Bændablaðið - 20.10.2016, Síða 22

Bændablaðið - 20.10.2016, Síða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 Bankakerfi Evrópu hefur nötrað stafna á milli í kjölfar umræðu um vandræði hins þýska Deutsche Bank. Vegna tengsla bankans víða um lönd gætir áhrifanna mjög í Bandaríkjunum og ekki síður á Ítalíu. Uppi hafa verið vangaveltur um afleiðingarnar af mögulegu falli Deutsche Bank. Þar hefur m.a. verið fullyrt að allt bankakerfi Ítalíu myndi hrynja eins og spilaborg í leiðinni. Það styður þá fullyrðingu að ítölsk yfirvöld eru sögð hafa verið að íhuga að afnema ábyrgð sína gagn- vart bönkunum og ganga þannig á snið við stefnu ESB. Reyna samruna þriggja banka Fjármálamiðillinn Bloomberg greindi frá því á sunnudag, 16. október, að nánast væri búið að ganga frá stærsta bankasamruna á Ítalíu síðan 2007. Um er að ræða bankana Banca Popolare di Milano, Banco Popolare SC og Banca Popolare di Milano Scarl. Það yrði fyrsta skrefið í að uppfylla kröfur fjárfesta, stjórnkerfisins og Matteo Renzi forsætisráðherra um aðgerðir til að bjarga bankakerfinu. Munu þessar samrunahugmyndir þegar hafa verið samþykktar af hluthöf- um bankanna. Tekið er þó fram að margar hindranir séu enn í vegi til að þetta geti gengið upp. Fjallháir staflar af ónýtum skuldabréfum Mögulegur bankasamruni á Ítalíu felur í sér úrvinnslu á fjallháum stöfl- um af verðlitlum eða verðlausum skuldabréfum. Ítalskir bankar eru sagðir vera með bagga sem saman- standi af óvirkum lánum upp á um 360 milljarða evra (396 milljarða dollara), lélegum hagvexti og lægstu vöxtum sem sést hafa. Í áhættu- matsprófi var Monte Paschi-bankinn talinn viðkvæmastur gagnvart efna- hagslegu áfalli. Hann hefur verið að leita til fjárfesta vegna flókinnar endurskipulagningar sem miðar að því að halda bankanum á floti. Búið að bjarga bankanum í tvígang Monte Paschi-bankinn á Ítalíu hefur í tvígang verið bjargað frá falli síðan 2009 með mikilli innspýtingu af almannafé úr ríkissjóði. Þá hefur bankakerfið fengið 8 milljarða evra í nýju hlutafé á síðustu tveim árum. Stjórn bankans er nú að skoða til- lögur frá Corrado Passera, fyrrver- andi efnahagsþróunarmálaráðherra Ítalíu. Þær byggja á að bankinn afli 5 milljarða evra í nýju hlutafé og sölu langtímaskuldabréfa. Banki sem rær lífróður sagður fullkomlega heilbrigður Hefur Renzi forsætisráðherra hvatt verst stöddu bankana til að gera breytingar sem leitt geti til samruna. Þetta gæti þó allt strandað á afstöðu eins stærsta banka og lánveitanda Ítalíu, Banca Monte dei Paschi di Siena SpA, sem rær nú lífróður til að halda sér á floti. Ekki er lengra síðan en á föstu- dag í síðustu viku að Marco Morelli, forstjóri bankans, fullyrti að bank- inn væri fullkomlega heilbrigður. Samt er talið líklegt að hann þurfi hugsanlega að afskrifa stórar tölur af slæmum skuldabréfum út úr sínu bókhaldi vegna slíks samruna. Að missa slíkar tölur úr eignahlið bankans er talið geta riðið honum að fullu. Ef þessi samruni gengur ekki upp kann það svo að fella Matteo Renzi forsætisráðherra í kosningu í desember. Jacopo Ceccatelli, forstjóri hjá Marzotto SIM SpA verðbréfafyrir- tækinu, segir að óvissa illra staddra minni banka kunni að hægja á hug- myndum um samrunana. Renzi forsætisráðherra og fjár- málráðherrann Pier Carlo Padoan, hafa ströglað við að finna leiðir til bjargar bönkunum án þess að leggja til meiri neyðaraðstoð frá ríkinu eins og gert er ráð fyrir í regluverki Evrópusambandsins. Hugmyndir ráðherranna kalla hins vegar á að fjárfestar afskrifi verulega fjármuni í bönkunum. Fjárfestarnir munu aftur á móti hafa lagt til í apríl á þessu ári að bankarnir mynduðu 4 milljarða björgunarsjóð sem gagn- rýnendur segja allt of lítið. Verði ráðherrann felldur gæti það valdið uppnámi Ef Matteo Renzi forsætisráðherra fellur í kosningunum í desember er það talið geta valdið mikilli ringul- reið á öllu evrusvæðinu. Er það vegna þess að ráðherrann hefur lagt allt í sölurnar fyrir björgunarhug- myndir sínar. Bent er á að ítalska hagkerfið er það þriðja stærsta innan evrusvæðisins og fall ítalska efna- hagskerfisins gæti hæglega dregið evruna með sér. Fabrizio Bernardi, efnahagssér- fræðingur hjá Fidentiis Equities í Mílanó, segir að óvissan og áhættan bæði í bankakerfinu og á pólitíska sviðinu sé orðin allt of mikil. Sérstaklega hvað varðar Monte Paschi-bankann sem er með útibú víða um lönd, m.a. í Belgíu og Frakklandi. Bankinn hefur líkt og hinn þýski Deutsche Bank átt í útistöðum við dómskerfið út af fjármálamisferli. Var m.a. gert samkomulag við saksóknara á Ítalíu nú í júlí út af einu slíku máli. Bæði í tilfelli ítölsku bankanna og hins þýska Deutsche Bank er um að ræða viðskipti með afar vafasama fjármálagerninga. Hefur það m.a. snúist um að breyta lána- samningum sem haldið var utan við bókhaldið í afleiðuviðskipti til að blekkja stöðuna. Það mun sam- kvæmt Bloomberg hafa verið gert í hundruðum tilvika og er til rann- sóknar sem glæpamál. /HKr. Bankakerfi Evrópu nötrar: Reynt að bræða saman þrjá illa stadda banka á Ítalíu til að komast hjá hruni − Allar forsendur sagðar mjög tvísýnar og geti leitt til falls forsætisráðherrans í desember VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 15. nóvember 2016. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði: - Lýsing á eign og því sem henni fylgir - Ástand íbúðar og staðsetning - Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár - Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágren in Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað. Utan úr heimi Gert er ráð fyrir sameiningu Banca Popolare di Milan við tvo aðra banka sem eru í vandræðum. Stjórnendur Deutsche Bank, stærsta fjárfestingabanka Evrópu, íhuga nú að draga saman seglin í starfsemi bankans í Bandaríkjunum. Þar þarf bank- inn að mæta 14 milljarða dollara kröfu saksóknara. Þýska blaðið Die Welt am Sonntag sagði um helgina að bankinn kynni að vera neyddur til að draga úr starfsemi sinni í Bandaríkjunum og það yrði hugsanlega hluti af samn- ingi við þarlend yfirvöld til að lækka sektargreiðslu. Talað um 10% fækkun starfa Á vegum Deutsche Bank í Bandaríkjunum störfuðu 10.842 í lok árs 2015. Það eru um 10% af 101.104 starfsmönnum bankans víða um heim. Strax á síðasta ári voru lagðar fram tillögur um uppsögn á 9.000 starfsmönum bankans, þar af 4.000 á heimamarkaði. Í síðasta mánuði tilkynnti Marcus Schenck, fyrrverandi fjármálastjóri Deutsche Bank AG, að bankinn kynni að þurfa að segja upp 10.000 starfsmönnum til viðbótar við þá sem þegar hefur verið sagt upp til að draga úr kostn- aði. Hlutabréf í Deutsche Bank lækk- uðu mikið í fyrra og í síðustu viku höfðu þau fallið um 46% það sem af er þessu ári. Samkvæmt orðum yfrimanna hjá Alþjóð gjaldeyrissjóðnum veldur stærð Deutsche Bank í alþjóðavið- skiptum því að áhættan fyrir efna- hagskerfi heims er gríðarleg ef hann fer á hliðina. gert er ráð fyrir að birt verði afkoma bankans eftir þriðja ársjórðun þessa árs á fimmtudag í næstu viku, 27. október. Nýjar afkomutölur væntanlegar Væntanlega bíða fjárfestar sem og stjórnendur helstu fjármálastofnana Evrópu með öndina í hálsinum og naga margar neglurnar þangað til þær tölur birtast. Allt hangir þetta svo á sömu spýtunni í alþjóðlegu fjármálaumhverfi. Á vefsíðu Profit confidential velta menn því m.a. fyrir sér hvort hægt sé að koma í veg fyrir að hrun verði á verðbréfamarkaði á næstu vikum. Stöðnun í efnahagskerfi víða um lönd, lágir eða engir útlánsvextir og lítil innkoma þýði að lítið sé á bak við verðhækkanir á hlutabréfamark- aði nema opinbert fé sem dælt hafi evrið í bankana. Frjálslega ofmetin markaður „Verðbráfmarkaðurinn er mjög frjálslega ofmetinn," segir þar. Í hvert skipti sem slíkt hafi gerst á liðnum áratugum hafi hrun fylgt i kjölfarið. Er þar bent á rannsóknir Yale háskóla. /HKr. Deutsche Bank: Stærsti fjárfestingabanki Evrópu í miklum vanda − Neyddur til að draga saman seglin í Bandaríkjunum

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.