Bændablaðið - 22.06.2017, Page 24

Bændablaðið - 22.06.2017, Page 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Fyrstu samningarnir við landeigendur vegna nýs Hringvegar í Hornafirði voru undirritaðir nú í vor. Ekkert bólar þó á verkútboðum þó áætlað sé að verja um 200 milljónum króna í framkvæmdir á þessu ári. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur þegar veitt Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. Að framkvæmdum loknum fækkar einbreiðum brúm á Hringvegi um þrjár auk þess sem hringvegurinn á milli Suðurlands og Austurlands styttist að minnsta kosti um 11 kílómetra. Talsvert kann þó að verða í að vegagerð yfir Hornafjarðarfljót ljúki, enda framkvæmdafé Vegagerðarinnar af skornum skammti til nýframkvæmda. Þá hefur enn ekki verið auglýst útboð vegna þessa verkefnis og ekki er að sjá á lista Vegagerðarinnar að útboð séu fyrirhuguð á næstunni. Einbreiðum brúm fækkar Nýr Hringvegur um Hornafjörð mun liggja á milli bæjanna Hólms og Dynjanda. Vegamót verða við núverandi Hringveg á móts við Hólm, tengingar að Brunnhóli og Einholti aðlagaðar nýjum vegi, tengivegur verður meðfram Djúpá, gerður verður varnargarður austan Hornafjarðarfljóta, ný vegamót verða við Hafnarveg og önnur vega- mót við núverandi Hringveg austan Hafnarness. Jafnframt verða útbúnir áningarstaðir fyrir vegfarendur. /MÞÞ/HKr. Stytting þjóðvegar á milli Suðurlands og Austurlands með nýjum vegi yfir Hornafjarðarfljót: Samningar gerðir við landeigendur en engin verkútboð í sjónmáli – Samt er áætlað að verja 200 milljónum í framkvæmdir á þessu ári Veist þú að vörur sem inni- halda hættuleg efni þurfa að bera merkingar þar sem einhver af þess um hættu- merkjum koma fram? Þvotta- og hreinsiefni, grillvökvi, stíflueyðir og viðarvörn eru dæmi um vörur á heimilinu sem geta verið hættulegar og þurfa þess vegna að vera hættumerktar á íslensku. Lestu alltaf á umbúðirnar og fylgdu leiðbeiningum um örugga notkun fyrir heilsu og umhverfið. Kynntu þér málið betur á www.umhverfisstofnun.is. ÞEKKIR ÞÚ HÆTTUMERKIN? SPRENGIFIMT ELDNÆRANDI / OXANDI ÆTANDI ELDFIMT ALVARLEGUR HEILSUSKAÐI GAS UNDIR ÞRÝSTINGI SKAÐLEGT UMHVERFINU BRÁÐ EITURHRIF HEILSUSKAÐI / SKAÐAR ÓSONLAGIÐ Myndir / Vegagerðin - - Mynd / MHH Innflytjendum fjölgar enn: Orðnir 10,6% íbúa á Íslandi Hinn 1. janúar 2017 voru 35.997 innflytjendur á Íslandi eða 10,6% mannfjöldans. Það er fjölgun frá því í fyrra þegar þeir voru 9,6% landsmanna (31.812), samkvæmt tölum Hagstofu íslands. Fjölgun innflytjenda heldur því áfram, en frá árinu 2012 hefur þeim fjölgað úr því að vera 8,0% mann- fjöldans upp í 10,6%. Annarri kyn- slóð innflytjenda fjölgaði einnig á milli ára, voru 4.158 í fyrra en 4.473 nú. Samanlagt er fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 12% af mann- fjöldanum og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en inn- flytjendum, fjölgaði einnig lítillega milli ára, voru 6,7% mannfjöldans í fyrra en 6,8% nú. Eins og síðustu ár eru Pólverjar langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi. Hinn 1. janúar síðast- liðinn voru 13.771 einstaklingur frá Póllandi, eða 38,3% allra innflytj- enda. Þar á eftir koma innflytjend- ur frá Litháen (Lietuva) (5,2%) og Filippseyjum (4,5%).

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.