Bændablaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. janúar 2018 Mikil umræða var á síðastliðnu hausti um umframbirgðir á kindakjöti í landinu. Samkvæmt tölum Matvælastofnunar hefur þó orðið gjörbreyting á stöðunni og birgðir um árslok hafa ekki verið minni síðan 2011. Skýrist það bæði af aukinni innanlandssölu, en þó aðallega af stórauknum útflutningi. Framleiðsla á kindakjöti jókst í heildina um 244 tonn árið 2017 miðað við árið á undan, samkvæmt tölum Matvælastofnunar. Þetta er 2,4% aukning. Mestu munar um að þriðjungi meira var slátrað af ám og veturgömlu síðasta haust en árið 2016. Framleiðsla á lambakjöti dróst hins vegar saman um 77 tonn, eða 0,8%. Birgðir þær minnstu síðan 2011 Birgðir kindakjöts um áramót hafa ekki verið minni síðan í árslok 2011. Voru birgðirnar nú 14,8% minni en áramótin 2016. Fóru þær úr því að vera 6.754 tonn 31. desember 2016 í að vera 5.751 tonn 31. desember 2017. Þarna munar 1.003 tonnum sem birgðirnar voru minni en árið á undan. Framleiðsla á kindakjöti jókst í heildina um 244 tonn árið 2017 miðað við árið á undan samkvæmt tölum Matvælastofnunar. Þetta er 2,4% aukning. Mestu munar um að þriðjungi meira var slátrað af ám og veturgömlu síðasta haust en árið 2016. Framleiðsla á lambakjöti dróst hins vegar saman um 77 tonn, eða 0,8%. Um 13% minni dilkakjötsbirgðir Sé eingöngu horft á dilkakjötið voru birgðirnar um síðustu áramót 5.292 tonn en áramótin á undan voru þær 6.077 tonn. Þarna munar 785 tonnum sem þýðir að dilkakjötsbirgðirnar voru 12,9% minni. Áframhaldandi söluaukning innanlands Eftir samdrátt í sölu á kindakjöti innanlands jókst salan um 4,3% 2016 og um 3,5% árið 2017. Samanlagt þýðir þetta að sala ársins 2017 var um 514 tonnum meiri en árið 2015. Sé eingöngu horft á dilkakjötið jókst salan um 4,3% árið 2016 og um 2,1% árið 2017. Það þýðir að sala ársins 2017 á dilkakjöti var 333 tonnum meiri en hún var árið 2015. Útflutningur hefur aldrei verið meiri Útflutningur á kindakjöti jókst verulega árið 2017 miðað við árið á undan og hefur aldrei verið jafn mikill. Salan var 4.122 tonn, sem er 47,4% söluaukning miðað við árið 2016. Þá var útflutningur á kindakjöti 2.796 tonn. Aukningin er 1.326 tonn. Munar þar mestu um ný verkefni í Japan og víðar með aðkomu Icelandic lamb og sérstakt átaksverkefni í samvinnu sláturleyfishafa og Markaðsráðs kindakjöts. Mestur hafði útflutningur á kindakjöti áður verið 3.571 tonn árið árið 2010. Ferðamenn vilja íslenskt lambakjöt Í nýlegri könnun sem Gallup gerði fyrir markaðsstofuna Icelandic lamb kom í ljós að 54% erlendra ferðamanna borða íslenskt lambakjöt á meðan þeir heimsækja landið. 40% borða lamb eingöngu á veitingastöðum, 4% eingöngu það sem keypt er í búð en 10% hvorutveggja. Markaðsstofan rekur öfluga verðlauna herferð gagnvart erlend- um ferðamönnum á netinu og á í samvinnu við um 150 aðila í veitingarekstri, smásölu, framleiðslu og hönnun. Í könnun Gallup var einnig spurt hvort ferðamennirnir þekki merki Icelandic lamb sem hóf formlega starfsemi í ársbyrjun 2017. Í ljós kom að 27% þekkja merkið og af þeim hópi hafa 73% mjög eða nokkuð jákvæða mynd af því. Um fjórðungur er hlutlaus en neikvætt viðhorf mældist ekki. /HKr./SH Sjóðstýringarfyrirtækið GAMMA hefur verið í sambandi við sveitarstjórnina í Dalabyggð vegna áhuga á að koma að rafmagnsframleiðslu með vindorku í byggðarlaginu. Á bak við þessi áform stendur m.a. fyrirtækið Stormorka. Þegar er búið að setja í gang vinnu við breytingar á skipulagi Dalabyggðar og var málið rætt á íbúafundi í Dalabúð í gær, miðvikudaginn 24. janúar. Mjög skiptar skoðanir eru um uppbyggingu á vindmyllum í héraðinu. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins eru m.a. eigendur jarða á svæðinu ekki allir sáttir við að verið sé að breyta ósnortinni náttúru í raforkuframleiðslusvæði með verulegri sjónmengun af gríðarmiklum vindmylluskógi. Þá hefur verið gagnrýnt að gengið hafi verið framhjá fulltrúum í umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins við undirbúning að breyttu aðalskipulagi. Fyrsta skrefið er að auglýsa lýsingu á fyrirhuguðum skipulagsbreytingum Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dala byggðar, sagði í samtali við Bændablaðið að sveitarstjórn hafi samþykkt að hefja þessa umræðu og þar sé málið statt í dag. „Til að að hefja umræðuna var ákveðið að að skoða breytingarferli á aðalskipulagi. Fyrsta skrefið er að auglýsa lýsingu á fyrirhuguðum breytingum eða áform um að fara í þessar breytingar og þessa stundina er verið að taka við umsögnum og athugasemdum um lýsinguna á breytingunum. Í því ferli er ætlunin að gefa hagsmunaaðilum færi á að koma að umsögnum og athugasemdum í upphafi máls áður en búið er að leggja í of mikla vinnu. Síðan er næsta skref hjá umhverfis- og skipulagsnefnd og sveitarstjórn að yfirfara umsagnirnar og taka ákvörðun um hvort málið sé hæft í að halda áfram eða hvort við verðum að staldra við og afla frekari gagna eða hvort lengra verði ekki haldið.“ Sveinn segir að viðbrögð íbúa sveitarfélagsins við áformunum séu eins og við megi búast. „Margir sjá í þessu tækifæri fyrir sveitarfélag sem hefur átt við atvinnuleysi og fólksfækkun að stríða en aðrir leggjast gegn áformunum.“ Stormorka keypti land undir vindmyllugarð Þrjú félög munu hafa áhuga á að reisa vindmyllur í Dalabyggð. Þar er félagið Stormorka komið lengst og áformar félagið að reisa 30 til 40 vindmyllur. Það fyrirtæki er í eigu bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona. Hefur fyrirtækið fest kaup á 1.700 hektara jörð á Hróðnýjarstöðum þar sem áformað er að reisa 30 til 40 vindmyllur. Munu þær hver um sig verða með 3 til 5 megawatta (MW) framleiðslugetu í uppsettu afli og eiga þær samtals að geta framleitt 130 MW af raforku. Verða þessar vindmyllur talsvert stærri en tvær vindmyllur Landsvirkjunar ofan við Búrfell sem eru hvor um sig með 0,9 MW uppsett afl og eru 77 metra háar miðað við spaða í efstu stöðu. Sveinn Pálsson segir að samkvæmt þeim gögnum sem hann hafi geti hæð turna hverrar vindmyllu í Dalabyggð verið allt að 120 metrar og 180 metrar með spaðablöðum í efstu stöðu, en að hæðin verði endanlega ákveðin eftir vindmælingum. Í haust undirrituðu fulltrúar fyrirtækisins og sveitarfélagsins vilja- og samstarfsyfirlýsingu vegna áformanna. Búið er að auglýsa skipulags- og matlýsingu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar þar sem gert er ráð fyrir vindorkugarði. Samkvæmt frétt RÚV hafa bræðurnir verið að ræða við mögulega kaupendur á raforkunni en ekkert mun þó vera frágengið í þeim efnum. /HKr. /VH Skiptar skoðanir um vindmyllugarð í Dalabyggð – Hugmynd Stormorku gerir ráð fyrir 30–40 vindmyllum upp á 3 til 5 megawött sem framleiði samtals allt að 130 megavött FRÉTTIR www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 VARAHLUTIR Í DRÁTTARVÉLAR John Deere New Holland Steyr Case IH Fiat EIGUM Á LAGER OG GETUM ÚTVEGAÐ VARAHLUTI Í FLESTAR TEGUNDIR DRÁTTARVÉLA Útvegum einnig varahluti í gömlu dráttarvélarnar Framleiðsla á kindakjöti jókst töluvert á síðasta ári og innanlandssalan jókst einnig: Birgðir af kindakjöti um áramótin voru þúsund tonnum minni en árið á undan – Hafa ekki verið minni kindakjötsbirgðir í landinu í 6 ár og útflutningur hefur heldur aldrei verið meiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.