Bændablaðið - 11.05.2017, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 11.05.2017, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017 Kristófer og Elín Ósk keyptu jörðina Kaldakinn II í júní 2014 af afa Kristófers. Þá var enginn bústofn á jörðinni fyrir utan fáein- ar merar. Helstu verkefni síðan hafa verið tiltekt og uppbygging. Þau eru hægt og rólega að byggja upp það bú sem þau dreymir um. Býli: Kaldakinn II. Staðsett í sveit: Austur- Húnavatnssýslu. Ábúendur: Kristófer og Elín Ósk. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum 6 í heimili, við hjónin og börnin okkar 4: Kristvin Máni, 14 ára, Kristján Jr., 7 ára, Harpa Ósk, 2 ára, og Rakel Ósk, 2 ára. Svo eru það hundarnir Aríel og Nala og kisan Dúlla. Þau hafa öll sín hlutverk á bænum. Stærð jarðar? 256 ha. Gerð bús? Sauðfé og hross. Fjöldi búfjár og tegundir? Við keyptum okkar fyrstu kindur síð- asta haust, 21 gimbur og 1 hrút. Fjölgum svo hægt og rólega sam- hliða framkvæmdum á jörðinni. Svo erum við með 20 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Morgungjöf hjá kindum, hundum og kisu. Börnin eru keyrð í skóla og leikskóla á Blönduós. Kristófer fer til vinnu í Blönduvirkjun og Elín rekur fótaaðgerðastofu á Blönduósi. Svo er það kvöldgjöfin hjá mönnum og dýrum. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Án efa verður sauð- burðurinn skemmtilegasti tíminn, það er ekkert leiðinlegt, bara mis- skemmtilegt. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við erum bjartsýn og horfum á tækifærin í kringum okkur. Okkar draumur væri að vera komin með 300 kindur, hænur, endur, grísi og nokkrar geitur, endurnýjuð fjárhús, endurnýjun á gömlu fjósi í hest- hús, uppræktuð tún, skipta Zetor í John Deere – svo eitthvað sé nefnt. Mögulega tekur þetta lengri tíma en 5 ár. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Við teljumst vart dómbær á það. Ekki ennþá. Hvernig mun íslenskum landbún- aði vegna í framtíðinni? Ef tækifær- in eru rétt nýtt er fullt af möguleikum. Við teljum að með breyttri mark- aðssetningu og fjölbreyttari vinnslu á kjötinu megi margfalda sölu á lambakjöti. Við teljum að ungt fólk vilji þægilegri einingar til eldunar í öllum þeim hraða sem þjóðfélagið er á. Það hefur enginn tíma til að elda lengur. Ekki að það sé þróun sem okkur finnst góð. En það þarf að sinna eftirspurninni hvað varðar þægindin við að matreiða hráefnið sem við framleiðum. Annars selst það ekki. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Markaðssetning á hreinum afurðum, það hlýtur að teljast sérstaða sem við eigum að nýta okkur í þaula. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, sulta og lýsi. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambafille og gæs, veidd af bóndanum. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við gleymum því senni- lega seint þegar við komum heim með fyrstu gimbrarnar. Það var góður dagur sem varð að veruleika eftir þónokkra bið. Elín á mjög erfitt með að bíða eftir hlutunum. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Súrdeigsbakstur: beyglur og pitsur Hvernig á að byrja á súrdeigi? Það er mjög skemmtilegt að sinna súrdeigi, sérstaklega ef fólk getur gefið sér smá tíma til fyrir það. Þá er hægt að sinna súrdeigs- grunninum sínum að lágmarki annan hvern dag. Lykilreglan er að bæta jafn miklu af hveiti og vatni aftur saman við grunninn og tekið er úr honum. Þannig er súrdeigsmóðurinni haldið við. Það er hægt að stytta sér leið og fara í sælkerabakarí eða á veitinga- stað sem notar súrdeig og biðja um svolítinn byrjunargrunn til að koma sér af stað. Súrdeigsmóðir › 250 g brauðhveiti, til að byrja grunninn › 350 ml brauðhveiti, til að mata grunninn þessa 5 daga › 300 ml kranavatn við stofuhita, til að byrja grunninn › 350 ml kranavatn, til að mata grunninn › 100 g rauð vínber › Viskastykki Til að byrja grunninn: Dagur 1: Hrærið hveiti og vatn vel saman. Geymið í sólarhring. Dagur 2: Setjið vínber í tvöfalt viska- stykki. Merjið safann úr vínberjum út í hveiti- og vatnsblönduna, hyljið vel með loki eða plastfilmu. Geymið grunninn við stofuhita og geymið líka vínberin í viskastykkinu í kæli. Dagur 3: Kreistið restina af vökvan- um sem kemur af vínberjunum út í grunninn (hveiti og vatnið). Hrærið vel saman og geymið áfram. Dagur 4: Hrærið hálfum bolla af hveiti og hálfum bolla af vatni saman við grunninn og blandið vel saman. Látið standa við herbergishita, í kring- um 3-4 klukkustundir. Setjið filmu yfir og inn í ísskáp yfir nóttina. Dagur 5: Endurtaka dag 4. Dagur 6: Endurtaka dag 5. Nú eruð þið tilbúin til að nota þennan grunn (súrdeigsmóður) og getið gert líf ykkar betra með því að baka marg- vísleg súrdeigsbrauð. Súrdeigsmóðirin geymist í 4–5 mánuði í ísskápnum þínum með reglulegri umhirðu, ást og umhyggju. Súrdeigsbeyglur Þessi uppskrift gefur 9 stykki af 100 gramma beyglum. Það er hægt að baka ýmislegt úr súrdeigi, en svo má líka fara hálfa leið og blanda saman súrdeigi og geri – þá fær maður öryggi gersins og bragðið frá súr- deiginu. Hnoðið í 10 mínútur og látið svo deigið hvíla í klukkustund. Seinni hefun í 30 mínútur og svo matreiðsla í 27 mínútur + 15 mínútur. › 500 g af brauðhveiti › 200 g af vatni við 20 ° C › 100 g af fljótandi súrdeigsgrunni › 3 g ger › 10 g salt › 20 g sykur › 1 egg + 1 egg (gljá beyglurnar með fyrir bakstur) › 25 g smjör, við stofuhita › birkifræ eða önnur fræ eða korn og sesamfræ Hnoðið með krók í hrærivél. Blandið saman hveiti, vatni, súrdeigsgrunni, geri, salti, sykri og eggi. Hrærið saman í fjórar mínútur á litlum hraða, síðan í sex mínútur á meiri hraða. Þegar þrjár mínútur eru eftir er smjöri bætt við. Myndið bolta, breiðið yfir skálina með rökum klút. Látið deigið hefast í klukkustund. Setjið deigið á vinnuborð sem búið er að strá hveiti yfir. Fletjið út, rúllið og mótið í níu litlar kúlur. Setjið klút yfir og passið að þær þorni ekki upp. • Gatið hverja kúlu með fingri og smám saman gerið myndarlegt gat. Látið deigið hefast þannig í 30 mínútur undir klút. • Sjóðið vatn í potti. S j ó ð i ð beyglurnar e i n a a f annarri í eina mínútu og 30 sekúndur. Snúið við og sjóðið á þeirri hlið jafnlengi. Deigið blæs aðeins út við þetta. Setja þær svo á grind svo vatnið leki af beyglunum sem eru farnar að taka á sig mynd. • Undirbúið bökunarplötu og setjið smjörpappír ofan á. Sláið út egg og dýfið helmingnum í birkifræ, en hinum hlutanum í sesamfræ. Setjið þær á bökunarplötuna. • Hitið ofninn í 200 gráður og bakið í 15 mínútur. • Látið kólna og setjið uppá- halds áleggið ykkar á milli. Þær eru líka góðar daginn eftir, beint í brauðristina með íslensk- um rjómaosti. Súrdeigspitsa Það jafnast engin venjuleg pitsa á við súrdeigspitsu. Það er gott að gera deig- ið daginn áður og geyma í kæli. Það þolir hærri hitta og má setja á sjóðheita bökunarplötu eða pitsustein. Fyrir 2 stórar pitsur › 500 g af brauðhveiti › 260 g af vatni við 20 gráður › 100 g af fljótandi súrdeigsgrunni › 3 g af þurrgeri › 10 g salt › 15 g sykur › 30 g af ólífuolíu Fyrir fyllingu: › 400 g pitsusósa að eigin vali › 10 sneiðar skinka eða annað kjötálegg › Óreganó krydd › 200 g rifinn ostur Blandið saman hveiti, fljótandi súr- deigsgrunni, geri, salti og sykri. Hrærið í fimm mínútur á hægum hraða og svo sjö mínútur á miklum hraða. Hnoðið með krók. Myndið deigbolta, hyljið deigið með rökum klút. Látið hefast í tvær klukkustundir við stofuhita. Gott að slá deigið einu sinni niður. Stráið hveiti yfir borðplötuna. Skiptið deiginu í tvo hluta (um 460 grömm hvor hluti) og rúllið út með höndum eða með kökukefli. Gott að setja pitsuna á smjörpappír til að auðveldara sé að færa hana á heita bökunarplötuna. Látið hefast í klukkustund. Dreifið sósunni yfir deigið. Setjið áleggið yfir og stráið óreganói og rifnum osti yfir. Hitið ofninn í 250 gráður eða stillið á hæsta hita. Rétt áður en ofninum er lokað, hellið þá fimm millilítrum af vatni á hitaplötu sem er undir bökunarplötunni. Bakið pitsuna í fjórar mínútur, lækkið þá hitann niður í 220 gráður og eldið áfram þar til pitsan er stökk og falleg. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Kaldakinn 2 Mynd / Róbert Daníel Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.