Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 þau húsakynni sem byggð voru upp í kringum árið 1950, íbúðarhúsið er til að mynda frá þeim tíma en á því hafa verið gerðar gagngerar endurbætur. Elsti hluti fjóssins er einnig frá þeim tíma, en þar hafa þau Ævar og Elín nú komið fyrir nýjum mjaltaþjóni. „Þetta er trúlega elsta mjalta- þjónafjós landsins!“ segir hún. Byggt hefur verið við fjósið og hlöð- una, en þau hjón hafa í sinni búskap- artíð ekki byggt á jörðinni nýtt hús, en staðið fyrir umfangsmiklum breytingum á öllum útihúsum. „Við ákváðum fyrir tveimur árum að gera breytingar á okkar fjósi. Bæði var að við vildum bæta vinnuaðstöðu og ekki síður var þá að taka gildi ný aðbúnaðarreglugerð sem án aðgerða hefði orðið til þess að við hefðum þurft að úrelda fjósið. Það var því að hrökkva eða stökkva, fara út í breytingar eða hætta búskap. Sú leið sem varð ofan á hjá okkur var að fá til liðs við okkur ráðagóða smiði og gera nauðsynlegar breytingar á þeim húsakosti sem fyrir var. Við tókum nýtt endurbætt fjós í notkun í lok árs 2015 og teljum að vel hafi tekist til. Nú erum við hér með lausagöngu fyrir kýrnar, þær eru 70 talsins og eins er hér upp- eldisaðstaða fyrir annan eins hóp af kvígum. Þessi húsakynni passa ágætlega fyrir einn mjaltaþjón, allt undir einu þaki,“ segir Elín. Mjaltaþjónninn virkar vel Við kaup á mjaltaþjón varð GEA róbót frá Líflandi fyrir valinu og segir Elín marga hafa orðið undr- andi á því vali, enda sá fyrsti sinnar tegundar sem tekin var í notkun hér á landi. „Það urðu margir hissa og fannst við taka áhættu með því að kaupa þessa tegund sem ekki hafði áður sést á Íslandi. Hann er hins vegar algengur í Hollandi þaðan sem hann er og hefur gefið þar góða raun. Það lá beint við þar sem Jóhann var að taka við þjónustu þessara mjalta- þjóna að ríða á vaðið. Okkar reynsla af honum er góð, hann hefur virkað vel, nytin hefur aukist í kúnum og við erum sátt,“ segir hún. Mikil fjárfestingarþörf Elín segir mikla uppbyggingu í gangi hjá kúabændum um allt land í kjölfar hertra aðbúnaðarreglugerða og ljóst að mörg fjós verða úreld á næstu árum. „Bændur eru ekki að leggja árar í bát, í flestum tilvikum eru þeir að stækka við sig samhliða því að byggt er upp. Við munum ótrauð halda áfram að framleiða alla þá mjólk sem þörf er fyrir á innan- landsmarkaði og vel það. Sjálf erum við ekki með áætlanir um stækkun á okkar búi. Ætlum að sjá til hvernig hlutirnir þróast á næstu árum. Við erum fremur landlítil hér í Fellshlíð eins og gildir um marga á okkar svæði og þurfum að leigja tún til að heyja. Það setur auðvitað sitt strik í reikninginn þegar að áformum um stækkun kemur.“ Elín segir fjárfestingarþörf í greininni mikla. Það sjáist til að mynda glögglega á þeim fjölda sem sótti um fjárfestingarstyrk nýverið. Sótt var um alls 7 millj- arða króna en í pottinum sem til úthlutunar var voru 200 milljón- ir króna. „Það kæmi sér langbest fyrir þessa atvinnugrein líkt og aðrar sem og heimilin í landinu að vextir lækkuðu, þannig gæti eðlileg upp- bygging átt sér stað,“ segir hún. Nauðsynlegt að meiri sátt ríki um landbúnaðinn Að mati Elínar er nauðsynlegt að meiri sátt ríki um landbúnað en nú er. Þykir henni athyglisvert hversu mjög stjórnvöldum er í mun að grafa undan atvinnugreininni og stilla bændum og afurðastöðvum upp sem höfuðandstæðingum neytenda á Íslandi. Þar nefnir hún m.a. frum- varpsdrög sem landbúnaðarráðherra kynnti fyrr á þessu ári, sem ef tækju gildi myndu kollvarpa því kerfi sem nú er unnið eftir. „Það kerfi hefur verið til mikilla hagsbóta, bæði fyrir bændur og neytendur og því veltir maður fyrir sér hvað ávinnst með því að kollvarpa því. Mitt mat er, og ég veit að fleiri eru mér sammála, að núverandi kerfi hefur gengið vel og því þykir manni furðulegt að rífa þurfi það niður.“ Norska kerfið síst einfaldara en það íslenska Elín nefnir að hún hafi tekið þátt í ferð til Noregs sem farin var sér- staklega í því skyni að kynna sér hvernig landbúnaðarkerfið virkar þar í landi. Hún nefnir að landbún- aðarráðherra hafi tíðum vísað til þess kerfis í rökstuðningi sínum vegna frumvarpsdraganna. „Það er nú skemmst frá því að segja að kerfið um norskan land- búnað er síst einfaldara en það sem í gildi er hér á landi. Hins vegar virðist ríkja um það meiri sátt, bæði, fannst mér, milli bænda og afurðastöðva og eins milli þeirra bænda sem vinna eftir því og stjórnvalda. Það er í gildi kvóta- kerfi í mjólkurframleiðslunni og ég skynjaði að bændum þykir af því ákveðið öryggi og innan þess fá þeir einnig viðunandi verð fyrir sínar afurðir. Í Noregi starfar mjólkuriðnaðurinn eftir ákveðn- um undanþágum frá samkeppn- islögum líkt og hér á landi, en þarf ekki að þola stöðugt áreiti Samkeppniseftirlits eins og lenska er á Íslandi, Mjólkursamsölunni hefur verið haldið í gíslingu um margra ára skeið og engu er líkara en Samkeppniseftirlitið hafi skrifað þau frumvarpsdrög sem ráðherra kynnti fyrr á árinu. Þetta hefur allt kostað okkur óhemju fjárhæðir sem nýta hefði mátt á uppbyggi- legri hátt.“ Elín hefur sem fyrr segir setið í stjórn MS og Auðhumlu undanfarin 5 ár og var áður, eða frá árinu 2006, í fulltrúaráði MS. „Það var skorað á mig að bjóða mig fram og ég varð við því, komst inn í stjórn og hef átt þar sæti hin síðari ár. Þetta hefur verið lærdómsríkur tími, gaman að taka þátt í þessu starfi, en ég get ekki sagt að alltaf sé gaman, sjón- armiðin eru misjöfn og oft fylgja mikil átök, fyrirtækið hefur sætt árásum og orðið fyrir neikvæðri gagnrýni og lítt uppbyggilegri,“ segir hún. Hagræðing upp á 3 milljarða hefur skilað sér til neytenda Elín segir mjólkuriðnaðinn starfa með undanþágu frá samkeppnislög- um, svo hafi verið frá árinu 2003. Á þeim tíma hafi gríðarlega hag- ræðing átt sér stað sem skilað hafi um 3 milljarða króna ávinningi, þar sem 2 hafi skilað sér beint til neytenda og 1 til bænda. „Þessi undanþága frá samkeppn- islögum til samvinnu fyrir mjólkur- iðnaðinn var veitt vegna erfiðra skilyrða hér á Íslandi og til að koma upp hagkvæmri úrvinnslu. Bændur hafa sameinast um félag til að sækja mjólk inn í innstu firði og út á ystu nes og við henni taka framleiðslufyrirtæki í þeirra eigu sem ber skylda til að fram- leiða nauðsynlegar vörur innan ákveðinna verðtakmarkana. Ég held að flestum sé ljóst að verði undanþágan afnumin og algjörlega frjáls samkeppni tæki við leiddi það til hækkunar á mjólk- urvörum, landslagið í mjólkurfram- leiðslunni myndi einnig breytast, mjólk yrði eflaust einungis fram- leidd í námunda við þéttbýli þar sem starfandi væri afurðastöð. Baráttu Samkeppniseftirlits virðist þó hvergi nærri lokið. Kúabændum hefur fækkað umtalsvert á liðnum árum, á þremur áratugum úr 1.600 í tæplega 600 um þessar mundir. Störfum í fram- leiðslunni hefur fækkað um 30%, einkum vegna sameininga, krafna frá stjórnvöldum um hagræðingu og fjárfestingum í nýjum og sjálf- virkum tækjabúnaði. Hugum að kolefnisspori landbúnaðarins „Það er iðulega hart sótt að okkur bændum og að landbúnaði almennt, umræðan er oft neikvæð og svo virðist sem margir hafi horn í okkar síðu, það á m.a. við um verslunina en í þeim geira virðist mönnum meira í mun að flytja inn matvæli en nýta þau sem framleidd eru hér á landi. Nú er samkeppni að aukast og breytast á matvörumarkaði með til- komu Costco og að mínu viti ættu þeir sem fyrir eru að mæta þeirri samkeppni með því að standa með íslenskri framleiðslu og gera henni hátt undir höfði. Það gæti verið vopn í þeirri baráttu sem augljós- lega er framundan á matvörumark- aði,“ segir Elín. Elín nefnir einnig að nú sé lag að huga að kolefnisspori landbúnaðar- ins, þó svo að megnið af íslenskum landbúnaðarvörum hafi ekki líf- ræna vottun séu þær engu að síður mjög hreinar. „Það er ekki úr vegi fyrir neyt- endur að huga að því þegar þeir kaupa t.d. gulrætur hvort sé heil- næmara fyrir okkur og umhverfið, gulrætur ræktaðar hér með lítils háttar af áburði eða lífrænar gulræt- ur sem búið er að flytja yfir hálfan hnöttinn. Það er framtíðarverkefni okkar bænda að íhuga vandlega hvert skref með tilliti til kolefn- isspors.“ Gott tækifæri að sitja í endurskoðunarnefndinni Elín á einnig sæti í endurskoðunar- nefnd búvöru samninga, þeirri sem stofnuð var í vetur sem leið. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, skipaði Elínu í nefndina, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem tók við emb- ættinu við stjórnarskipti, vék henni úr nefndinni en óskaði að nýju eftir veru hennar þar. „Ég tók því, fannst tækifærið gott til að eiga samtal við aðra í nefndinni um stöðu mála og hvað gera mætti betur,“ segir hún og telur að nefndin muni þegar upp er staðið skila af sér góðu starfi. /MÞÞ Nauðsynlegt er að meiri sátt ríki um landbúnað en nú er. Elínu þykir athyglisvert hversu mjög stjórnvöldum er í mun að grafa undan atvinnugreininni og stilla bændum og afurðastöðvum upp sem höfuðandstæðingum neytenda á Íslandi. Elín með Kulda frá Fellshlíð. Hann er undan Dáfríði frá Hríshóli og Hágangi frá Narfastöðum. Elín segir að nú sé lag að huga að kolefnisspori landbúnaðarins, þó svo að megnið af íslenskum landbúnað- þær engu að síður mjög hreinar. „Það er framtíðarverkefni okkar bænda að íhuga vandlega hvert skref með tilliti til kolefnisspors.“ Elín og Ævar buðu sveitungum sín- um að líta inn og skoða fjósið og var myndin tekin við það tækifæri. Þau voru í hópi hinna fyrstu hér á landi til að taka í notkun GEA mjaltaþjón, en elsti sonurinn, Jóhann Jóhannesson, Elín hefur aðeins reynt fyrir sér á keppnisvellinum, hér er hún á Kulda á Mývatn Open sem haldið var á liðnum vetri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.