Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Nú eru margir bændur komn- ir í heyskap og þurfa að aka heyrúllum sínum heim á vagni. Flestir heyvagnar eru óskráðir og margir án bremsubúnaðar og ljósa. Með tilvísan til dóms við Héraðsdóm Suðurlands frá 1. nóvember síðastliðinn var maður dæmdur fyrir að vera á dráttar- vél með óskráðan vagn yfirhlað- inn og bremsulausan. Samkvæmt lögum má óskráður vagn eða kerra aldrei vera þyngri en 750 kg en í áðurnefndum dómi var heildar- þyngd vagns 11.650 kg. Því var áðurnefndur vagn 1.553,3% yfir leyfilegri þyngd. Af þessum sökum vil ég benda mönnum á að kynna sér hvað má og má ekki hjá sínum sýslumanni til að forðast óþarfa sektir og óþægindi. Hvað má sýslumaður leyfa? Eflaust er það mat hvers sýslu- manns hvað hann má leyfa og ekki, en þess eru dæmi að menn þurfi að flytja heyrúllur um langan veg og veit ég dæmi um bónda sem þarf að fara um 60 km vegalengd og yfir tvær heiðar að fara á vestfirskum þjóðvegum. Það er kannski spurn- ing um að fá skriflegt leyfi fyrir svona flutningum með óskráðan vagn, en þess eru dæmi að sýslu- menn hafi gefið út ökuskírteini til að aka innan sýslu manni sem hefur verið sviptur ökuréttindum. Svoleiðis ökuleyfisbréf hef ég séð einu sinni, að vísu frá 1958, sem gefið var út handa starfs- manni ónefnds ríkisfyrirtækis í Þingeyjarsýslu. Lausn á óskráðum vögnum, „vagnavandamálið“ ætti að vera auðveld að leysa Persónulega tel ég að það ætti að vera auðvelt að leysa vandamál vegna óskráðra vagna. Í Sviss er sá sem á marga bíla bara með eitt sett af númeraplötum sem hann fer með á milli bíla og má hann einn aka á því númeri. Ef hvert bændabýli fengi eina númeraplötu (sér lit svipaða og bílaumboð hafa til að keyra nýja bíla til umboðs og í skráningu). Númerið er skráð á býlið og er ætluð aftan á það sem hengt er aftan í dráttarvél- ar s.s. vagna, rúlluvélar eða annað sem þarf að draga sem tengist býlinu. Einföld lausn sem ætti að vera lítið mál að framkvæma. Smá reynslusaga um kerrur Kerra sem hengd er aftan í bíl og er hlaðin mikið og vitlaust getur auðveldlega sett bílinn út af vegi eða velt bílnum. Þegar búið er að tengja bíl við hlaðna kerru og bíllinn fer niður eða upp um meira en fimm sentímetra er hætta á ferðinni. Þegar fjöðrun bílsins er orðin svona skekkt er hætta á að kerran byrji að sveifla bílnum til og frá og getur auðveldlega hent bílnum út af veginum, yfir á næstu akrein í veg fyrir umferð sem kemur á móti. Í verstu tilfellum hefur þetta sett bíla á hvolf. Til að forðast þetta þarf að passa að kerran sé rétt hlaðin, hraði ekki of mikill og mikið atriði er að loft í hjólbörðum á bíl og kerru sé rétt. Byrji bíll að rugga vegna kerruþunga þarf að passa upp á að bremsa ekki of skarpt, hægja á rólega og passa upp á að halda hraða undir þeim hraða sem kerra byrjar hliðarruggið. Að lokum; leggið aldrei af stað með kerru öðruvísi en að passa að farmurinn fari ekki af stað ef þú þarft að nauðhemla. Slæmur frá- gangur farms á kerrum er helsta ástæða tjóns og slysa þegar um kerrudrátt er að ræða. Kæri sýslumaður, eða háttvirtur sýslumaður, má ég ...: Óskráðar kerrur og vagnar Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is MINNI ÁVÖXTUR SKJÓTUR ERGJA GRIPUR STÓ ÞUSA KVERKFÆRI L A U F H A M A R LLÆNA Æ K U R PLANTASPIL M U R A ASEYTLA G A Á V A N I U R R A R I ÞANGAÐ TIL STEFNUR U N S GUFU- HREINSA ÖNUGUR Í RÖÐ Ý F I N N GREMJASTEINNIG S Á R N A TVEIR EINSSTIRÐBUSI U FISKUR MIS- MUNANDI KÆKUR SKAP- RAUNA S E R M I MÆLI-EINING FÍNTHLJÓÐFÆRI G O T T SJÁ EFTIR MOKA ÁTTBLÓÐVATN K I S I VIRKIÁMU B O R G ÆTTGÖFGIDVALDIST T I G NKÖTTUR Ó M GLÁPATEYGJAST S T A R A LOFTALYF V I Ð R AHLJÓM G A T SARGÞYNGJAST U R G BRAKASÆLGÆTI M A R R A BLAÐAHOLA A ÓNNSKYNFÆRI O F N LEYSIR E T E R KRAFTURFRUMEIND A F L R E G I N VÍSA LEIÐSTILLA L Ó Ð S A SAMTÖK UPP- HRÓPUN A AÆSIR D Y N T U R SNÁÐAÍ RÖÐ P A T T A FÆDDI UTIKTÚRA Í S R A A F N A MERGÐ L Ó A T U A S L SAFNA SAMAN OFNEYSLA S Ó M H A Ó L F A RÍKI Í ARABÍU VÆTULAUS 62 GNÍSTA ÁVÖXTUR HVIÐA HERMA FRÁBÆR ÞRÁ-STAGAST AUSTUR- ÁLFA ÞVERPOKI GLEIKKA ÆÐA- SLÁTTUR ÆTTGÖFGI KLAKA ELLEGAR JAFN- FRAMT KVK. NAFN GLJÁI SPRIKL FREMJA ÁTT MÁLMUR TVEIR EINSPÍSKRA GATA LJÓMI HÖFÐI ESPAST KÚNST HÓFDÝR REIÐUR GINNA BRASKASTRÝTA FESTA HÆTTA LÆRLINGUR FRÁ ÞYRFTI DANS BYLGJAST ILMUR MÆLI- EINING TVEIR EINS HYLLI TALA ÓGREIDDUR YRKJA SPAUGSTARFS-GREIN BORÐAÐI FJALLSNÖF SPÍRA MEGIN GÓL NABBI STARTA NÆRA AUR SAMTÖK REGLA LÁRVIÐAR- RÓS ÍLÁT RÓMVERSK TALA ÓNEFNDURHVÍNA ÓSKERT VEIKJA TEYGJAST ELDSTÆÐI ÞANGAÐ TIL BÓK 63 Óásættanlegur frágangur ef þarf að nauðhemla er of algeng sjón í umferðinni þar sem kerrur eru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.