Bændablaðið - 20.10.2016, Síða 54

Bændablaðið - 20.10.2016, Síða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 Eins og margir aðrir bílafram- leiðendur hefur KIA bæst í hóp bílaframleiðenda með „hybrid“ bíl (tvinnbíl). Eins og aðrir bílar frá KIA er hann með 7 ára ábyrgð. Uppbyggingin á vélunum tveimur er svipuð hjá öllum bílaframleiðendum, en KIA hefur aðeins bætt rafmagnstæknina til að auka rafmagnsflæði og framleiðslu fyrir rafmagnsvélina og minnka þannig eldsneytiseyðslu bensín- vélarinnar. Ég tók góðan hring á blautum vindasömum degi og prófaði KIA Niro. Uppgefin eyðsla hentar ekki mínu aksturslagi eða íslensku roki Niro tekur að öllu jöfnu af stað á rafmagnsvélinni og því nánast alveg hljóðlaus akstur. Fyrir utan veghljóð og umhverfishljóð að utan, mældist hávaði hjá mér við 90 km hraða undir 58 desíbelum (db) að meðaltali þrátt fyrir rok og rigningu. Á flestum hybrid-bílum er mótorinn að fara í gang í kring- um 50 kílómetra hraða, en Niro er á töluvert meiri ferð þegar bens- ínvélin fer í gang og hjálpar til. Með því að fylgjast með aksturs- tölvu bílsins sem sýnir orkunotk- un (bæði af bensíni og rafmagni) komst ég fljótlega í bíl túrnum að því að mitt aksturslag var ekki að henta til sparaksturs á þessum bíl (og ekki var rokið og rigningin að hjálpa til). Uppgefin meðaleyðsla er 3,8 lítrar á hundraðið við bestu aðstæð- ur og í byrjun var ég að eyða upp undir 7 lítrum miðað við 100 km akstur. Með því að mýkja aksturs- lagið á mínum akstursstíl náði ég að minnka eyðsluna í rokinu og rigningunni niður í 5,2 lítra, en neðar komst ég ekki. Nýjung í rafmagnsframleiðslu Flestir hybrid-bílar framleiða rafmagn inn á rafhlöðuna þegar bremsað er, eða hægt mikið á og niður brekkur. Rafmagnsvélin knýr bílinn áfram í byrjun ökuferðar og hjálp- ar bensínvélinni á meðan eitthvað rafmagn er á rafhlöðunni. Niro er að framleiða rafmagn í mjúkum akstri á jafnsléttu og þegar slegið er af og bremsað er rafmagnsfram- leiðslan í hámarki. Rafmagnsframleiðslan á jafn- sléttu (og undan vindi) kemur aðallega frá rafal sem tengist hraða bílsins, en miðað við aðra hybrid-bíla sem ég hef ekið er Niro að framleiða meira rafmagn. Nýja liþíum-rafhlaðan heldur rafmagni lengur og tekur meiri hleðslu. Rúmgóður og þægilegur í akstri KIA Niro er þægilegur að keyra bæði á bundnu slitlagi og á malar- vegum. Það eina sem ég fann að bílnum eftir malarvegaaksturinn var að drullan safnaðist á eina stað- inn sem ekki er æskilegt að safna óhreinindum á. Þetta var holan sem maður setur höndina inn í til að opna skottlokið og fyrir vikið urðu hnúarnir á hendinni drulluskítugir. Fótapláss er gott í framsætum og mjög gott pláss fyrir farþega í aftursætum. Farangursrými er gott, en varadekkið er það sem ég kalla aumingja. Eins og margir nýir bílar er bíllinn ekki með löglegan dag- ljósabúnað (engin ljós að aftan), en með því að snúa takkanum og hafa alltaf ljósin kveikt og hunsa „dinghljóðið“, viðvörunina, um að ljósin séu kveikt þegar farið er út úr bílnum því ljósin slökkva á sér sjálfkrafa eftir fjórar sekúndur. Gott verð á bíl sem ætti að henta mörgum Sem alhliða bíll með góða fjöðrun og á dekkjum með háan „prófíl“ ætti þessi bíll að henta vel jafnt á malar- vegum sem bundnu slitlagi. Bensínvélin er 1,6 lítra og skil- ar 105 hestöflum, en rafmagns- mótorinn skilar að hámarki 43,5 hestöflum. Sé bílnum botngefið úr kyrrstöðu er snerpan hættulega góð í báðum vélunum þegar þær vinna saman. Sex þrepa skiptingin er mjúk og aldrei fann ég fyrir því þegar bíll- inn skipti um þrep fyrir utan þetta eina skipti þegar ég botngaf bílnum úr kyrrstöðu. Verðið á Niro er frá 4.290.777. KIA Niro hybrid. Myndir / HLJ Myndir / HLJ Þyngd 1.458 kg Hæð 1.545 mm Breidd 1.805 mm Lengd 4.335mm Helstu mál og upplýsingar Vélabásinn liklegur@internet.is Hjörtur L. Jónsson

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.