Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Ég glími við talsvert alvarlegt tilvistarlegt vandamál – og ekki segja að það séu engin vanda- mál, bara verkefni. Ég á lítinn bakgarð við litla húsið mitt. Ég nýt þess að vera í honum og dunda þar gjarnan frá vori og fram á haust. Brýt fáeina fermetra lands undir jarðrækt, snyrti beð og trjágróður og sýsla eitt og annað í matjurtarræktun – sem er raunar mitt aðaláhugamál í garðvinnunni. Þótt ég sé ekki með umfangsmikla ræktun þá þykir mér vænt um það sem ég reyni að fá til að vaxa þar – og get verið nokkuð smásmugulegur á stundum. Áður undi ég sæll alla daga við þessa iðju mína, jafnvel þótt það væri hávær smáhundur í næsta húsi sem gjammaði við minnstu hreyfingu. Tilvistarlegt vandamál mitt nú – mín þungbæra angist – lýtur að tilvist tveggja katta hvor sínum- megin við minn ástkæra bakgarð. Það er mitt kattafár. Getur það bara talist eðlilegt að þeir valsi um minn garð eins og þeim hentar? Líklega er best að taka það fram að mér er alls ekkert illa við ketti í sjálfu sér, mér finnast þeir á engan hátt fjandsamlegir í sjálfu sér og ég raunar dáist að fegurð þeirra og tíguleika – fjarri mínum bakgarði. Veikur máttur aumkunarverðs manns Maður verður bara svo átakanlega aumkunarverður þegar reynt er af veikum mætti að fæla þá í burtu. Þá fær maður þetta tillit; þá er starað á mann tómum en þó hvössum augum – af fullkomnu fálæti – áður en þeir laumast burt, undir girðinguna. Hvað á maður að gera? Þegar ég afhenti nágranna mínum köttinn síðasta sumar og sagði að ég hefði fundið köttinn hans í garðinum mínum benti hann mér á að henda honum bara næst yfir girðinguna eða sprauta á hann vatni. Garðslöngubyssan er ekki góður kostur – ekki handhæg eins og háttar til í garðinum. Kunningi minn glímir við sama vandamál. Hann er róttækur í sínum aðgerðum, smíðar sér vopn í baráttunni – teygjubyssu. Við eigum skap saman og deilum áhuga á ýmsu, meðal annars smáfuglum og matjurtum. Hann hefur boðist til að smíða handa mér byssu og ég hef nýlega laumast til að gæla við tilhugsunina. Það var þegar ég sá fótspor eftir kött í beðinu þar sem ég sáði fyrir gulrótum og ekki hefur orðið vart við spírur ennþá. Ég fæ hins vegar strax samviskubit því ég get ekki fengið mig til að meiða dýr. Ég sit uppi með vandamálið, sem er þó líklega bærilegra en tóbaksreykjarbrælan sem leggur yfir garðinn á góðviðrisdögum frá nágrönnum mínum. /smh STEKKUR Sumarið er tíminn söng Bubbi og það eru orð að sönnu hjá Árna Baldurssyni hjá Laxá, en hann opnaði Blöndu um daginn, en nokkrum dögum seinna var hann kominn til Rússlands að veiða og er þar núna. „Veiðin gengur vel,“ sagði Árni sem er að veiða stórfiskinn í ánni Kola í Rússlandi, en þar hefur hann veitt oft áður. Næsti áfangastaður hjá Árna er í Stóru-Laxá í Hreppum sem hann opnar 27. júní og þar er komið mikið af laxi. „Við kíktum og það var mikið af fiski,“ sagði Tómas Sigurðsson um stöðuna í Stóru Laxá. Árni Baldursson: Þeytist á milli heimshluta Verulega fallegt við Fögruhlíðarós Fögruhlíðará, eða Fögruhlíðarós, er austast í Jökulsárhlíð og til- heyrir Ketilsstöðum. Þarna er mjög fagurt umhverfi og vegslóði liggur að ánni frá þjóðveginum. Erlendir veiðimenn sem voru þarna fyrir nokkrum árum sögðu að þetta væri eins og á tunglinu, fegurðin er stórskostleg. „Ég var að leiðsegja fjórum veiðimönnum í Fögruhlíðará um daginn og við lentum held- ur betur í bingói!“ sagði Árni Kristinn Skúlason, sem finnst fátt skemmtilegra en að veiða silung. „Dagurinn byrjaði rólega og var smá kropp en síðan allt í einu fór bleikjan að taka grimmt og náðum við 22 bleikjum á land ásamt 2 sjóbirtingum. Allt spikfeitir og fallegir fiskar. Fiskurinn leit ekki við öðru en þyngdri Heimsætu og tókum við alla á hana. Allir fisk- arnir fengust í ósnum,“ sagði Árni Kristinn enn fremur. NYTJAR&VEIÐI Gunnar Bender gunnarbender@gmail.com Mynd / Árni Kristinn Það voru nokkrir aðilar að veiða frá þeim veiðifélögum sem eiga veiðirétt í Hlíðarvatni í Selvogi þegar boðið var frítt að veiða í vatninu. Eggert Sk. Jóhannesson kíkti í veiði í Hlíðarvatn þá og sagði menn vera að fá einn og einn silung en veiðin hefði mátt vera betri. „Ég var mættur við vatnið klukk- an tíu í morgun og var að veiðum í nágrenni við veiðihús Stakkavíkur. Ég var með netta flugustöng og notaði þessar klassísku flugur fyrir Hlíðarvatn. Auk þess tók ég með um hálfrar aldar gamlar flugur sem ég nota alltaf í veiði til heiðurs afa heitnum, Eggerti Skúlasyni frá Patreksfirði, en hann hefði orðið 100 ára á næsta ári. Flugurnar hans klikka aldrei þótt áratugirnir líði enda standast bæði handbragðið og snilldin á bak við hnýtingarnar tímans tönn. Vatnið var frekar kalt en það var sól og lofthiti var 16–17 gráð- ur þegar heitast var og því fínt að viðra sig í fallegu umhverfi og taka rykið af græjunum. En svo eru aðrir veiðitúrar framundan í sumar og þar eru mest spennandi Selá og Laxá í Aðaldal þar sem þeir stóru halda sig – tuttugu plús. Við höfum kynnst þeim vel og við erum fáeinir vinir sem komum þar árlega saman og eigum þar frá- bærar stundir og þegar að sett er í hann, þá er varla til meiri gleði og ánægja.“ Margir mættu að veiða við Hlíðarvatn, vatnið er skemmtilegt og veiðivon töluverð. Hlíðarvatn er eitt fengsælasta veiðivatn landsins. Hlíðarvatn í Selvogi Fóru á kostum á tveimur veiðisvæðum Veiðisumarið byrjaði með látum hjá þeim Andreu Ósk Hermannsdóttur og Hilmari Þór Árnasyni. Fyrst við opnun Þverár í Borgarfirði þar sem þeir lönduðu saman af stakri snilld laxi í Kirkjustreng. Daginn eftir voru þau aftur mætt með stöngina og renndu fyrir laxa í Brennunni í Borgarfirði. Það veiddust fjórir fiskar þar, svo sumarið byrjar með látum hjá þeim eins og víða í veiðinni. Hver veiðiáin af annarri er opnuð þessa dagana og Norðurá, Þverá og Blanda standa sig vel. Þá heldur fjör- ið áfram á Urriðafossi í Þjórsá. Mynd / Árni Kristinn Flott veiði á Hellishólum ,,Þetta var fín veiði og flottir fiskar, krakkarnir stóðu sig vel að veiða,“ sagði Hlynur Morthens, markmaðurinn snjalli hjá Íslandsmeisturum Vals. Hann var á veiðislóð fyrir fáum dögum með börnin og veiðin var fín. „Við vorum á Hellishólum, síðan var gert að fiskum og hann borðaður með bestu lyst, skal ég segja þér. En þetta voru þau Adam, Marta og Ragnheiður Sara. En fiskinn veiddu þau í Þveránni,“ sagði Hlynur. Mynd / Hlynur Kattafár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.