Bændablaðið - 20.10.2016, Qupperneq 45

Bændablaðið - 20.10.2016, Qupperneq 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 mig um að í þessu fé eru nú ágætar ræktunarframfarir. Besti kollótti hrúturinn var nr. 147 í Broddanesi 1. Ég ætla ekki að lýsa lambinu aðeins segja að ég tel þetta glæsilegast lamb sem ég hef séð að haustlagi hér á landi og eru þau samt orðin allmörg. Að ætt- erni er þetta lamb ótrúleg stappa af flestu því besta sem birst hefur í sjö áratuga ræktunarstarfi í Árnes- og Kirkjubólshreppi. Lambið er tvæ- vetlutvílembingur og gimbrin sem honum hafði fylgt í sumar var litlu minna gullstykki. Faðirinn er Svali 14-071 og átti 147 þannig ótrú- lega mörg glæsileg hálfsystkini í haust, en Svali er í fyrstu ættliði úr Broddanesræktun. Móðurfaðirinn var fenginn frá Stað í Steingrímsfirði en rekur ættir nánast að öllu strax til baka ættir í Broddanes og Heydalsá. Nr. 147 er einstakt ræktunarafrek. Annar í röð var lamb 237 einnig í Broddanesi 1. Þessi hrútur er frá- bær að allri gerð, mjög bollangur og þroskamikill og múraður vöðvum. Þessi hrútur rekur talsvert ættir til sömu einstaklinga og hinn. Faðirinn er Kjarkur 12-063 sem er eitt fjöl- margra kynbótatrölla sem sótt hafa verið að Melum í Árneshreppi í Broddanes. Móðurlínan margt það sterkasta í Broddanesræktun síðustu ár. Þriðji hrútur í röð var nr. 1 í Miðdalsgröf. Þetta er frábær einstak- lingur að allri gerð og sérstaklega er vöðvafylling í afturhluta lambs- ins, baki, mölum og lærum frábær. Þessi hrútur eins og sá sem efstur stóð meðal mislitra er sonur Krapa 13-940, þannig að fáir hafa í örfá- um sæðingalömbum séð jafnríku- legu uppskeru og Reynir þetta árið. Robbi 11-900 er móðurfaðir þessa lambs. Góður árangur hjá Jóni og Ernu í Broddanesi 1 Árangur Jóns og Ernu í Broddanesi 1 á þessum sýningum tvö síðustu ár er meira en ótrúlegur. Lambahóp í líkindum við það sem ég sá þar í haust hef ég aldrei séð áður sér- staklega hvað varðar lærahold. Í Broddanesi hefur verið meira ein- hliða áhersla á vöðvafyllingu og gerð lamba en hjá öðrum. Árangur hefur orðið í fullu samræmi hvað til var sáð. Ein sérstaða hjarðarinnar í Broddanesi umfram önnur bú á þessu svæði sunnan Árneshrepps er að innblöndun af Árneshreppsfé er þar meiri en á öðrum búum og hún er nær eingöngu bundin hrútakaupum frá Melum. Ekki er vafamál að þaðan koma ýmsir af mestu kostunum að talsverðu marki. Líklega betri árangur á norðanverðum Ströndum en annars staðar Margra áratuga þrotlaust rækt- unarstarf hefur skilað mörgum ræktunarbúum á norðanverðum Ströndum meiri árangri en líklega öðrum bændum hér á landi. Eftir því sem árangur verður meiri verð- ur framhaldið einnig vandasamara. Ég held að góðu heilli þurfi menn ekki að óttast áhrif skyldleikaræktar í stofninum. Það sem ég geti helst ráðlagt bændum í þessari stöðu eru ráð gamalla hölda. Halldór Pálsson segir í umfjöllun sinni um fjárrækt Sigurgeirs á Helluvaði á sinni tíð að hann hafi haft eina gullna reglu. Kosta leitaði hann með kaupum á fé en þá með það í huga að ná fram tilteknum skilgreindum kynbótum. Hann lagði áherslu á að prófa gripinn strax. Honum og öllum afkomendum var strax eytt stæðist hann ekki próf- ið, að öðrum kosti féll gripurinn inn í kynbótastofninn. Ég bendi Strandabændum um leið á að spara sér umtalsverðan pening við hrútakaup. Í staðinn eigið þið að nota sæðingar meira en margir hafa gert síðustu árin. Á stöðvunum eiga á hverjum tíma að vera í notkun bestu gripir í stofninum. Þið eigið strax að prófa þá sem þið teljið álitlegasta hverju sinni, hvort þeir færi ykkar ræktun eitthvað nýtt og betra. Skilyrði hvergi betri en á Ströndum Ræktunarstarf í sauðfjárrækt er hvergi öflugra en á Ströndum. Árangurinn þar er líka í samræmi við það. Hvergi á landinu munu heldur skilyrði til fjárbúskapar metið á grunni landnýtingar og sjálfbærni vera betri en þar. Stór hópur bænda á Ströndum hefur líka lengi verið þekktur fyrir hagsýni í búskap. Þrátt fyrir þetta eru mörg ytri öfl sem stjórnvöld stýra mjög andhverf byggð á þessu svæði. Að síðustu gerist það snemma á þessu ári að formenn BÍ og LS gera sauðfjársamning sem er nær rothögg gagnvart þróun sauðfjár- ræktar á svæðinu. Það hlýtur að vera sárt fyrir bændur að horfa uppá forystumenn sína á þennan hátt nánast stofna til móðuharðinda af mannavöldum þannig að gripið sé til gamals frasa. Kosturinn að þetta eru verk af mannavöldum sem á að mega bjarga sér frá á næstunni sé vilji fyrir hendi. Glæsileg samkoma og sauðfjárbændum til sóma Sýningin á laugardaginn var glæsileg samkoma af hendi sauð- fjárbænda á Ströndum og þeim til mikils sóma. Þess skal getið að inn í sýninguna var skotið skrautkeppni barna og glæsilegra lamba þeirra. Dró þetta atriði að sér mikla og verðskuldaða athygli yngstu þátt- takenda og raunar allra og er áreið- anlega komið til að vera. Börnin eru einu sinni lykillinn að farsælli framtíð. /Jón Viðar Jónmundsson Verðlaun fyrir hyrnda hrúta, talið frá vinstri: Guðbrandur Björnsson, Smáhömrum, 3. sæti, Samson Bjarni Jónasson, Guðlaugsvík, 1. sæti og Benóný Bessi Jóhannsson, Laxárdal, 2. sæti. Verðlaun fyrir sætustu gimbrina, talið frá vinstri: Álfhildur Þórey Heiðarsdóttir, Bæ, 3. sæti. Reynir Björnsson tekur við verðlaunum fyrir dóttur sína, Ólöfu Reynisdóttur, sem lenti í 1. sæti. Síðan er Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir, Laxárdal, 2. sæti. Stórar og rúmgóðar 4ra hesta kerrur á tveimur öxlum. Rist framan á kerru tryggir góða loftun um kerruna. Öflugir flexitorar veita mjúka og góða fjöðrun. Minna skrölt og minni hávaði. Stórir og breiðari hjólbarðar á 16” felgum sem hentar vel á slóðum og sveitavegum. Rampur með timburgólfi sem leikur einn er að setja niður og reisa upp. Ljós inni í kerru, gúmmímottur í gólfi og þverskilrúm er staðalbúnaður. Hægt er að fá milligólf inn í kerrurnar fyrir fjárflutninga. Því má líka bæta við eftirá. ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook Smáauglýsingar 56-30-300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.