn
af lanolin-olíu fellur þannig til við
ullarvinnsluna í Ástralíu og hefur
hún verið sett á tunnur og mest seld
sem iðnaðarhráefni til útlanda. Þar er
lanolin notað í margvíslegar iðnað-
arvörur eins og varalit og ýmsar
aðrar húðsnyrtivörur til að gæða þær
meiri viðloðun. Þá er lanolin líka
notað í smurefni fyrir vélar og sam-
kvæmt heimildum Bændablaðsins
mun Icelandair m.a. flytja inn slík
efni til að sinna viðhaldi á sínum
þotum. Lanolin er reyndar þekkt
efni til að koma í veg fyrir tæringu
í viðhaldi flugvéla um allan heim.
Þannig kemur sauðfé víða við sögu
og á óbeinan en mikilvægan þátt
í flutningi flugfarþega til og frá
landinu.
Undraefni unnið úr ull af sauðfé
Ullarolía eða lanolin dregur nafn
sitt af latnesku orðunum „lana“,
sem merkir ull, og „oleum“, sem
merkir olía. Þetta efni gengur einnig
undir heitinu ullarvax eða ullarfeiti.
Þessi feiti er mynduð í kirtlum dýra
sem hafa loðfeld eða ull. Stærsti
hluti lanolin-olíunnar verður til við
vinnslu á ull af kindum sem sérstak-
lega eru ræktaðar til ullarframleiðslu.
Ætla mætti að ull af íslensku sauðfé
sé sérstaklega rík af lanolin vegna
þeirra erfiðu veðurfarsskilyrða sem
kindurnar þurfa að kljást við, en sú
mun ekki vera raunin.
Ull af merino-fé sögð einstaklega
olíurík
Ullin af merino-sauðfé í Ástralíu er
sögð innihalda mjög mikla lanol-
in olíu sem er vatnshrindandi og
eykur einangrunarhæfni í misjafnri
veðráttu. Þar getur hitastig sveiflast
frá +40 gráðum á sumrin og niður
í -22 gráður á vetrum. Nýrúin ull
getur innihaldið frá 5% til 25%
hlutfall af lanolin þegar best lætur.
Á Zakopane-sléttunum er ullin af
merino-fénu sögð innihalda á bilinu
15%–20% lanolin-fitu eða -olíu. Þá
hefur olían einnig þann eiginleika að
verja féð fyrir skordýrum.
Úr ull af einni merino-kind fæst
um 250 til 300 millilítrar af ullarfitu
eða lanolin.
Féll í skuggann af tískuefnum úr
olíuiðnaðinum
Ullarfita hefur verið þekkt frá
ómunatíð og framleiðsla á lanol-
in-olíu hefur verið stunduð lengi.
Ástralir eru síður en svo einráðir um
að framleiða þá olíu. Á síðari árum
hafa m.a. Kínverjar orðið nokk-
uð stórtækir á því sviði. Notkun á
lanolin minkaði mikið upp úr 1940
þegar önnur efni, sem yfirleitt voru
unnin úr jarðolíu, fóru að ryðja sér til
rúms. Það er ekki fyrr en á síðari
árum að fólk hefur farið að meta
gæði ullarolíunnar að verðleikum á
ný og þá ekki síst vegna þess hversu
umhverfisvæn hún er.
Lanolin ekki unnin úr
íslensku ullinni
Guðjón Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri hjá íslenska
ullar vinnslu fyrirtækinu Ístex í
Mosfellsbæ, segir ekki raunhæft að
framleiða lanolin úr ull af íslensku
fé.
„Ullarmagnið er allt of lítið til
að það borgi sig að vinna lanolin
Sauðkindin er merkileg skepna sem gefur af sér fleira en feitt kjöt, sviðahausa og lopa:
Undraefni úr ullarfitu
− Þykir skara fram úr sem ryðvarnar- og smurefni og kemur jafnt við sögu í kossaflensi sem og í viðhaldi samgöngtækja heimsins
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Fréttaskýring
Merino-hrútar eru ekki bara aldir til að tryggja góða ull til framleiðslu á
merino-garninu fræga. Þeir gegna líka mikilvægu hlutverki í að viðhalda
á vistvænan hátt.
margvíslegan iðnað.
Ryð- og tæringarvarnarefni frá ástralska fyrirtækinu Lanotec sem unnin
eru úr ullarolíu.