Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Um 25 manns frá Landgræðslu- félagi Hrunamanna fór í sína árlegu landgræðsluferð í Hrunamannaafrétt í júní. Tilgangurinn var að dreifa 600 kg af fræi og 30 tonnum af áburði á illa farið land í afréttinni og dreifa úr 29 gömlum heyrúllum til að loka fyrir rofabörð. Markmiðið er að stöðva rof, hindra frekari jarðvegseyðingu og bæta gróðurframvindu á svæðinu. Landgræðslufélag Hrunamanna er tíu ára í ár en á síðasta ári hlaut það landgræðsluverðlaunin fyrir öflugt starf sitt. Farsælt sjálfboðaliðastarf „Við vinnum allt í sjálfboðavinnu. Bændur koma með áburðardreifara og félagið kaupir áburð með styrk sem það fær frá Landbótasjóði Landgræðslunnar. Landgræðslan skaffar okkur síðan fræ sem við dreifum á þá staði sem helst er þörf á,“ segir Esther Guðjónsdóttir, bóndi á Sólheimum, en hún er formaður Landgræðslufélags Hrunamanna. „Síðan förum við með heyrúllur á þá staði sem ekki er gott að koma traktorum með áburðardreifara að og lokum rofabörðum með göml- um heyrúllum. Reyndar vantar okkur heyrúllutætara til að nýta betur heyrúllurnar en við stefnum á að fjárfesta í slíku tæki,“ segir hún. Landgræðslufélagið tekur auk þess þátt í þriggja ára tilraunaverkefni með Landgræðslunni við uppgræðslu á 60 hekturum á Melrakkamel. Miklar breytingar á 5 árum Hrunamannaafréttur er tæplega 101.850 ha stórt landflæmi; í austri afmarkast hann af Stóru-Laxá og af Hvítá og Jökulfalli í vestri og nær að Hofsjökli í norðri. Landgræðsla hefur verið stunduð í um helming afréttarinnar í áratugi. Esther segir miklar breytingar hafa orðið á svæðinu á síðastliðnum 5 árum. „Hlýnandi veðurfar og fækkun fjár á svæðinu er að verða til þess að landið er að gróa upp, jafnvel sjálfkrafa á svæðum sem við höfum ekki unnið á,“ segir hún. Um 6.000 fjár eru í afréttinni á sumrin en fjöldi þeirra hefur fækkað um helming frá því þegar mest var. /ghp Landbætur í Hrunamannaafrétt – Hlýnandi loftslag og minni beit hafa sýnileg áhrif á gróðurframvindu FRÉTTIR Landgræðslan útvegaði Landgræðslufélagi Hrunamanna 600 kg af fræi til að dreifa í Hrunamannaafrétt. Frá vinstri: Ragheiður Hallgrímsdóttir á Sólheimum, Esther Guðjónsdóttir á Sólheim um, Bjarni Valur Guðmundsson á Skipholti og Magnús Loftsson í Haukholtum. Myndir / Áskell Þórisson Lokað var fyrir rofabörð með gömlum heyrúllum. Um 25 manns létu til sín taka í landgræðsluferðinni að þessu sinni. Hér er hluti hópsins. Frá vinstri: Þröstur í Birtingaholti, Eiríkur á Grafarbakka, Ragheiður í Sólheimum, Esther í Sólheimum, Páll á Núps túni, Daði Geir í Bryðjuholti, Þórunn í Bryðjuholti, Linda í Bryðjuholti, Samúel í Bryðjuholti, Hjörný í Skipholti, Bjartur í Skipholti, Arnór í Skipholti, Valný í Skipholti, Karl í Skipholti, Lilja á Flúðum, Magnús í Haukholtum, Benedikt í Auðsholti, Bjarni Valur í Skipholti, Jóhann á Sólheimum og Sigurður á Högnastöðum. Fyrir ofan: Ragnheiður Hallgrímsdóttir á Sólheimum Til vinstri: Um 30 tonnum af áburði var dreift að þessu sinni. Eiríkur Kristófers- son á Grafar- bakka undirbýr áburðardreifar- ann. Ásýnd afréttarins hefur breyst mikið á undanförnum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.