Bændablaðið - 20.10.2016, Side 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Þorvaldur Kristjánsson
ábyrgðarmaður í
hrossarækt
thk@rml.isSkýrsluhald í hrossarækt – Nýjungar
Skýrsluhald er einn mikilvæg-
asti þáttur búfjárræktar og
grunnurinn að öllu kynbótastarfi.
Skipulagt skýrslu hald í hrossa-
rækt var tekið upp árið 1991 með
tilkomu tölvukerfisins Fengs þar
sem öllum hesteigendum voru
sendar afdrifa-, fang- og folalda-
skýrslur til árlegrar útfyllingar.
Með tilkomu WorldFengs, þar
sem hrossaræktendur gátu gengið
frá skýrsluhaldsupplýsingum með
rafrænum hætti, var hins vegar hætt
að krefjast árlegra skila á þessum
upplýsingum með skipulögðum
hætti en því er nú hugmyndin að
breyta.
Hvað skýrsluhald í hrossarækt
varðar eru nú í burðarliðnum nokkr-
ar nýjungar sem verða kynntar í
þessum pistli. Ein helsta breytingin
er sú að nú verða tekin upp árleg skil
á skýrsluhaldi í hrossarækt sem allir
hesteigendur eiga að framkvæma.
Þessi skil munu fara fram í gegnum
Heimaréttina í WorldFeng en upp-
setningu heimaréttar verður breytt
til að auðvelda þessi skil og gera
mögulegar frekari skráningar. Það
á m.a. við um skráningar á fyljun
hryssna sem hryssueigendur eiga nú
að framkvæma árlega en það mun
vonandi færa okkur verðmætar upp-
lýsingar um frjósemi stofnsins.
Heimaréttinni í WorldFeng
er skipt í nokkra flipa sem inni-
halda mismunandi aðgerðir. Þeir
eru Hrossin mín, Fyljanaskráning
(Nýtt), Fang- og folaldaskrán-
ing (Nýtt), Fargað, Selt, Útflutt,
Umráðamaður, Um mig og
Skýrsluhaldsskil (Nýtt). Í flipun-
um Hrossin mín, Fyljanaskráning,
Fang- og folaldaskráning og
Skýrsluhaldsskil verður hægt að
framkvæma aðgerðir og sýsla með
hrossin en fliparnir Fargað, Selt,
Útflutt, Umráðamaður og Um mig
innihalda mismunandi yfirlit.
Árleg skil á skýrsluhaldi
Nú má segja að eiginleg árleg skil á
skýrsluhaldi í hrossarækt hafa ekki
verið við lýði til fjölda ára, þar sem
eigendur þurfa að gera grein fyrir
afdrifum sinna hrossa með skipu-
lögðum hætti. Afleiðingin er sú að
tölur um t.d. fjölda lifandi hrossa
í landinu eru ekki áreiðanlegar og
ekki er hægt að treysta því að allir
eigendur hrossa gangi frá skráning-
um á afdrifum með reglubundum
hætti. Markmiðið er að hrossa-
eigendur gangi frá fullnægjandi
skýrsluhaldi í heimarétt WorldFengs
árlega og uppfæri upplýsingar um
sín hross. Það sem hægt er að upp-
færa í flipanum Hrossin mín (og er
fyrsti flipinn sem fólk kemur inn
í þegar heimaréttin er opnuð) eru
m.a. upplýsingar um afdrif (hvort
hrossið sé á lífi eða ekki), geldingar
og eignarhald. Þetta er fyrsti flipinn
sem fólk þarf að fara í gegnum og
uppfæra þessar grunnupplýsingar
um hvert hross ef á þarf að halda.
Upplýsingar um frjósemi
stofnsins
Nú eru einu upplýsingarnar sem við
höfum um frjósemi á formi fyljun-
arvottorða og stóðhestaskýrslna en
þær gefa okkur ekki fullnægjandi
yfirlit yfir frjósemi stofnsins, t.d. um
fjölda hryssna sem haldið er árlega
og árangur þess.
Til að ná viðunandi upplýsingum
um frjósemi stofnsins á hverjum
tíma verður hryssueigendum nú
uppálagt að skrá niður árlega hvað
þeir gerðu með sínar hryssur: var
þeim haldið eða ekki og ef þeim var
haldið, undir hvaða hest þær fóru
og hver var árangur fyljunarinnar.
Þetta verður hægt að gera endurtek-
ið með hverja hryssu innan árs ef
hún fór undir fleiri en einn hest og
um að gera að skrá allt niður. Þetta
verður gert í nýjum flipa í heimarétt
sem mun heita Fyljanaskráning. Þar
fá hrysseigendur heildarlista yfir
sínar hryssur og fara í gegnum hvað
var gert með hverja og eina. Með
þessu fáum við yfirlit yfir fjölda
hryssna sem er haldið árlega og
árangur fyljana. Þessar upplýs-
ingar verða í raun ekki opinberar
fyrsta kastið en eru til þess að safna
upplýsingum fyrir skýrsluhaldið og
hryssueigendur.
Þau folöld sem fæðast svo á árinu
eru skráð í flipanum Fang- og fola-
ldaskráning. Þar fær notandinn lista
yfir þær hryssur sem var haldið árið
áður og skráir það sem við á: 1 fol-
ald, 2 folöld, Geld, Lét, Dauðfætt
folald, Hryssan lést. Ef staðfesting
frá stóðhestseiganda liggur fyrir
(stóðhestaskýrsla eða fyljunarvott-
orð) verður hérna einnig hægt að
skrá folaldið, þ.e. grunnskrá það í
WorldFeng.
Í flipanum Fyljanaskráningar
mun einnig koma listi yfir þá stóð-
hesta sem eru í eigu viðkomandi
þar sem fyllast inn sjálfkrafa fylj-
anaskráningar hryssueiganda (hvort
sem hryssan fékk eða ekki). Þessar
skráningar getur stóðhestseigandinn
staðfest og sé það gert getur hrys-
sueigandinn skráð folaldið að ári í
sinni heimarétt (sem er núna bara
hægt í heimarétt liggi fyrir stóð-
hestaskýrsla eða fyljunarvottorð).
Einnig mun hérna verða möguleiki
fyrir stóðhestseigendur í framtíðinni
að fylla út rafrænar stóðhestaskýr-
slur.
Ástæður förgunar
Önnur nýjung sem verður nú tekin
upp er að safna upplýsingum um
ástæður þess að hross er fellt eða
slátrað en þær geta verið margs
konar og snert ræktunarstarfið á
ýmsan hátt. Þegar gert er grein fyrir
afdrifum hvers hests og merkt við
fellt eða slátrað, þá koma nú upp
valmöguleikar þar sem hægt er að
gera grein fyrir ástæðum förgunar,
valmöguleikarnir eru:
• Aldur
• Kjötframleiðsla
• Slysfarir
• Veikindi
• Spatt
• Sköpulagsgalli
• Vöntun á hæfileikum
• Geðslagsbrestir
• Veit ekki
• Annað (gluggi þar sem hægt
er að skrifa inn aðrar ástæður).
Nú þegar hross eru send í slátur-
hús kemur listi frá sláturhúsum um
hrossin og skráð í WorldFeng að
búið sé að slátra hrossinu. Í þeim
tilvikum mun þá koma melding í
heimarétt viðkomandi að hann eigi
eftir að gera grein fyrir ástæðum
slátrunar. Þetta eru áhugaverðar
upplýsingar til að taka saman til
framtíðar.
Skýrsluhaldsskil
Þegar notendur eru búnir að fara í
gegnum sín hross og skrá viðeigandi
afdrif er að endingu farið í flipann
Skýrsluhaldsskil. Þar fara hin eig-
inlegu skil á skýrsluhaldinu fram og
verður miðað við að hver og einn
skili sinni skýrslu fyrir 20. nóvem-
ber ár hvert. Þar birtist yfirlit yfir
hrossaeign viðkomandi (öll lifandi
hross) og með því að skila skýr-
slunni er viðkomandi að staðfesta
að allar upplýsingar í Heimarétt
séu réttar. Til þess að geta skilað
skýrslunni er nauðsynlegt að búið
sé að gera grein fyrir fyljana- og
folaldaskráningu ársins og einnig
ástæðum förgunar þeirra hrossa sem
búið er að fella/slátra.
Í þessum flipa fá hesteigendur
einnig lista yfir þau hross sem búið
er að taka DNA-sýni úr en hafa ekki
fengið staðfest ætterni. Þetta verður
þeim til upplýsingar til að fylgja
þeirra vinnslu eftir.
Einnig kemur hér áminning um
að skila haustskýrslu í Bústofn en
þau skil þarf að framkvæma fyrir
20. nóvember. Matvælastofnun er
heimilt að gera talningu á hrossa-
eign á kostnað eiganda ef haust-
skýrslu er ekki skilað á tilsettum
tíma í Bústofn (Sjá lög um búfjár-
hald nr. 38/2013). Hesteigendum
til hægðarauka sjá þeir nú fjölda
hrossa í þeirra eigu þegar gengið
er frá haustskýrslu í Bústofni. Þá
er líka um að gera að vera búinn
að uppfæra allar upplýsingar í
WorldFeng því fjöldatölurnar sem
birtast í Bústofni byggja á tölum
úr WorldFeng á þeim tíma sem
gengið er frá haustskýrslu. Rétt er
að vekja athygli á því að aðeins
eru sóttar upplýsingar um lifandi
hross sem viðkomandi er skráð-
ur eigandi að í WorldFeng. Engin
tenging er við búið (búsnúmer)
þar sem þær upplýsingar eru ekki
skráðar í WorldFeng. Ef hross
eru í eigu fleiri fjölskyldumeð-
lima þarf að taka tillit til þess við
skráningu á haustskýrslu í Bústofni
og eru hrossaeigendur hvattir til
að leita til dýraeftirlitsmanna
Matvælastofnunar, Búnaðarstofu
Matvælastofnunar eða ráðgjafa
hjá RML til að fá aðstoð við þessa
útfyllingu.
Þessar breytingar á skýrslu-
haldinu eru gerðar í því augnamiði
að safna verðmætum upplýsingum
í ræktunarstarfinu og tryggja að
WorldFengur gefi okkur á hverj-
um tíma sem raunsannasta mynd af
stofninum. Við vonum að þessi skil
á skýrsluhaldinu verði notendum
WorldFengs auðveld í framkvæmd,
unnin af metnaði og auki þau not
sem fólk hefur af sinni heimarétt.
WorldFengur
Lesendabás
Nýsköpun, fjölbreytni og fullvinnsla
Það var sláandi að fylgjast með
því hversu hatrömm umræðan
var um nýgerða búvörusamninga.
Harkan í umræðunni skapaðist
ekki síst vegna vinnubragðanna
við gerð samninganna. Mörgum
var misboðið vegna þeirra.
Samningsferlið, undir hand-
leiðslu stjórnarflokkanna, fór fram
fyrir luktum dyrum og fáir voru
kallaðir að borðinu.
Konur áttu þar litla aðkomu.
Eðlilegra hefði verið að vinna þetta
stóra mál þvert á stjórnmálaflokka
og upplýsa almenning betur um
hvað stæði til enda um háar fjár-
hæðir að ræða. En það sem kom á
óvart í umræðunni er hversu margir
virðast enn hafa neikvætt viðhorf til
landbúnaðar.
Sú krafa var hávær að það ætti
að fella niður allar hindranir svo
að innflutningur geti orðið sem
mestur og matur sem ódýrastur.
Stóryrði flugu og bændur voru af
sumum þátttakendum umræðunn-
ar stimplaðir sem afturhaldssamur
hópur sem væri andsnúinn öllum
breytingum. Það er vitanlega fjarri
sanni.
Mörg tækifæri
Þetta neikvæða viðhorf til íslensks
landbúnaðar er á skjön við vax-
andi áhuga á fjölbreyttri og vand-
aðri innlendri matvælaframleiðslu.
Matur á ekki endilega að vera sem
ódýrastur. Hann á að vera sem bestur.
Við eigum að bera virðingu fyrir
mat, borga aðeins meira fyrir vand-
aða framleiðslu og henda minna af
matvælum. Neytendur vilja meira
vöruúrval og lífrænar landbúnaðar-
afurðir. Fleiri og fleiri gera kröfur um
hreinleika matvæla og rekjanleika.
Þessi eftirspurn gerir það að verkum
að það eru óendanlega mörg tækifæri
í íslenskum landbúnaði. En þróunin
í þessa átt gengur of hægt hjá okkur
og í þeim efnum höfum við dregist
aftur úr þeim löndum sem við viljum
helst bera okkur saman við.
Nýsköpun og lífrænar afurðir
Það er þarf að nýta næstu þrjú ár
vel til að bæta búvörusamninginn
þannig að hann styðji betur við
þróun landbúnaðar og leita jafn-
fram leiða til að skapa víðtækari
sátt um samninginn í samfélaginu.
Mikilvægt er að efla nýsköpun í
landbúnaði og auka fjölbreytni.
Það þarf að uppfylla þarfir og óskir
neytenda um lífrænar landbúnaðar-
afurðir og efla stuðning við lífræna
framleiðslu. Innlendur landbúnaður
á að vera gæðaframleiðsla í sátt við
umhverfið og samfélagið. Tilvist
hans eykur lífsgæði allra lands-
manna og styrkir búsetuskilyrði
um allt land.
Eflum fullvinnslu
Það er tímabært að færa íslenskan
landbúnað upp á næsta stig. Í því
felst m.a. að gera bændum kleift, án
þess að slegið sé af kröfum um heil-
næmi og gæði matvara, að fullvinna
afurðir sínar, rækta meira korn og
grænmeti með sjálfbærum hætti.
Það þarf því að endurskoða reglur
um fullvinnslu afurða og hafa þær
þannig úr garði gerðar að heimaunn-
in matvæli verði raunhæfur kostur
þeirra bænda sem kjósa að selja sína
vöru sjálfir.
Innlendur landbúnaður er einn
veigamesti þátturinn í að byggja
sjálfbært samfélag á Íslandi.
Tækifærin til að sækja fram eru
til staðar. Nýtum þau. Gerum það
saman og gerum það vel.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir,
Ingibjörg Þórðardóttir og
Berglind Häsler.
Höfundar skipa 2., 4. og 6. sæti
á framboðslista Vinstri grænna
í Norðausturkjördæmi.
Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Næsta blað kemur út 3. nóvember
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Ingibjörg Þórðardóttir. Berglind Häsler.