Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 15
15Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Ástþór Atli Haraldsson var einn af fjölmörgum snillingum á Vatnajökli í byrjun júní í hinni árlegu jeppaferð Hjálparsveitar skáta í Kópavogi (HSSK). Að sjálfsögðu var Bændablaðið með í ferðum. Í þessari hvítu víðáttu þurfa menn svo sem ekki að hafa miklar áhyggjur af að aka utan í umferð- arskilti eða yfir reiðhjól borgar- stjórans. Ástþór, sem ekur á sér- byggðum fjallabíl, lét bílinn rölta í rólegheitunum yfir ísbreiðuna og gluggaði í Bændablaðið og gaf þessa skýringu á athæfi sínu: „Já, þegar handolíugjöfin er á og stefnan er rétt, þá er ekkert annað að gera en að glugga í smáauglýs- ingarnar í Bændablaðinu. Og í þéttu færi þá er vissara að kæla mótorinn með því að hafa miðstöðina í botni og opna hurð.“ Ástþór vinnur hjá Jeppa- þjónustunni Breyti sem sérhæfir sig í að breyta jeppum í alvöru fjallatrukka. Hann segir að jeppinn sé á 46 tommu dekkjum og efniviður í hann kom úr ýmsum áttum, meðal annars er grindin úr Rover, vélin 3,4 lítra Toyota dísil, gírkassinn frá Benz og hásingar undan K5 Blazer. Svo eru stýrið og speglarnir það eina sem eftir er af bílnum sem þetta byrjaði allt á. /HKr. Gluggað í Bændablaðið lengst inni á Vatnajökli Hefur þú tryggt þér tæki fyrir heyskapinn? Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Menningarveisla Sólheima Það er mikið um að vera á Sólheimum á næstunni og boðið upp á vegleg atriði. Laugardagur 24. júní Lay Low, Lovísa Elísa- bet , mun flytja nokkur vel valin lög í Sólheima kirkju kl. 14.00, en hún vinnur nú að sinni fjórðu plötu. Aðgangur er ókeypis. Bubbi og Stebba frá Vorsabæ 2 gleðja litla og stóra klukkan 15.00 við Völu. Þar gefst tækifæri til að komast á hestbak og verður teymt undir ljúfum hestum. Jónsmessu útijóga verður á Sólheimum klukkan 16.00 við Grænu könnuna. Unnur Arndísardóttir jógakennari leiðir gesti í útijóga fyrir alla fjöl- skylduna. Sunnudagur 25. júní Íslenski fíllinn kemur í heim- sókn klukkan 14.00 í íþróttaleik- húsi Sólheima. Þar er á ferðinni Brúðuleikhús Bernd Odgrodnik. Aðgangur er ókeypis. Laugardagur 1. júlí Hljómsveitin Sæbrá spilar í Sólheima- kirkju klukk- an 14.00. Hljómsveit- ina skipa þrjár ungar konur sem syngja eigið efni. Þá verður umhverfis fræðsla í Sesseljuhúsi kl. 16.00 þar sem Caitlin Wilson frá Landvernd flytur erindi. Einnig verður kennsla í heimagerðum snyrtivörum úr lífrænu hráefni. Sunnudagur 2. júlí Kirkjudagur verður á Sólheimum sunnudaginn 2. júlí. Þá verður guðs- þjónusta í Sólheimakirkju kl. 14.00. Þar mun sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti messa. Velkomin í Menningarveislu Sólheima! - Mynd / Páll Halldór Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.