Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Eliza Reid forsetafrú mættu í opinbera heimsókn í Bláskógabyggð föstudaginn 9. júní en heimsóknin var í tilefni af 15 ára afmæli Bláskógabyggðar. Íbúar fjölmenntu hvarvetna sem forseta- hjónin komu við í heimsókn sinni. Ekki spillti hátíðinni að veðurguðirnir léku við afmælis- gesti Bláskógabyggðar. Forsetahjónin heiðruðu Bláskógabyggð á 15 ára afmælinu MÆLT AF MUNNI FRAM Nýr liðsmaður vísnaþáttarins, Lárus Jón Guðmundsson, fær afurðum sínum stað í þessum þætti. Lárus Jón er fæddur Hafnfirðingur, en móðurætt sína rekur hann að Stóra-Fjalli í Borgarfirði. Föðurættin er hins vegar að vestan frá Vinaminni í Bakkadal við Arnarfjörð. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur Lárus Jón efnað í og útgefið þrjár ljóðabækur, tvær þeirra ætlaðar börnum, „Fröken Kúla könguló og fleiri kvæði“ og „Ljúflingsljóð“, en sú þriðja „ Í Lárusarhúsi“ kom út á árinu 2011. Áhugasömum lesendum bendi ég á bækur hans vilji þeir frekar kynnast kveðskap þessa ágæta vísnasmiðs. Þær vísur Lárusar Jóns sem hér birtast eru ortar fyrir vísnakeppni sem efnt var til í tengslum við Sæluviku Skagfirðinga. Þar þræðir Lárus Jón sig gegn- um hið mikla sögusvið sem héraðið geymir: Hrærist allt af hófadyni, hóað snjallt í valnum. Auðnukalt er Arasyni innst í Hjaltadalnum. Forlög völdu fellið Sauða, feðgum köld var biðin. Konunghöldar dæmdu dauða, dýrðlingsöld var liðin. Augun slokkna, eggjar stála engum hnokka vægði. Högg á stokk í holti Skála höfðaflokkinn lægði. Moldarvöngum laugin líknar, ljóðin öngvum syngur. -Líkaböngin soninn sýknar- söngvinn Skagfirðingur. Hrærðist allt af hófadyni, hóað snjallt í valnum. Auðnuvalt var Arasyni, innst í Hjaltadalnum. Lokavísa síðasta þáttar var eftir Þorberg Þorsteinsson, þann lipra hagyrðing. Margar vísna hans urðu landsþekktar enda bráð- snjallar og hnyttnar. Næstu vísur eru eftir Þorberg: Dýrara en keypti síst ég sel, sumt því litlu nemur, mig langar oft að lifa vel og lifa þá heldur skemur. „Hin fornu kynni“ nefnir Þorbergur þessa alþekktu vísu sína: Oft eru dul og feimin fljóð fremst á hæfnisprófi. Þykir sumum syndin góð sé hún drýgð í hófi. Næstu sjö samstæðu vísur orti Þorbergur, og nefnir „Vísurnar hennar Stínu“: Þegar byrgir niðdimm nótt og næðingarnir hvína, mér finnst einhver mæla hljótt: „Má ég koma Stína“. Nú er frost og nepja um kinn, norðurljósin skína, ó, ég þrái ylinn þinn, ertu þarna, Stína? Svaraðu elska, ekkert hik, ástin kann að dvína, leyf mér aðeins augnablik upp í til þín , Stína. Þegar vetur þokast frá, það fer að birta og hlýna, eg vil planta, eg vil sá akurinn með þér, Stína. Þegar landið laugar sól og lokka vermir þína, broshýr leika um bala og hól börnin okkar, Stína. Þó að falli fölvi á kinn og fegurð snerti þína, veistu að ég er vinur þinn og verð það alltaf, Stína. Þegar allt er orðið hljótt eftir daga mína, lífs og dauða lokanótt lúri ég hjá þér, Stína. 180 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Hópur barna tók á móti forsetahjónunum í Aratungu með íslenska fánanum en í félagsheimilinu var haldin móttaka þar sem öllum íbúum var boðið að koma. Í Bláskógabyggð búa um þúsund manns. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson LÍF&STARF Leikskólabörn tóku á móti forsetahjónunum við Héraðsskólann þar sem þau sungu fyrir þau tvö lög. Mikil spenna var í hópnum enda ekki á hverjum degi sem börnin fá að syngja fyrir forseta lýðveldisins. Kúabúið á Hjálmsstöðum í Laugardal var heimsótt en þar er nýtt og glæsilegt fjós hjá þeim Daníel Pálssyni og Ragnhildi Sævarsdóttur. Eliza Reid hafði mun meiri áhuga á kálfunum á bænum en Guðni, enda úr sveit. Guðni var aldrei í sveit og segist ekki vera sveitamaður, íþróttir áttu hug hans allan á unglingsárunum. Sigurður Rafn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fontana, bauð forsetahjónunum upp á nýbakað rúgbrauð úr sandinum og hitanum þar niðri rétt við baðstaðinn. Íslenskt smjör og bleikja frá Útey var notað á brauðið. Forsetahjónin sögðust sjaldan eða aldrei hafa smakkað eins gott rúgbrauð. Í heilsugæslunni í Laugarási skrifaði Bláskóga- - félag við Embætti landlæknis. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra var viðstaddur, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni við undirritunina. Helgi Kjartansson oddviti og Ingibjörg Guð- mundsdóttir, fyrir hönd landlæknis, undirrit- uðu samninginn. Knútur Ármann og Helena Hermundardóttir í Friðheimum kynntu starfsemina á staðnum en þar er stunduð tómatarækt og hestamennska með ferðaþjónustu sem aðaláhersluatriði. Á síðasta ári komu 135 þúsund ferðamenn í heimsókn í Friðheima. Starfsmenn eru á milli 40 og 50. hér er Guðni Th. kampakátur með blómið sem fer í sólstofuna á Bessastöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.