Bændablaðið - 11.05.2017, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 11.05.2017, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017 Nær allir starfsmenn Skógræktar- innar komu í síðustu viku saman á Hótel Kjarnalundi í Kjarnaskógi. Farið var yfir hvernig til hefði tekist með hina nýju stofnun og ýmis mál reifuð. Þetta er fyrsti starfsmannafundur Skógræktarinnar eftir að stofnunin tók formlega til starfa 1. júlí 2016. Í leiðinni litu starfsmenn á nokkra eyfirska skóga. Flutt voru erindi um það sem efst er á baugi hjá Skógræktinni og fjall- að um verkefni fram undan. Björn B. Jónsson greindi frá starfi sínu að markaðs- og afurðamálum og þriggja ára áætlun sem hann hefur lagt fram í þeim efnum. Verkefnið kallast Skógarfang. Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi sagði m.a. frá undir- búningi diplómanáms í skógarleið- sögn sem hann vinnur nú að og Gunnlaugur Guðjónsson fjármála- stjóri fór yfir fjárhaginn og ýmsar hagræðingarleiðir sem færar eru til að lækka kostnað í hinni sam- einuðu stofnun, ekki síst í fjar- skipta- og tölvumálum. Greint er frá þessum fyrsta starfsmannafundi Skógræktarinnar á vef stofununar- innar. Búskaparskógrækt í Húnaþingi vestra lofar góðu Sæmundur Þorvaldsson sagði frá framvindu búskapar- skógræktarverkefna í Húnaþingi vestra sem lofa góðu. Fjögur verk efni eru í burðarliðnum og til viðbótar hyggjast nokkrir bændur gera hefðbunda skógræktarsamn- inga. Arnór Snorrason talaði um árangursmat í skógrækt, aðferðirnar sem þróaðar hafa verið til að mæla vöxt og ástand skóganna og mikilvægi slíkra mælinga. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir ræddi stuttlega um samræmt verklag á þjónustu við skógarbændur og tilraunaútgáfu handbókar sem skógræktarráðgjafar vinna nú eftir. Aðalsteinn Sigurgeirsson fagmálastjóri fjallaði um frumvarp að nýjum skógræktarlögum sem nú bíður umfjöllunar Alþingis, einnig um Parísarsamkomulagið og hvort það myndi leiða til skógræktar og sömuleiðis benti hann á hversu vel skógrækt fellur að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þröstur Eysteinsson skógræktar- stjóri fór yfir stefnumálin sem Skógræktinni voru sett í aðdraganda þess að stofnanir voru sameinaðar og Skógræktin varð til. Mótun hinnar nýju stofnunar er enn í fullum gangi og með starfsmannafundinum gafst bæði tækifæri til að upplýsa starfsfólkið, heyra álit þess og ræða málin, hvað áunnist hefði og hvað mætti bæta. Eyfirskir skógar skoðaðir Hallgrímur Indriðason fór fyrir göngu hópsins um elsta hluta Kjarnaskógar þar sem meðal annars var komið við í rauðgrenilundi frá 1947, elstu gróðursetningunni í skóginum. Einnig voru skoðaðar stríðsminjar, skotgrafir og loftvarnarbyssustæði sem er að finna í skóginum steinsnar frá Hótel Kjarnalundi. Um kvöldið var svo árshátíð starfsmanna með heimatilbúnum skemmtiatriðum og gamanmálum. Síðari dag starfsmannafundarins var haldið í skoðunarferð um Eyjafjörð fram, gengið um Kristnesskóg þar sem nýlega var malbikaður 300 metra langur skógarstígur fyrir hreyfihamlaða og einnig um Grundarreit, einn elsta skógræktarreit landsins, þar sem sjá má ríflega aldargamlar lindifurur, blæaspir og fleiri trjátegundir. Síðan var ekið inn fyrir Melgerðismela og til baka austan fjarðar. /MÞÞ Fyrsti starfsmannafundur Skógræktarinnar: Fjöldi verkefna er í burðarliðnum SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Bændur í Fljótsdalshreppi fá nýja útkeyrsluvél: Hentar vel til vinnu í ungum skógum Búnaðarfélag Fljótsdalshrepps hefur fest kaup á sérhæfðri vél frá Finnlandi til að aka timbri út úr skógum. Eftir því sem skógarnir vaxa upp eykst þörfin fyrir bæði þekkingu og tæki til skógarumhirðu og skógarnytja. Smám saman er nú að bætast við þann búnað sem fyrir er í landinu. Útkeyrsluvél sú er frá fyrirtækinu Usewood og er af gerðinni Log Master. Vélin er hugsuð til útkeyrslu á smærra efni og hentar mjög vel í skógum sem verið er að millibilsjafna og grisja í fyrsta sinn. Mikið er einmitt um skóga á því vaxtarstigi í Fljótsdal og ærið verk fram undan. Vélin nýja er lipur og fyrirferðarlítil, 1,5 metrar á breidd en með krana sem nær 4,2 metra til að tína upp timbrið og stafla því á pallinn. Að auki er spil á krananum sem notast má til að spila að vélinni svo að kraninn nái til hans. Þarna er því komið mjög hentugt tæki fyrir skógarbændur í Fljótsdalshreppi sem án efa á eftir að koma að góðum notum. Hugmyndin er að bændur leigi vélina af Búnaðarfélaginu og noti sjálfir við að aka timbri út úr skógum sínum. Frá þessu er sagt á vef Skógræktarfélagsins. /MÞÞ Áttu hugmynd þar sem mjólk kemur við sögu? Hér er tækifæri til að fá stuðning. Auðhumla og Matís ætla að vinna saman að því að styðja og styrkja frumkvöðla til að þróa og koma nýjum hugmyndum byggðum á mjólk á framfæri. Opið er fyrir allskonar hugmyndir og eina skilyrðið er að mjólkin gegni lykilhlutverki. Kostur er ef hugmyndin stuðlar að jákvæðum umhverfisáhrifum og aukinni sjálfbærni. Styrkir eru að hámarki 3 milljónir. Stuðningurinn felst í sérfræðiráðgjöf t.d. við að koma vöru á markað, aðstoð við uppsetningu vinnsluferla, vöruþróun, umbúðahönnun, matvælaöryggi og mælingar (t.d. geymsluþols-, næringargildis-, efnamælingar- og/eða lífvirknimælingar). Einnig kemur til greina að standa fyrir námskeiðum fyrir smáframleiðendur mjólkurafurða eða afla nýrrar þekkingar á annan hátt. Það verður ekki greitt fyrir eigin vinnu umsækjanda, hráefni eða tækjakaup. Gert er ráð fyrir að verkefnin hefjist í júlí 2017 og séu til eins árs. Umsóknafrestur er til 26. maí 2017 Frekari upplýsingar á www.mimm.is og www.facebook.com/mjolk.i.morgum.myndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.