Bændablaðið - 11.05.2017, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017
Áhugavert er að horfa á stöðu
raforkumála í heiminum öllum
eins og fram kom á ársfundi
Landsvirkjunar. Þar er Ísland
með nær alla sína framleiðslu með
endurnýjanlegum orkugjöfum,
ef jarðvarmaorkan er talin þar
með, á meðan raforkuframleiðsla
með gasi og kolum er og verður
áfram hlutfallslega umfangsmesti
þátturinn á heimsvísu.
Á árinu 2014 nam raforku-
framleiðsla með vatnsafli um 16%
af heimsframleiðslunni sem var
samanlagt 23.800 TW stundir. Þá
kjarnorka með um 11%, en kol
með 22% og olía með 41%. Vind-,
sólarorka og annað var samanlagt
með um 10%.
Aukin framleiðsla með vatnsafli
en hlutfallið samt óbreytt
Þó gert sé ráð fyrir umtalsverðri
aukningu á framleiðslu raforku
sem fari í 39.000 TW stundir fram
til 2040 þá mun aukin framleiðsla
með vatnsafli þó samt enn ekki
skila hærra hlutfalli en 16% af
heildarframleiðslunni. Kol verða
áfram stærsti orkugjafinn til raf-
orkuframleiðslu, eða 28%, og gas
með 23%. Nýting kjarnorku til
raforkuframleiðslu mun aukast
samkvæmt spánni í 12%, en hlut-
fall vindorku mun aukast í 10%,
sólarorku í 6% og aðrir orkugjafar
munu skila um 5%.
Losun kolefnis vegna
raforkuframleiðslu mun aukast
Þó þessi þróun sé um sumt hag-
stæð fyrir aukna nýtingu vistvænna
orkugjafa, þá er hún ekki geðfelld
hvað varðar losun kolefnis, eða
CO2, út í andrúmsloftið. Sú losun
vegna raforkuframleiðslu nam 13,5
milljörðum tonna árið 2014, en mun
aukast í 14,4 milljarða tonna árið
2040. Þetta mun gerast þrátt fyrir
niðurgreiðslur til umhverfisvænnar
raforkuvinnslu.
Lækkun kostnaðar við nýtingu
umhverfisvænnar orku
Ljósu punktarnir í þessu eru þó
Staða Landsvirkjunar er góð og
í áhættumati vegna fjárfestinga
er það í BBB flokki, eða í næsta
flokki á eftir stórfyrirtækjum
eins og Dong Energy, Vattenfall
og Fortum. Er það nú metið þrem
flokkum hærra en það var árið
2013.
Þetta kom m.a. fram á ársfundi
Landsvirkjunar 2017 sem fór fram
á Hilton Reykjavík Nordica mið-
vikudaginn 26. apríl síðastliðinn.
Yfirskrift fundarins var: „Þarf fram-
tíðin orku?“
Þar kom fram í ræðum Harðar
Arnarsonar forstjóra og Rögnu
Árnadóttur aðstoðarforstjóra, að
afkoman af grunnrekstri 2016
þyki ásættanleg þrátt fyrir nokkurn
samdrátt í raforkusölu milli ára sem
stafar af rekstrarvanda viðskipta-
vina. Nam salan 2016 um 13,6
terawattstundum. Þá minnkaði
hagnaður einnig milli ára og var
hann 118 milljónir dollara, en þess
má geta að hann var 90 milljónir
dollara árið 2010.
Fé frá rekstri nam um 200
milljörðum króna. Þá fóru um 90
milljarðar í fjárfestingar og um 100
milljarðar í lækkun skulda. Þá skilar
Landsvirkjun eigendum sínum, eða
íslenska ríkinu, 8 milljörðum króna
í arðgreiðslur.
Samkvæmt áætlun fyrir árin
2020 til 2025 er gert ráð fyrir veru-
legri aukningu fjár frá rekstri og að
arðgreiðslur verði orðnar um 110
milljarðar króna.
Arðgreiðslur fari í sérstakan sjóð
Fjármála- og efnahagsráðherrann
Benedikt Jóhannesson sagði í sínu
ávarpi á fundinum að það væri
vissulega freisting að láta auknar
arðgreiðslur renna í ríkissjóð til að
nota í hefðbundnum rekstri.
„Ég er aftur á móti þeirrar
skoðunar að heppilegra sé að búið
verði svo um hnúta að þessar sérs-
töku greiðslur fari í sjóð til sérstakra
nota.
Þessi not gætu verið marg-
vísleg: Sveiflujöfnun í hagkerfinu,
trygging gegn alvarlegri náttúruvá,
kynslóðajöfnun eða stuðningur við
nýsköpun og þróun. Allt eru þetta
dæmi um not sem hægt er að hugsa
sér, sum geta gengið saman en með
önnur markmið geta þau stangast
á.“
Ráðherra sagði að miðað við
sviðsmyndir sem upp hafi verið
dregnar gæti sjóðurinn stækkað
býsna hratt þannig að í hann bættust
á hverju árið arðgreiðslur sem gætu
numið milli 0,5 og 0,8% af vergri
landsframleiðslu (VLF), eða milli
10 og 20 milljarðar króna á ári.
„Með þessu móti gæti sjóðurinn
á tíu árum hafa vaxið í nærri 7% af
VLF og á 20 árum upp í um 20%
af VLF, ef miðað er við hóflega
ávöxtun og 15 milljarða framlag á
ári,“ sagði ráðherrann.
Ákvörðun um sæstreng til
Bretlands ekki á dagskrá
Benedikt Jóhannesson minntist
einnig á hugmyndir um lagningu
sæstrengs frá Íslandi til Bretlands
sem m.a. hefur verið eitt af stefnu-
málum Landsvirkjunar. Um það
sagði ráðherrann:
„Rætt hefur verið um rafstreng
til Englands sem flytti orku frá
Íslandi til Bretlands. Ljóst er að sú
framkvæmd yrði afar dýr og ef af
henni yrði er ekki vænlegt eða æski-
legt að íslensk stjórnvöld komi að
henni með beinum hætti. Ljóst er að
áður en til slíks kæmi þarf að ljúka
umræðu um það hér á landi hvort
við teljum æskilegt að flytja orku út
með þeim hætti. Auðvitað flytjum
við út orku nú þegar í álstöngum og
fleiri afurðum, þannig að hér yrði
ekki um grundvallarbreytingu að
ræða þó að formið væri með öðrum
hætti. Á Íslandi hafa stjórnmála-
menn oft einblínt á að skapa störf
en ekki horft nægilega á arðsemi
þeirrar starfsemi sem hingað hefur
flutt, til dæmis fyrir Landsvirkjun.
Umræða um þetta mál er alls ekki
orðin nægilega þroskuð til þess að
hægt sé að ganga frá samningum
um slíkan streng.“
Íslendingar á tímamótum
Í ávarpi Jónasar Þórs Guðmunds-
sonar, stjórnarformanns Lands-
virkjunar, kom fram að Íslendingar
stæðu að mörgu leyti á tímamótum.
„Eftir mikla uppbyggingu raf-
orkukerfis, sem hefur staðið undir
fjölbreyttu athafnalífi og átt þátt
í því að tryggja okkur lífskjör og
hagsæld sem jafnast á við það besta
sem gerist í heiminum, heyrast þær
raddir að við ættum að láta staðar
numið.
Væri okkur stætt á því? Þurfum
við yfirhöfuð meiri orku? Þetta er
athyglisverð spurning og það er
ástæðulaust að gera lítið úr henni,
en til að svara verðum við að átta
okkur á því hver fórnarkostnaðurinn
yrði, ef slík ákvörðun væri tekin,“
spurði Jónas.
„Margar náttúruperlur okkar
Íslendinga eru svo stórbrotnar og
mikilfenglegar að þær verður að
vernda fyrir komandi kynslóðir.
Ábyrgð okkar í því efni er mikil.
Eigi að síður er engum vafa undir-
orpið, í mínum huga, að unnt er að
nýta auðlindir okkar í meiri mæli en
nú er gert, án þess að ganga á verð-
mætar náttúruperlur. Það gildir bæði
um ný svæði og svæði sem þegar
hafa verið tekin undir orkuvinnslu.
Að því er síðarnefndu svæðin varð-
ar hefur hjá Landsvirkjun verið lögð
mikil áhersla á að nýta þau betur.
Þar eru enn umtalsverð tækifæri.
Orkuvinnsla getur farið fram
í sátt við þá sem njóta náttúrunn-
ar. Í því sambandi má nefna að
nýleg rannsókn Háskóla Íslands
leiddi í ljós að 92% ferðamanna
við Blönduvirkjun töldu ósnortin
víðerni hluta af aðdráttarafli
svæðisins þótt þar mætti sjá ýmis
virkjunarmannvirki. Þá töldu 89%
ferðamanna svæðið í kringum
Blönduvirkjun náttúrulegt, en um
7% manngert. Þótt af þessum niður-
stöðum Háskóla Íslands megi ekki
draga of víðtækar ályktanir er ljóst
að orkuvinnsla, náttúruvernd og
ferðamennska geta farið saman ef
vandað er til verka,“ sagði stjórn-
arformaðurinn. /HKr.
Landsvirkjun skilar 8 milljarða króna arði
– Því er spáð að arðgreiðslur munu nema um 110 milljörðum fram til 2025
Búðarhálsvirkjun. Myndir / Landsvirkjun
Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar.
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri
Lands virkjunar.
Jónas Þór Guðmundsson, stjórnar-
formaður Lands virkjunar.
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og
efnahagsráðherra.
Kol og gas áfram stærstu póstarnir
í raforkuframleiðslu heimsins