Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 FRÉTTASKÝRING Hugmyndir uppi um lagningu á jafnstraums- rafstreng í jörðu yfir Sprengisand – Myndi styrkja til muna öryggi raforkukerfisins Landsnet heldur uppi umfangs- miklu flutningskerfi raforku og var um síðustu áramót með 3.283 kílómetra í rekstri af loftlínum. Lengd jarð- og sæstrengja er þó aðeins um 251 kílómetri, en sífellt meiri pressa er á í samfélaginu að skipta út loftlínum fyrir jarðstrengi. Þar skortir hins vegar ákveðna stefnumótun af hálfu stjórnvalda, þó vissulega hafi verið tekið á því að einhverju leyti með þingsályktun um viðmið varðandi lagningu raflína. Magni Þór Pálsson, verkefnastjóri rannsókna á þróunar- og tæknisviði Landsnets, segir lagaákvæði, sem skipi rekstraraðilum dreifi- og flutningskerfanna hérlendis að setja jarðstrengi í forgang við lagningu raforkulína, fremur veikburða. Alþingi samþykkti í maí 2015 þingsályktun um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Í raforkulögum er vísað til þess að flutningsfyrirtækinu beri að taka tillit til stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins. Hann bendir á að Danir hafi staðið mjög framarlega á þessu sviði og verið með ákveðin og metnaðarfull markmið og sett sér skýra stefnu. Þeir hafi verið að skipta út loftlínum og leggja jarðstrengi í staðinn fyrir loftlínulagnir í sínum dreifi- og flutningskerfum, einkum á lægri spennum. Það hafi verið fjármagnað í gegnum gjaldskrá flutningsfyrirtækisins og hafin var vinna við þetta af krafti. Síðastliðið haust benti Evrópusambandið þeim á að fjármögnun af slíku tagi væri ekki í samræmi við ESB-reglur. Fjármagnið til slíks yrði að koma beint í gegnum fjárlög ríkisins en ekki í gegnum flutningsverð á raforku til neytenda. Líklegt má telja að vegna aðildar Íslands að EES-samningnum, þá gildi hið sama hér á landi og í Danmörku. Það getur sett Landsneti þröngar skorður í nýframkvæmdum við jarðstrengjalagnir. Átök um línulagnir Töluverð átök hafa verið á undan- förnum árum um lagningu rafstrengja og umhverfisverndarsamtök og í sumum tilfellum hafa landeigendur lagst hart gegn lagningu loftlína. Má þar nefna línulagnir frá nýju jarðhitaraforkuveri Landsvirkjunar við Þeistareyki vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka við Húsavík. Í dag, 8. júní, er eitt af þeim málum m.a. til meðferðar í Hæstarétti Íslands. Þá hafa verið átök og ágreiningur um línulagnir um Reykjanesskagann vegna iðnaðaruppbyggingar við Helguvík og fyrir almenna notkun. Sömu sögu hefur verið að segja varðandi fyrirhugaða eflingu raflínukerfis á Norður- og Norðausturlandi, milli Fljótsdals og Blönduvirkjunar. Heimildarmynd sem sýnd var í Sjónvarpinu nýlega lýsir vel afstöðu landeigenda í Skagafirði gegn áformum Landsnets um loftlínulagnir á því svæði. Ófullnægjandi byggðalína með of litla flutningsgetu Þrátt fyrir núverandi hring tengingu raforkukerfisins í landinu um svokallaða byggðalínu, þá er hún engan veginn fullnægjandi ef tryggja á stöðugleika og afhendingaröryggi í raforkukerfi landsmanna. Þar má nefna tvær megin ástæður. 1. Flutningsgeta byggðalínunnar er of lítil til að takast á við fyrirsjáanlega aukningu raforku notkunar og fram leiðslu og til að tryggja afhendingar- öryggi. 2. Stóru framleiðslu kerfin á Suðurlandi á Þjórsársvæðinu og víðar og á Austfjörðum (Fljótsdalsvirkjun) að nýta 220 kílóvolta (kV) flutningskerfi á meðan landsnetið sem tengir þau saman er aðeins með 132 kílóvolta línur. Þau eru því eins og tvær öflugur raforkueyjar með takmörkuðum tengingum á milli. Því er ekki hægt að miðla nægilegri orku milli þessara svæða ef eitthvað kemur upp, auk þess sem núverandi fyrirkomulag gerir þau berskjölduð fyrir truflunum. Nýlegt dæmi um bilun í iðjuveri í Hvalfirði, sem hafði þau áhrif að kerfið á Austurlandi sló út, sýnir þetta. Ekki hægt að keyra Blönduvirkjun á fullum afköstum Einn anga af vandanum við of litla flutningsgetu byggðalínunnar má glögglega sjá á Norðurlandi. Þar dugar 132 kV línukerfið ekki til að flytja þá orku sem mögulegt Myndir / HKr. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.