Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Fyrstu samningarnir við landeigendur vegna nýs Hringvegar í Hornafirði voru undirritaðir nú í vor. Ekkert bólar þó á verkútboðum þó áætlað sé að verja um 200 milljónum króna í framkvæmdir á þessu ári. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur þegar veitt Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. Að framkvæmdum loknum fækkar einbreiðum brúm á Hringvegi um þrjár auk þess sem hringvegurinn á milli Suðurlands og Austurlands styttist að minnsta kosti um 11 kílómetra. Talsvert kann þó að verða í að vegagerð yfir Hornafjarðarfljót ljúki, enda framkvæmdafé Vegagerðarinnar af skornum skammti til nýframkvæmda. Þá hefur enn ekki verið auglýst útboð vegna þessa verkefnis og ekki er að sjá á lista Vegagerðarinnar að útboð séu fyrirhuguð á næstunni. Einbreiðum brúm fækkar Nýr Hringvegur um Hornafjörð mun liggja á milli bæjanna Hólms og Dynjanda. Vegamót verða við núverandi Hringveg á móts við Hólm, tengingar að Brunnhóli og Einholti aðlagaðar nýjum vegi, tengivegur verður meðfram Djúpá, gerður verður varnargarður austan Hornafjarðarfljóta, ný vegamót verða við Hafnarveg og önnur vega- mót við núverandi Hringveg austan Hafnarness. Jafnframt verða útbúnir áningarstaðir fyrir vegfarendur. /MÞÞ/HKr. Stytting þjóðvegar á milli Suðurlands og Austurlands með nýjum vegi yfir Hornafjarðarfljót: Samningar gerðir við landeigendur en engin verkútboð í sjónmáli – Samt er áætlað að verja 200 milljónum í framkvæmdir á þessu ári Veist þú að vörur sem inni- halda hættuleg efni þurfa að bera merkingar þar sem einhver af þess um hættu- merkjum koma fram? Þvotta- og hreinsiefni, grillvökvi, stíflueyðir og viðarvörn eru dæmi um vörur á heimilinu sem geta verið hættulegar og þurfa þess vegna að vera hættumerktar á íslensku. Lestu alltaf á umbúðirnar og fylgdu leiðbeiningum um örugga notkun fyrir heilsu og umhverfið. Kynntu þér málið betur á www.umhverfisstofnun.is. ÞEKKIR ÞÚ HÆTTUMERKIN? SPRENGIFIMT ELDNÆRANDI / OXANDI ÆTANDI ELDFIMT ALVARLEGUR HEILSUSKAÐI GAS UNDIR ÞRÝSTINGI SKAÐLEGT UMHVERFINU BRÁÐ EITURHRIF HEILSUSKAÐI / SKAÐAR ÓSONLAGIÐ Myndir / Vegagerðin - - Mynd / MHH Innflytjendum fjölgar enn: Orðnir 10,6% íbúa á Íslandi Hinn 1. janúar 2017 voru 35.997 innflytjendur á Íslandi eða 10,6% mannfjöldans. Það er fjölgun frá því í fyrra þegar þeir voru 9,6% landsmanna (31.812), samkvæmt tölum Hagstofu íslands. Fjölgun innflytjenda heldur því áfram, en frá árinu 2012 hefur þeim fjölgað úr því að vera 8,0% mann- fjöldans upp í 10,6%. Annarri kyn- slóð innflytjenda fjölgaði einnig á milli ára, voru 4.158 í fyrra en 4.473 nú. Samanlagt er fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 12% af mann- fjöldanum og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en inn- flytjendum, fjölgaði einnig lítillega milli ára, voru 6,7% mannfjöldans í fyrra en 6,8% nú. Eins og síðustu ár eru Pólverjar langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi. Hinn 1. janúar síðast- liðinn voru 13.771 einstaklingur frá Póllandi, eða 38,3% allra innflytj- enda. Þar á eftir koma innflytjend- ur frá Litháen (Lietuva) (5,2%) og Filippseyjum (4,5%).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.