Bændablaðið - 11.05.2017, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 11.05.2017, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017 Vernd og afþreying í náttúrunni getur farið saman með því að auka skilning ferðamanna á áhrif athafna þeirra sem og með því að gera ráðstafanir til að minnka þau áhrif. Það er til dæmis hægt að gera með viðeigandi uppbyggingu og slóðagerð á fjölförnum svæð- um, en landeigendur eiga ekki að þurfa að bera kostnað af slíkri uppbyggingu. Það er skoðun Helenar Lawless, sem fjallaði um vernd og vitund göngufólks á ráð- stefnunni „Öxlum ábyrgð – Hvað get ég gert?“ Hlutverk útivistarfélaga og ferða- þjónustunnar við að vernda og tryggja aðgengi að náttúrunni var til umræðu á málþinginu sem haldið var fimmtu- daginn 4. maí sl. Tilefnið var 90 ára afmæli Ferðafélags Íslands, sem stóð fyrir þinginu ásamt Landgræðslunni. Ein af málflutningsmönnum þingsins var Helen Lawless en hún gegnir starfi aðgengis- og verndunarfull- trúa hjá landssamtökum göngufólks á Írlandi, Mountaineering Ireland. Innan landssamtakana starfa 185 ferðafélög, með um 12.000 félaga, sem skipuleggja gönguferðir víðs vegar um Írland. Nokkur líkindi eru með ástandi Íslands og Írlands, að sögn Helenar, þar sem fjöldi ferðamanna hefur aukist verulega á undanförnum árum. Á Írlandi sé einnig kallað eftir stjórn og skipulagi á ferðamannastraumnum því fjölfar- in svæði hafa orðið fyrir varanlegum skemmdum og jarðvegseyðing sé víða orðið vandamál. Enginn almannaréttur Mestallt landsvæði Írlands er í einkaeign og fjalllendi gjarnan í eigu bænda sem nýta það í landbún- að. Helen segir að hefð sé fyrir því að göngufólk hafi góðfúslegt leyfi til að nota land til afþreyingar, en lagalegur réttur er hins vegar enginn. Almannaréttur sé ekki til staðar í írskum lögum. „Við höfum notið velvildar bænda í áratugi en að undanförnu hefur fjölgun ferðamanna aukið ágang á svæði og það hefur vakið ugg hjá bændum,“ segir Helen Lawless. Vandamál bænda á Írlandi eru af ýmsu tagi líkt og hér. Fólk hefur verið að leggja bílum sínum við hlið, skemmt girðingar og raskað ró búfénaðar. Bændur hafa einnig lýst yfir áhyggjum af slóðum sem hafa myndast og tilheyrandi jarðvegseyðingu vegna ágangs. Stundum skilur ferðafólk ekki að bændur eigi landið sem það fær afnot af og bregst illa við ábendingum þeirra. Góð samskipti bænda og göngu- fólks séu í reynd grundvallarþáttur í aðgengismálum og þar vinni lands- samtökin með bændum á mörgum sviðum. „Stór þáttur í mínu starfi felst því í fræðslu og miðlun á réttindum landeigenda og skyld- um göngufólks. Ég hitti bændur persónulega þegar upp koma vanda- mál en aðalatriðið er að fyrirbyggja vandræði og við leggjum meginá- herslu á góð samskipti svæðisfélaga við bændur á tilteknu svæði. Flest fjalllendi Írlands eru nýtt í land- búnaði, s.s. undir beit. Göngufólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því, og nálgast landið sem frjálst afþreyingarsvæði. Ferðafólk verð- ur að átta sig á að það er gestir á eignarlandi. Það á að hegða sér sam- kvæmt því og í því fellst að skerða ekki getu bóndans við að stunda landbúnað á því.“ Mikilvægi landgæða Hún segir að landeigendur í Írlandi hafi ekki brugðið á það ráð að rukka aðgangseyri að svæðum en margir hafi þó óbeint gert það með því að innheimta gjald fyrir bílastæði, reisa tjaldstæði eða veitingaþjónustu nálægt svæðum sem eru vinsæl meðal göngu- og ferðafólks. Hún telur jákvætt að landeigendur sjái þessi tækifæri í fjölgun ferðamanna á land sitt. „Við viljum ekki sjá þá þróun að landeigendur geti rukkað aðgangseyri. Það eru aðrar leiðir fyrir þá til að græða á fjölgun ferðamanna. Ef bóndi ákveður hins vegar að innheimta aðgangseyri að svæði þá eykur það lagalega ábyrgð hans gagnvart gestum svæðisins og því velja fæstir landeigendur þá leið. Viðeigandi þjónusta er því eitthvað sem við viljum frekar sjá en það eru ekki allir bændur í þeirri stöðu að geta byggt upp slíka þjónustu og því er það skoðun okkar að allir bændur, sem eiga og vernda land sem þjónustar vistkerfi og samfélag á einhvern hátt, ættu að fá umbun fyrir það.“ Í ljósi þessa hafa Mountaineering Ireland og fleiri komið þeim tilmælum til stjórnvalda að greiða þurfi bændum í fjalllendi Írlands fyrir eiginleika umhverfisins og þeirra gæði sem almenningur nýtur af landi þeirra. „Landslagið er ekki eingöngu aðdráttarafl fyrir ferðamenn og frábær vettvangur til afþreyingar. Þar eru einnig okkar vatnsuppsprettur sem tryggja hreinleika vatnsins og votlendi sem binda kolefni. Því er ljóst að á meðan írskt fjalllendi er í góðu ástandi þá Fræðsla forsenda verndar − Meginuppistaða stígagerðar á að vera að vernda náttúrufegurðina, ekki að auðvelda gönguna, að mati Helen Lawless Síðumúla 30 - Reykjavík Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri Sími 462 3504 bíður uppá alhliða lausn fyrir hótelherbergið eða gistiheimilið. Myndir/Landgræðsla ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.