Bændablaðið - 22.06.2017, Side 10

Bændablaðið - 22.06.2017, Side 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Um 25 manns frá Landgræðslu- félagi Hrunamanna fór í sína árlegu landgræðsluferð í Hrunamannaafrétt í júní. Tilgangurinn var að dreifa 600 kg af fræi og 30 tonnum af áburði á illa farið land í afréttinni og dreifa úr 29 gömlum heyrúllum til að loka fyrir rofabörð. Markmiðið er að stöðva rof, hindra frekari jarðvegseyðingu og bæta gróðurframvindu á svæðinu. Landgræðslufélag Hrunamanna er tíu ára í ár en á síðasta ári hlaut það landgræðsluverðlaunin fyrir öflugt starf sitt. Farsælt sjálfboðaliðastarf „Við vinnum allt í sjálfboðavinnu. Bændur koma með áburðardreifara og félagið kaupir áburð með styrk sem það fær frá Landbótasjóði Landgræðslunnar. Landgræðslan skaffar okkur síðan fræ sem við dreifum á þá staði sem helst er þörf á,“ segir Esther Guðjónsdóttir, bóndi á Sólheimum, en hún er formaður Landgræðslufélags Hrunamanna. „Síðan förum við með heyrúllur á þá staði sem ekki er gott að koma traktorum með áburðardreifara að og lokum rofabörðum með göml- um heyrúllum. Reyndar vantar okkur heyrúllutætara til að nýta betur heyrúllurnar en við stefnum á að fjárfesta í slíku tæki,“ segir hún. Landgræðslufélagið tekur auk þess þátt í þriggja ára tilraunaverkefni með Landgræðslunni við uppgræðslu á 60 hekturum á Melrakkamel. Miklar breytingar á 5 árum Hrunamannaafréttur er tæplega 101.850 ha stórt landflæmi; í austri afmarkast hann af Stóru-Laxá og af Hvítá og Jökulfalli í vestri og nær að Hofsjökli í norðri. Landgræðsla hefur verið stunduð í um helming afréttarinnar í áratugi. Esther segir miklar breytingar hafa orðið á svæðinu á síðastliðnum 5 árum. „Hlýnandi veðurfar og fækkun fjár á svæðinu er að verða til þess að landið er að gróa upp, jafnvel sjálfkrafa á svæðum sem við höfum ekki unnið á,“ segir hún. Um 6.000 fjár eru í afréttinni á sumrin en fjöldi þeirra hefur fækkað um helming frá því þegar mest var. /ghp Landbætur í Hrunamannaafrétt – Hlýnandi loftslag og minni beit hafa sýnileg áhrif á gróðurframvindu FRÉTTIR Landgræðslan útvegaði Landgræðslufélagi Hrunamanna 600 kg af fræi til að dreifa í Hrunamannaafrétt. Frá vinstri: Ragheiður Hallgrímsdóttir á Sólheimum, Esther Guðjónsdóttir á Sólheim um, Bjarni Valur Guðmundsson á Skipholti og Magnús Loftsson í Haukholtum. Myndir / Áskell Þórisson Lokað var fyrir rofabörð með gömlum heyrúllum. Um 25 manns létu til sín taka í landgræðsluferðinni að þessu sinni. Hér er hluti hópsins. Frá vinstri: Þröstur í Birtingaholti, Eiríkur á Grafarbakka, Ragheiður í Sólheimum, Esther í Sólheimum, Páll á Núps túni, Daði Geir í Bryðjuholti, Þórunn í Bryðjuholti, Linda í Bryðjuholti, Samúel í Bryðjuholti, Hjörný í Skipholti, Bjartur í Skipholti, Arnór í Skipholti, Valný í Skipholti, Karl í Skipholti, Lilja á Flúðum, Magnús í Haukholtum, Benedikt í Auðsholti, Bjarni Valur í Skipholti, Jóhann á Sólheimum og Sigurður á Högnastöðum. Fyrir ofan: Ragnheiður Hallgrímsdóttir á Sólheimum Til vinstri: Um 30 tonnum af áburði var dreift að þessu sinni. Eiríkur Kristófers- son á Grafar- bakka undirbýr áburðardreifar- ann. Ásýnd afréttarins hefur breyst mikið á undanförnum árum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.