Bændablaðið - 20.10.2016, Page 33

Bændablaðið - 20.10.2016, Page 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 mér vera að mæta á kóræfingu á miðvikudögum.“ Elmar bjó á Grundarfirði á Snæfellsnesi á þessum árum. Þegar skólanum lauk hafði organistinn í kirkjunni frétt af því að hann hafði verið í kór og fékk hann til að koma. Í söngnám meðfram námi og vinnu í rafeindavirkjun „Ég gerði það og hafði mjög gaman af. Upp frá því fór ég að fara í söng- tíma án þess að það hafi verið fyr- irfram planað. Ég lærði rafeindavirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík. Ég kláraði það nám og starfaði í fram- haldinu sem rafeindavirki en var alltaf í söngtímum meðfram því og hafði það sem mitt „hobbý“. Ég tók fyrstu söngtímana mína í söngskóla Sigurðar Demetz hjá Friðriki Kristinssyni sem var stjórn- andi Karlakórs Reykjavíkur. Hann kenndi mér í tvö ár. Eftir það fór ég til Guðbjörns Guðbjörnssonar og var hjá honum í eitt ár. Þá hitti ég Jón Þorsteinsson, sem er ættað- ur frá Ólafsfirði. Hann hafði verið söngvari úti í heimi í mörg ár. Eftir að ég byrjaði að læra hjá honum fóru hlutirnir að gerast. Svo kemur að því að Jón segir við mig að ég þurfi að fara út í heim og reyna fyrir mér í söng, en ég útskrifaðist úr söngskóla Sigurðar Demetz vorið 2007. Ég samþykkti það og ákvað að prófa. Ég fór svo til Hollands og tók þar inntökupróf í óperudeild Tónlistarháskólans í Amsterdam. Ég var tekinn inn og var þar í tveggja ára mastersnámi og einnig við Konunglega tónlist- arháskólanum í Haag. Eftir það var ég í svokölluðu Óperustúdíói hjá hollensku ríkisóperunni. Það er vett- vangur fyrir unga söngvara sem eru að reyna að fóta sig í faginu. Svo fékk ég fastráðningu í óperuhúsi í Maastricht og var þar í eitt ár, en hef starfað sem sjálfstæður (freelance) söngvari síðan.“ Ekki enn á heimleið −Ertu þá eitthvað að flytja heim núna? „Nei, ég er ennþá búsettur í Hollandi. Það hefur verið mikið fyrir mig að gera þar og árið í fyrra var mjög annasamt. Þá var ég í fimm mismunandi óperuverkefnum í Hollandi, Þýskalandi og Englandi en ekkert á Íslandi. Nú kom ég því svo fyrir að ég gæti verið meira hér á landi. Þannig var ég í verkefni hjá Íslensku óperunni í fyrravetur og aftur núna á komandi vetri. Síðan mjatlast inn konsertar og annað á milli. Ég er því búinn að vera hér heima bróðurpartinn af þessu ári og verð fram yfir áramótin.“ −Þetta verk, Évgení Onegin eftir Tchaikovsky, er það ekki ansi viðamikið? „Jú, það er mjög stórt með stórri hljómsveit og kór sem er þar í stóru hlutverki. Um 8 einsöngvarar koma fram í sýningunni ásamt 40–50 manna kór, hljómsveit og statist- um sem fara með þögul hlutverk í sýningunni. Fyrir leikstjórann er því mikil vinna að stilla alla hluti saman.“ −Hvernig er að syngja í svona óperu í Eldborgarsalnum í Hörpunni í samanburði við Gamla bíó? „Það er auðvitað allt önnur aðstaða. Eldborg er samt ekki eig- inlegt óperuhús. Það þarf því frjóa sköpunargáfu til að setja upp sýn- ingu sem þessa. Þetta hefur samt reddast og mér hefur fundist þær leikmyndir sem gerðar hafa verið inn í þetta rými hafa heppnast mjög vel. Í þessu verki er þó meira af auðu rými en venjulega og mikil áskorun að tækla það.“ Íslenska óperan fullkomlega samkeppnishæf −Hvernig finnst þér íslensk ópera í samanburði við það sem þekkist úti í Evrópu? „Óperan hér er fullkomlega samkeppnishæf við óperur erlendis. Það eru líka ótrúlega margir fram- bærilegir söngvarar hér. Auðvitað erum við fámenn þjóð, en við eigum fullt af röddum og listamönnum sem eru algjörlega á heimsmælikvarða. Það er eftir því tekið hversu margir Íslendingar ná árangri úti í hinum stóra heimi. Það hjálpar okkur að hafa mikinn metnað og trú á því sem við erum að gera. Að því sögðu er líka mjög jákvætt að Íslenska óperan skuli vera að fá til sín erlent listafólk, erlendan stjórnanda og leikstjóra. Það eykur víðsýni þeirra söngvara sem hér starfa og hafa ekki haft tækifæri til að starfa erlendis. Þá kynnist fólk líka öðrum vinnu- brögðum en það er vant, sem er mjög jákvætt. Óperan á Íslandi er mjög sterk og þar er unnið af mikilli fagmennsku á öllum póstum.“ Rafeindavirkinn og bóndinn blundar undir niðri −Nú ert þú með alla þína fjölhæfni í farteskinu. Er þá ekkert hnippt í raf- eindavirkjann um að leggja lið við uppsetningu á verki eins og þessu? „Nei, það hefur ekki gerst ennþá en það fag blundar alltaf í mér undir niðri. Það blundar líka alltaf í mér búfræðingurinn. Ég hef afskaplega gaman af ræktun og rækta mikið kryddjurtir inni hjá mér í Hollandi. Svo er ég mikill bonsai-kall og er með svolítið af bonsai-trjám heima.“ −Þú ert þá ekki með garð úti í Hollandi? „Nei, því miður hef ég ekki aðgengi að garði úti í Hollandi. Amma og afi eiga aftur á móti sumarbústað uppi í Grímsnesi. Þar er smá reitur sem ég hef svakalega gaman af að pota einhverju niður í. Þar er ég með kartöflur, grænmeti og ýmsar matjurtir. Ég setti meira að segja niður bygg í tvo til þrjá fermetra og ætlaði mér að brugga úr því bjór. Sú ræktun misfórst þó eitthvað núna.“ Námið á Hvanneyri hefur reynst afskaplega vel −Í ljósi þessa virðist ekki vera svo ýkja langt á milli óperusöngvarans og bóndans? „Það er viss sveitarómantík í því að vera syngjandi bóndi. Ég hef alltaf haft mjög gaman af sveitastörfunum. Ég var líka mjög ánægður með þetta nám sem ég fór í á Hvanneyri á sínum tíma. Þarna var maður, einhver krakka- bjáni, og vissi ekkert hvað maður vildi. Sérstaklega var fyrra árið í búfræðinni mjög alhliða og gagn- legt. Það kom inn á mjög mörg svið, þó það væri mjög tengt inn á búfræði og búskap. Þarna var líka verið að kenna fullt af öðrum praktískum þáttum eins og veð- urfræði og efnafræði. Ég fór þar m.a. í gegnum áburðarfræðina sem innihélt heilmikla efnafræði. Einnig var líffræðin ofsalega skemmtileg. Þar kenndi mér mikil vinkona mín, Edda Þorvaldsdóttir. Þar lærði ég mikið enda þótti mér það skemmtilegt fag. Það er annars mikill sannleikur í því að segja; einu sinni Hvanneyringur, alltaf Hvanneyringur.“ −Telur þú að Bændaskólinn hafi kannski í og með verið að svara kalli áttavilltra unglinga með eins konar hlutverki lýðháskóla sem ekki var til á Íslandi? „Já, ég hugsa að það sé mikið til í því. Bara það að vera á þess- um aldri og búa á heimavist skipti miklu máli. Það var mjög gott til að þroska félagslega þáttinn hjá manni. Nærveran í skólanum þjappaði fólki mikið saman og jók samkennd.“ −Heldur þú að vera þín á Hvanneyri hafi hjálpað þér í fram- haldinu við að skapa þér feril sem tenórsöngvari úti í heimi? „Alveg tvímælalaust. Þarna lærði ég að vinna með fólki.“ Líður vel í Hollandi Þótt Elmar sé hrifinn af sveitinni og lífinu á landsbyggðinni, þá segist hann hreinlega ekki hafa haft tíma til að kynnast sveitinni í Hollandi. Fyrstu fjögur árin þar í landi bjó hann í Amsterdam en flutti sig svo til Maastricht þar sem hann bjó í tvö ár. Síðan lá leiðin í rólegri borg sem heitir Den Haag og er í um 45 mínútna lestarferðarfjarlægð suðsuð- vestur af Amsterdam. „Ég er búinn að búa í Hollandi í tíu ár og það er dásamlegt að vera í Den Haag. Þetta er þriðja stærsta borg Hollands á eftir Amsterdam og Rotterdam, sem er stærst. Borgin er allt öðruvísi en Amsterdam og ferða- menn ekki nærri eins áberandi. Það er því hægt að fara niður í bæ og njóta þess að hitta Hollendinga. Ég kann mjög vel við mig þarna. Mörgum finnst tungumálið ljótt og erfitt að skilja. Það er hins vegar bara byggt upp eins og önnur ger- mönsk mál. Mér finnst það dálítið eins og blanda af dönsku og þýsku. Núna er ég farinn að tala hollensku og finnst því æðislegt að vera þarna.“ −Ætlar þú þá að vera þarna áfram? „Já allavega eitthvað. Minn starfsvettvangur er öll Evrópa og þarna er ég mjög miðsvæðis og góðar samgöngur í allar áttir. Þó það skipti kannski ekki öllu máli hvar maður býr, þá finnst mér gott að vera þarna. Nú er ég á Íslandi og það eru alltaf að bætast við verkefni svo ég verð hér aðeins fram yfir ára- mótin. Óperuverkefnið verður fram í nóvember og svo tekur við des- embervertíð og jólakonsertar,“ segir tenórsöngvarinn Elmar Gilbertsson. /HKr. ALLAR VÖRUR SENDAR FRÍTT hvert á land sem er! MEÐ ÍSLANDSPÓSTI BLEK TÓNER PRENTARAR RITFÖNG PAPPÍR w w w . p r e n t v o r u r . i s

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.