Bændablaðið - 15.12.2016, Page 1

Bændablaðið - 15.12.2016, Page 1
24. tölublað 2016 ▯ Fimmtudagur 15. desember ▯ Blað nr. 481 ▯ 22. árg. ▯ Upplag 32.000 Um 25 þúsund útikerti framleidd úr endurunnu vaxi hjá PBI á Akureyri: Íslendingar urða 150 tonn af úrgangsvaxi árlega sem er nær heila öld að eyðast Um þessar mundir er kerta- framleiðsla í hámarki hjá Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi og leggjast allir á eitt um að anna eft- irspurn, en kertin eru landsþekkt fyrir gæði og langan brennslu- tíma. PBI er einn af vinnustöðum Akureyrarbæjar og þar starfa tæp- lega 60 manns með skerta starfs- getu auk leiðbeinenda og starfsfólks. Jakobína Elva Káradóttir, forstöðu- kona PBI, segir að markmiðið sé að veita einstaklingum með skert starfsþrek atvinnu til lengri eða skemmri tíma og þjálfa sem flesta til þátttöku á almennum vinnumarkaði. „Við leggjum áherslu á góð vinnubrögð og starfsvenjur, mætingar, aukið starfsþrek og að sjálfsögðu má ekki gleyma félags- legu samskiptunum,“ segir hún. Um 20 tonn af vaxi í útikertin Háannatími í kertasölu er að renna upp og starfsfólk önnum kafið við framleiðsluna. Jón M. Jónsson kertagerðarmaður er yfir kerta- framleiðslunni. Alls eru framleidd um 25 þúsund útikerti hjá PBI, auk handdýfðra innikerta, m.a. um 80 þúsund gæða veislukerti að ótöldum svonefndum kirkjukertum, kertum sem sérhönnuð eru til notkunar í kirkjum landsins. Í útikertin eru notaðir vaxaf- gangar og kerti sem ekki eru sölu- hæf, svonefnt úrgangsvax. „Við notum um 20 tonn af vaxi í útikertin á hverju ári og í veislu- og hátíðarkerti fara um 10 tonn,“ segir hann. Hann segist sáttur við magnið, en fyrirtækið hafi getu til að framleiða meira, fengi það meira úrgangsvax. Afleit staða í þessum málaflokki Landsmenn eru ekki ýkja duglegir að skila inn kertaafgöngum, slíkt er þó í boði víða, m.a. á öllum grenndarstöðvum á Akureyri, hjá Endurvinnslunni við Furuvelli og að Réttarhvammi. Jón segir að einungis um það bil 6,5 til 7 tonnum sé skilað inn á hverju ári, sem er afskaplega lítið magn miðað við það sem fer til urðunar. Akureyringar og nærsveita- menn skila árlega um það bil 1,8 tonnum, en um 4 tonn af afgangs- vaxi kemur af höfuðborgarsvæðinu, þar sem þessi úrgangur er þó ekki flokkaður sérstaklega líkt og norðan heiða. „Því miður er staðan í þessum málaflokki afleit, við urðum allt of mikið, eða um 150 tonn á ári, þetta er unnin hörð olía sem er mjög lengi að eyðast í náttúrunni, eða um það bil 80 ár,“ segir Jón og vill fyrir alla muni að landsmenn taki sig saman í andlitinu og geri verulega bragarbót á. – Sjá nánar bls. 7 /MÞÞ 30 48 Öll kerti sem framleidd eru hjá PBI eru handdýfð og endast lengur en mörg önnur. Þorsteinn Magnússon sér um það verk. Mynd / MÞÞ Teikning / Þorsteinn Davíðsson 24 Með 300 fjár á fóðrum, stunda fiskirækt og loftþurrka kjöt Spunnið í öllum regnbogans litum Í skjóli trjánna undir vindbörðu fjalli Ingólfs

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.