Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Rætt um áskoranir og tækifæri fyrir landbúnaðinn vegna Brexit á morgunverðarfundi: Mikilvægt að fara vandlega yfir áhrif Brexit á viðskipti með landbúnaðarafurðir – segir Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ, og telur nýlegan tollasamning Íslands við ESB gera samningsstöðuna verri Mikilvægt er fyrir Ísland að undirbúa vel útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, enda liggja gríðarlegir hagsmunir þar undir. Um 11% af þjónustu- og vöruviðskiptum Íslands fara til Bretlands. Brexit býður upp á ákveðin tækifæri, t.d. þegar kemur að viðskiptasamningum með sjáv- arútvegs- og landbúnaðarvörur. Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið, í samvinnu við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Bændasamtakanna, boðuðu til opins fundar um hagsmuni íslensks sjávarútvegs og land- búnaðar í ljósi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu 15. júní sl. á Grand hótel. Framsögumenn voru Ingólfur Friðriksson, sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtakanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, stýrði fundinum. Ræddu þau um þá hagsmuni sem Ísland hefur af viðskiptum sínum við Bretland í sjávarútvegi og landbúnaði og þær áskoranir og tækifæri sem mögulega biði okkar í samningaviðræðum á næstu mánuðum. 10% útflutningsvara í landbúnaði liggja undir Sjávarútvegurinn á stærstu hags- muna að gæta þegar kemur að útflutningsverðmætum til Bretlands. Ísland er stærsti birgirinn í Bretlandi þegar kemur að sjávarafurðum. Útflutningsverðmæti Íslands eru þar 41,6 milljarðar á ári, samkvæmt tölum frá 2016. Er það um 18% af heildarútflutningsverðmæti sjávar- afurða frá Íslandi og telur um 69% af útflutningi til Bretlands. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar eru útflutnings- verðmæti landbúnaðarvara til Bretlands um 650 milljónir kr. Um 10% útflutningsvara í landbúnaði á Íslandi fara til Bretlands. Stærstu útflutningshagsmunirnir þar er lambakjöt, en um 30% af heildinni fer þangað. Aðrar stærstu afurðirnar eru bjór og brenndir drykkir, skyr og þangmjöl. Af öðrum vörum fer öll útflutt óunnin ull til Bretlands, en um 456 tonn fóru þangað árið 2016. Skyrútrás í óvissu Fram kom í máli Ernu Bjarnadóttur að mikilvægt væri að fara vandlega yfir og greina áhrif Brexit á viðskipti með landbúnaðarafurðir til og frá Íslandi. Skipti þar gríðarlegu máli hvernig farið verður með kvóta og tolla. Ísland hefur nýlega undirritað nýjan tollasamning við Evrópu- sambandið en hann hefur ekki tekið gildi. Nýr samningur gerir ráð fyrir fríverslun með flestar landbúnaðarvörur en margar landbúnaðarafurðir nutu fríverslunar fyrir samning, m.a. vegna einhliða niðurfellingu tolla á ákveðnum vörum. Benti Erna á að Ísland hefði færri spil á hendi en óskandi væri. Afbrigða frá fyrra tollasamningi gætir þó sérstaklega með viðskipti með kjöt og kjötvörur, mjólk og mjólkurvörur, egg og garðyrkjuvörur. Samkvæmt honum mun inn- flutningskvóti á lambakjöt aukast úr 850 tonnum í 3.350 tonn eftir gildistöku og skyrkvóti mun fara frá 380 tonnum í 4.000 tonn. Fram kom í máli bæði Ernu og Ingólfs Friðrikssonar að hugmyndin með þessari miklu aukningu á skyrkvóta hafi verið hugsaður til að nota til útrásar á Bretlandsmarkaði. Brexit gæti því sett þar strik í reikninginn. Tæp tvö ár í útgöngu Fram kom í máli Ingólfs að verið væri að ljúka við hagsmuna- greiningu með þátttöku allra ráðuneyta vegna Brexit. Þegar hún liggi fyrir verði farið í víðtækt samráð við hagsmunaaðila til að undirbúa Ísland fyrir samningaviðræður við Breta og mun það standa yfir fram á haust. Ef ekki verður samið um annað þá mun Bretland ganga formlega úr Evrópusambandinu þann 29. mars 2019. /ghp Á aðalfundi Félags kjúklinga- bænda 12. júní síðastliðinn var ný stjórn kosin. Á fyrsta stjórnarfundi skipti ný stjórn með sér verkum og valdist Jón Magnús Jónsson, Reykjum, til að gegna formennsku í félaginu og tekur hann við af Ingimundi Bergmann. Aðrir sem skipa nýja stjórn eru: Magnús Huldar Ingþórsson, Reykjagarði (Ásmundarstaðir), vara- formaður, Þorsteinn Sigmundsson, Elliðahvammi, Þórdís Ragna Guðmarsdóttir, Meiri-Tungu og Kristján Einir Traustason, Einholti 2. Jón Magnús verður áfram bún- aðarþingsfulltrúi kjúklingabænda. /smh Félagsmenn í BÍ fá afslátt af jord.is Þessa dagana eru reikningar vegna veflæga skýrsluhaldskerf- isins jord.is á eindaga. Hundruð bænda nýta sér forritið til þess að skrá upplýsingar um túnrækt, uppskeru, ástand og áburðargjöf. Einnig heldur kerfið utan um niðurstöður efnagreininga á heyi og jarðvegi. Eftir að félagsgjöld voru tekin upp hjá Bændasamtökunum var komið á afslætti á tölvuforrit- um BÍ fyrir félagsmenn. Árgjald fyrir þá sem standa fyrir utan samtökin er kr. 19.870 en félagsmenn með t.d. 13–45 hektara ræktun greiða einungis kr. 8.614 í árgjald. Þeir einir njóta afsláttarins sem greitt hafa félagsgjöld BÍ. Bændur, sem greiða félagsgjöld til BÍ á næstu dögum, geta fengið niðurfellingu á eldri reikningi jord. is og nýja kröfu með lægri upphæð sem nemur afslættinum. Bændum er bent á að hafa samband við skrifstofu Bændasamtakanna í síma 563-0300 eða senda tölvupóst á bondi@bondi. is sem fyrst. Jón Magnús nýr formaður kjúklingabænda FRÉTTIR Kindakjöt 48% Skyr 8% Brenndir drykkir 12% Bjór 9% Þangmjöl 6% Hunda- og kattamatur 4% Annað 13% Hlutfall verðmætis landbúnaðarafurða á Bretlandsmarkaði 2015 eftir tegundum Mikil áhugi virðist vera á málefninu en morgunverðarfundurinn var vel sóttur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var fundarstjóri. Myndir / ghp Ingólfur Friðriksson, sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London, fjallaði Jón Magnús Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.