Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 1

Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 1
24. tölublað 2016 ▯ Fimmtudagur 15. desember ▯ Blað nr. 481 ▯ 22. árg. ▯ Upplag 32.000 Um 25 þúsund útikerti framleidd úr endurunnu vaxi hjá PBI á Akureyri: Íslendingar urða 150 tonn af úrgangsvaxi árlega sem er nær heila öld að eyðast Um þessar mundir er kerta- framleiðsla í hámarki hjá Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi og leggjast allir á eitt um að anna eft- irspurn, en kertin eru landsþekkt fyrir gæði og langan brennslu- tíma. PBI er einn af vinnustöðum Akureyrarbæjar og þar starfa tæp- lega 60 manns með skerta starfs- getu auk leiðbeinenda og starfsfólks. Jakobína Elva Káradóttir, forstöðu- kona PBI, segir að markmiðið sé að veita einstaklingum með skert starfsþrek atvinnu til lengri eða skemmri tíma og þjálfa sem flesta til þátttöku á almennum vinnumarkaði. „Við leggjum áherslu á góð vinnubrögð og starfsvenjur, mætingar, aukið starfsþrek og að sjálfsögðu má ekki gleyma félags- legu samskiptunum,“ segir hún. Um 20 tonn af vaxi í útikertin Háannatími í kertasölu er að renna upp og starfsfólk önnum kafið við framleiðsluna. Jón M. Jónsson kertagerðarmaður er yfir kerta- framleiðslunni. Alls eru framleidd um 25 þúsund útikerti hjá PBI, auk handdýfðra innikerta, m.a. um 80 þúsund gæða veislukerti að ótöldum svonefndum kirkjukertum, kertum sem sérhönnuð eru til notkunar í kirkjum landsins. Í útikertin eru notaðir vaxaf- gangar og kerti sem ekki eru sölu- hæf, svonefnt úrgangsvax. „Við notum um 20 tonn af vaxi í útikertin á hverju ári og í veislu- og hátíðarkerti fara um 10 tonn,“ segir hann. Hann segist sáttur við magnið, en fyrirtækið hafi getu til að framleiða meira, fengi það meira úrgangsvax. Afleit staða í þessum málaflokki Landsmenn eru ekki ýkja duglegir að skila inn kertaafgöngum, slíkt er þó í boði víða, m.a. á öllum grenndarstöðvum á Akureyri, hjá Endurvinnslunni við Furuvelli og að Réttarhvammi. Jón segir að einungis um það bil 6,5 til 7 tonnum sé skilað inn á hverju ári, sem er afskaplega lítið magn miðað við það sem fer til urðunar. Akureyringar og nærsveita- menn skila árlega um það bil 1,8 tonnum, en um 4 tonn af afgangs- vaxi kemur af höfuðborgarsvæðinu, þar sem þessi úrgangur er þó ekki flokkaður sérstaklega líkt og norðan heiða. „Því miður er staðan í þessum málaflokki afleit, við urðum allt of mikið, eða um 150 tonn á ári, þetta er unnin hörð olía sem er mjög lengi að eyðast í náttúrunni, eða um það bil 80 ár,“ segir Jón og vill fyrir alla muni að landsmenn taki sig saman í andlitinu og geri verulega bragarbót á. – Sjá nánar bls. 7 /MÞÞ 30 48 Öll kerti sem framleidd eru hjá PBI eru handdýfð og endast lengur en mörg önnur. Þorsteinn Magnússon sér um það verk. Mynd / MÞÞ Teikning / Þorsteinn Davíðsson 24 Með 300 fjár á fóðrum, stunda fiskirækt og loftþurrka kjöt Spunnið í öllum regnbogans litum Í skjóli trjánna undir vindbörðu fjalli Ingólfs
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.