Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 1
12. tölublað 2017 ▯ Fimmtudagur 22. júní ▯ Blað nr. 493 ▯ 23. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Fósturvísar af Aberdeen-Angus holdanautgripum frá Noregi voru teknir í maí sl. og stefnt er á að þeir verði settir upp í íslenskar kýr í nýrri einangrunarstöð Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands á Stóra-Ármóti í Flóa í september nk. Gangi það eftir koma fyrstu kálfarnir í heiminn vorið 2018. Upphaflega var gert ráð fyrir að fluttir yrðu inn 40 fósturvísar fyrir 16–20 kýr en alls náðust 55 fósturvísar frá tveimur búum í Noregi í maí. Fósturvísarnir eru undan þremur nautum og sjö kvígum; kvígurnar eru undan fjórum nautum. Miklar heilbrigðiskröfur Nú eru fósturvísarnir í sóttkví en minnst 60 dagar þurfa að líða frá því að fósturvísarnir eru teknir, þangað til þeir eru settir upp í fósturmæður, samkvæmt heilbrigðiskröfum. „Venjuleg heilbrigðisvottorð, fyrir t.d. sæði, gera ráð fyrir mánaðarbið en þar sem heilbrigðiskröfur innflutningsins eru gríðarlega miklar þá eru allir tímafrestir tvöfaldaðir,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson búfjárerfðafræðingur. Á meðan verður grannt fylgst með gripunum og litið er eftir minnstu sjúkdómseinkennum. „Ef eitthvað kemur upp á meðan á þessu tímabili stendur verða fósturvísarnir ekki notaðir. Varúðarráðstafanirnar snúast allar um að fyrirbyggja eins og mögulegt er að þessu fylgi nokkur einasta áhætta varðandi sjúkdóma í íslensku búfé,“ segir Baldur Helgi. Sýklalyfjanotkun hvergi minni Næsta skref er að Nautgripa- ræktarmiðstöð Íslands (NautÍs) sækir formlega um heimild til Matvælastofnunar til innflutningsins en fyrir liggja meðmæli Fagráðs í nautgriparækt fyrir innflutningnum. Samkvæmt reglugerð um innflutning erfðaefnis holda- nauta og kröfur um útbúnað einangrunarstöðva nr. 850/2015, með síðari breytingum, er einungis heimilt að flytja inn erfðaefni frá Noregi. Sú skipan byggist alfarið á þeirri staðreynd að heilsufar nautgripa í Noregi er með því besta sem þekkist í heiminum. Sýklalyfjanotkun í landbúnaði er til að mynda hvergi minni en þar. Einangrunarstöð í byggingu Þá eru byggingaframkvæmdir á Stóra-Ármóti í fullum gangi. Samkvæmt upplýsingum frá Sveini Sigurmundssyni, framkvæmda - stjóri NautÍs, og Búnaðar- sambandi Suðurlands, er grunnur og haugkjallari nýrrar einangrunar- miðstöðvar tilbúnir og verið er að steypa veggi. Angus-kynið er að sögn Baldurs harðgerðir gripir sem henta vel, þar sem búskapur byggir á nýtingu beitar og gróffóðurs. Við val á nautum var lögð áhersla á góða móðureiginleika (mjólkurlagni og léttan burð) og mikil kjötgæði; meyrt og fitusprengt kjöt. /ghp 55 fósturvísum af nautgripum af Aberdeen-Angus-kyni verða settir upp í íslenskar kýr í september: Fyrstu naut af nýjum stofni væntanleg í vor Sigurður Sigurðarson dýralæknir mun á næstu tveim mánuðum aka um landið ásamt konu sinni, Ólöfu Erlu Hall- dórsdóttur, til að athuga merkingar á miltisbrandsgröfum sem hann hefur vitneskju um. Einnig mun hann merkja – Sjá nánar á bls. 4 Mynd / HKr. Magni Þór Pálsson, sérfræðingur í kerfis þróun og verkefnastjóri rannsókna á þróunar- og tækni- sviði Landsnets, segir að viðrað- ar hafi verið hugmyndir, innan Landsnets um að styrkja flutnings- kerfi raforku með nýrri tengingu á milli Suðurlands og Norðurlands um Sprengisand. Annaðhvort með riðstraums-jarðstreng á hluta leiðarinnar eða jafnstraumsstreng í jörðu alla leið. Varðandi línulögn yfir Kjöl og Sprengisand hafa menn verið að skoða möguleika á að leggja þar 400 kV línu sem anna myndi veru- lega aukinni orkuþörf til langrar framtíðar, eins og fram kemur í Kerfisáætlun Landsnets 2016–2025. Áætlað er að jafnstraums-jarðstreng- ur alla leið yfir Sprengisand myndi kosta um 40 milljarða króna á meðan loftlína (riðstraums) sömu leið myndi kosta um 15 milljarða. Hins vegar hafa menn einnig verið að skoða þann möguleika að leggja einungis jarðstreng (riðstraums) yfir það svæði þar sem mikið víðsýni er á hálendinu og loftlínur yrðu mjög áberandi, allt að 50 km leið. Restin yrði svo með loftlínum. Talið er að slíkur kostur gæti kostað um 18–20 milljarða króna. /HKr. – Sjá umfjöllun á bls. 20–21 Mynd / HKr. Jarðstrengur yfir Sprengisand . 18 gegn sumar exemi Ræktun Inkakorns 22 Nauðsynlegt að meiri sátt 28–29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.