Bændablaðið - 11.05.2017, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 11.05.2017, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017 Norður af Sikiley á Ítalíu er lítil eyja, 8 ferkílómetrar að stærð, með um 900 íbúum að staðaldri. Eyjan er sérstök fyrir margra hluta sakir, meðal annars fyrir framúrstefnulega sjávarverndun umhverfis eyna en einnig fyrir lífræna linsubaunaræktun. Þá er þar vatnshreinsistöð sem hreinsar sjó til drykkjarhæfs vatns en áður þurfti að flytja vatn til eyjarinnar. Til að komast út á eyna þarf að sigla frá borginni Palermo á Sikiley, tveir bátar ganga út á eyna, sá hraðskreiðari er um einn og hálfan tíma að sigla. Þegar lagt er að bryggju blasir við fallegt lítið þorp sem liggur í smá bratta. Mikið af sumarhúsum eru á eynni og er nokkuð algengt að það séu íbúar í Palermo sem eiga þar hús, enda nær tvöfaldast íbúatalan yfir sumarið. Íbúarnir eru vinsamlegir en fannst merkilegt að fá til sín hóp af Íslendingum, þótt ferðamenn séu vissulega mikið á eynni yfir sumarmánuðina. Svo merkilegt, að íslensk kona, sem búið hefur á eynni í 25 ár, fékk nokkur símtöl með fréttum af komu okkar. Í fljótu bragði er ekki hægt að sjá margt sameiginlegt með Íslandi og þessari litlu eyju. Það kom þó fljótlega í ljós þegar ekki var hægt að sigla til eyjarinnar vegna vinda og var hóp- urinn því veðurtepptur þar sólarhring lengur, og þegar endurbóka þurfti flugin heim þá var annar af tveimur flugvöllum Sikileyjar lokaður vegna eldvirkni í Etnu. En það er önnur saga. Linsubaunaræktun á heimsmælikvarða Það einkennir eyjaskeggja hvað þeir eru stoltir af sínu. Síðan um aldamótin 2000 hafa bændur á eynni þróað og markað sér stöðu sem linsubaunaræktendur á heimsmælikvarða. Ræktunin er lífræn og eitt af því sem bændurnir telja gera vöruna sérs- taka er að vera ræktuð í eldfjallajarð- vegi en mikil virkni er á svæðinu og ekki langt í Etnu á Sikiley sem lét á sér kræla á sama tíma og íslenski hópurinn var á ferðinni. Linsubaunabóndinn Giuseppe Mancuso tók á móti hópnum og sagði frá sinni ræktun. Hann er 36 ára og hefur stundað linsubaunaræktun frá unga aldri. Árið 2012 fékk hann verðlaun á vegum Slow food, fyrir sjálfbærni í ræktun. Hann leggur áherslu á að varðveita landið, að hafa ræktunina lífræna og halda í heiðri þeim hefðum sem notaðar hafa verið í ræktun á eynni í um tvær aldir. Hafa sín eigin bændasamtök Giuseppe segir að bændurnir á eynni hafi sín eigin samtök og samtaka- mátturinn sé mikilvægur. Allar baun- ir frá eynni eru seldar undir gæða- stimpli merktar Ustica og rík áhersla lögð á að allir fylgi þeim viðmiðum sem sett eru. Sem dæmi má nefna, að ef einhver kemur nýr inn sem ræktandi eða nýtt landsvæði er tekið undir ræktun, þá má eingöngu nota sáðkorn frá öðrum bændum á eynni og er gæðunum þannig viðhaldið sem anga af aldagömlum heimafengnum plöntustofni. Síðan árið 2000 hefur ræktun aukist og núna er hver blettur sem hægt er að rækta nýttur, þó ekki sé eyjan stór. Þar eru einnig ræktaðar Fafa baunir, en það er eingöngu til eigin nota og á lítinn markað. Árið 2006 byrjaði Evrópska geimferðastofnunin að kaupa baunir frá bændum á Ustica, þar sem þær eru minni en baunir sem ræktaðar eru Frá höfninni á Ustica. Myndir / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir Á suðurhluta Ustica er sáð í hvern blett sem hægt er að nýta til ræktunar. Ustica, norður af Sikiley á Ítalíu. Íslendingar á faraldsfæti:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.