Bændablaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. janúar 2018 Kostnaður við aukna vetrar- þjónustu Vegagerðarinnar nemur um 100 milljónum króna. Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra og Vegagerðin hafa ákveðið að auka vetrarþjónustu og hálkuvarnir á ákveðnum köflum á þjóðvegakerfinu í því skyni að bæta umferðaröryggi. Ráðherra og vegamálastjóri hafa að undanförnu kannað með hvaða hætti og hvar helst þarf að bæta þjónustuna og Vegagerðin hefur áætlað kostnað við þessa auknu þjónustu, en hækkað þjónustustig vegna aukinnar vetrarþjónustu, m.a. með fleiri mokstursdögum er talinn kosta um 100 milljónir króna. Breytingarnar munu verða framkvæmdar eins hratt og unnt er með þeim tækjum og búnaði sem er til staðar. Fram kemur í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra á vef Vegagerðarinnar að brýnt sé að bæta vetrarþjónustu víða um land vegna aukinnar umferðar bæði vegna atvinnusóknar milli byggðarlaga og aukinna umsvifa ferðaþjónustu sem bjóði í síauknum mæli upp á ferðir víða um land árið um kring. „Með þessu eykst öryggi á þjóðvegunum enda nauðsynlegt að koma til móts við aukinn umferðarþunga og tryggja öruggar samgöngur allt árið. Reglur um snjómokstur hafa ekki verið endurskoðaðar í nokkur misseri og þörfin var orðin brýn. Við tryggjum meira fé til þjónustunnar í þágu aukins öryggis en um leið vil ég minna á að við þurfum alltaf að aka eftir aðstæðum og huga að hinum íslenska vetri,“ segir ráðherra. Aukin viðvera og meiri hálkuvarnir Á hringveginum verður þjónusta á kaflanum milli Víkur og Jökulsárlóns færð upp um þjónustuflokk. Felst aukin þjónusta bæði í aukinni viðveru og meiri hálkuvörnum. Suðurstrandarvegur er færður upp um flokk og fær 5 daga þjónustu í stað 2 daga áður. Þá verður þjónusta aukin á nokkrum ferðamannavegum á Suðurlandi þar sem umferð hefur aukist mjög, svo sem á Dyrhólavegi og við Skógafoss. Einnig verður þjónusta aukin á nokkrum stöðum í uppsveitum á Suðurlandi, m.a. á Skeiðavegi, Landvegi, Búrfellsvegi og víðar. Mokstursdögum að Hvanneyri fjölgað Þjónusta á milli Borgarness og Vegamóta á Snæfellsnesi verður færð upp um þjónustuflokk sem og á milli Borgarness og Hvanneyrar. Mokstursdögum verður fjölgað úr tveimur í fimm og þjónustustig á leiðinni í Húsafell verður einnig uppfært. Þá verður þjónusta á Útnesvegi aukin en umferð um hann er meiri en á veginum yfir Fróðárheiði þar sem þjónusta hefur verið meiri. Á þessum köflum hefur umferð aukist mjög síðustu misseri bæði vegna ferðamanna og eins atvinnusóknar. Á Vestfjörðum verður þjónusta aukin í nágrenni Bíldudals og í Skutulsfirði og á Norðurlandi á Svarfaðardalsvegi, í Eyjafirði og á nokkrum stöðum á Norðausturlandi. /MÞÞ Kostnaður við aukna vetrarþjónustu nemur um 100 milljónum króna – Brýn þörf orðin á að endurskoða reglur um snjómokstur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Vegagerðin hafa ákveðið að auka vetrarþjónustu og hálkuvarnir á ákveðn- MAST krafðist aflífunar á nautgripum frá Eystri-Grund í mars á síðasta ári eftir að þeir komust í kjötmjöl: Bætur fyrir gripina verða ekki metnar fyrr en þeim hefur verið fargað – Engin neyðarslátrun í boði vegna slíkra mála, segir Viktor Pálsson, forstöðumaður samhæfingarsviðs Matvælastofnunar Nautgripunum frá bænum Eystri- Grund við Stokkseyri sem komust í kjötmjöl sem bannað er að gefa nautgripum, hefur enn ekki verið fargað, þó að úrskurður um það hafi legið fyrir í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu í lok marsmánaðar á síðast á ári. Á þeim tíma hefur bóndinn þurft að standa straum að fóðurkostnaði fyrir gripina án þess að fá metnar bótagreiðslur fyrir þá. Forsagan er sú að þann 27. mars á síðasta ári lagði Matvælastofnun bann á markaðssetningu afurða frá bænum, slátrun til manneldis og flutning gripanna. Skýringin var sú að um 140 nautgripir á bænum höfðu aðgang að óvörðum og götuðum sekkjum af kjötmjöli sem ætlað var að nota sem áburð. Ekki er heimilt að nota kjötmjöl sem fóður fyrir dýr í matvælaframleiðslu, vegna hættu á kúariðusmiti. Í tilkynningu Matvælastofnunar frá því í mars á síðasta ári kom fram að ummerki á staðnum bentu til að nautgripir hafi verið við sekkina og þeir hafi sleikt og étið kjötmjöl úr þeim. Útgjöld vegna fóðurkaupa Í byrjun þessa árs var greint frá því í fréttum Ríkisútvarpsins að nautgripirnir væru enn á lífi og var haft eftir Sævari Ástmundssyni, bónda á Eystri-Grund, að þessar tafir hefðu kostað hann mikil útgjöld vegna kaupa á fóðri. Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, gaf þær skýringar að skortur á aðstöðu, vangeta sláturhúsa til að taka við nautgripunum og ósk frá bóndanum um að fresta förgun hafi leitt til að drátturinn varð. Vildi bóndinn athuga réttarstöðu sína gagnvart ákvörðun ráðuneytisins og síðan fá staðfestingu á bótum – og þetta tafði málið. Frestun förgunar var hafnað í júní. Annir í sláturhúsum í sláturtíðinni í haust töfðu svo málið enn frekar, því ekki var hægt að taka nautgripina þar inn á meðan. Að aflokinni sláturtíð, þegar til stóð að fara með gripina í sláturhús, var bóndinn ekki tilbúinn að gera það nema staðfesting á bótum lægi fyrir. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu verður bótafjárhæðin ekki ákveðin fyrr en búið er að farga dýrunum. Neyðaraflífun átti ekki við Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, hefur gagnrýnt málsmeðferðina og benti á það í umfjöllun Ríkisútvarpsins að til væru ferlar sem gera ráð fyrir að hægt sé að koma neyðarslátrun við undir þessum kringumstæðum. Dýralæknir geti þannig í krafti embætti síns komið slíkum gripum í gegnum sláturhús og þeim fargað svo fljótt sem auðið er. Hann hefur líka gagnrýnt að ekki sé vilji til að reikna út bætur fyrir Sævar bónda, þar sem fyrir liggur hver aldur og fjöldi gripanna sé. Viktor Stefán Pálsson, forstöðumaður Samhæfingarsviðs Matvælastofnunar, segir að í tíð eldri reglugerðar um slátrun hafi neyðarslátrun átt við þegar dýr voru aflífuð utan sláturhúss, samkvæmt ákvörðun dýralæknis, vegna slyss eða af öðrum ástæðum. „Í núgildandi reglugerð er talað um neyðaraflífun og er þá átt við aflífun dýra sem eru með áverka eða sjúkdóm sem hefur í för með sér mikinn sársauka eða þjáningu. Í tilviki nautgripanna á Eystri-Grund var þessu ekki fyrir að fara og engin neyð sem knúði á um að krefja sláturleyfishafa til að breyta sláturplönum og riðla þannig sláturtíðinni með því að taka daga frá til að slátra fjölda nautgripa frá Eystri-Grund,“ segir Viktor. Engar bætur ákvarðaðar fyrr en búið er að farga Elísabet Anna Jónsdóttir, lög- fræðingur í atvinnu- og nýsköpunar- ráðuneytinu, segir í svari við fyrirspurn frá Bændablaðinu að um kostnað og bætur vegna slíkra aðgerða sé fjallað í 6. kafla laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. „Til að komast að niðurstöðu um bótafjárhæð í málum sem þessum þurfa að liggja fyrir upplýsingar um meðal annars fjölda og aldur gripa, sem liggja ekki fyrir samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur því ekki undir höndum nein haldbær gögn til að styðjast við til að meta bætur vegna málsins,“ segir Elísabet. Hún bætir við að ráðuneytið hafi samið við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins um að taka að sér að aðstoða við mat á bótum vegna málsins. Spurð um það hvort ekki sé hægt að nálgast upplýsingar um aldur og fjölda gripa hjá héraðsdýralækni til að mynda, segir hún að ráðuneytið muni að svo stöddu ekki veita ítarlegri upplýsingar um efnistök málsins sem það hefur til meðferðar. Vísar hún til fyrra svars hvað varðar fyrirliggjandi gögn og þá lagaheimild sem ákvörðun byggir á. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun er nú stefnt á að búið verði að farga gripunum í febrúar. /smh Áburðarverð hefur hækkað um 10 til 14 prósent Verðskrár áburðarsala liggja nú fyrir og eru aðgengilegar á vefjum þeirra. Meðalverðhækkanir eru í kringum 10 til 11 prósent frá því í fyrra og vega hækkanir á heimsmarkaði þyngst. Lífland býður upp á 16 tegundir Jóhannes Baldvin Jónsson, deildarstjóri ráðgjafar og vöruþróunar hjá Líflandi, segir að vorið 2016 hafi áburður lækkað nokkuð frá fyrra ári og í fyrra urðu einnig allsnarpar lækkanir, eða 20–25 prósent frá fyrra ári. „Nú erum við að sjá 10–11 prósent meðalhækkun milli ára og vegur þar erlend hækkun mest þó svo að gengið sé líka að spila með. Lífland býður í ár upp á 16 vörutegundir og er áhersla lögð á að bjóða aukið úrval af selenbættum vörum þetta árið. Til viðbótar höfum við bætt við okkur tvígildum DAP áburði með háu fosfórhlutfalli auk kornaðs kalks.“ Nýr kostur hjá Skeljungi Lúðvík Bergmann, sölustjóri áburðar hjá Skeljungi, segir að fyrirtækið markaðssetji Sprettinn nú þrettánda árið í röð. „Undanfarin ár höfum við verið að kynna nýjan kost fyrir bænd- ur, Sprettur+OEN, sem getur lækkað áburðarreikninginn svo um munar. Bændur hafa tekið þessari nýjung fagn andi og salan aukist um 100 prósent á þessum tegundum milli ára. Verðskrá Spretts hækkaði um 11 prósent að meðaltali frá 2017 og kemur það til vegna erlendra hækkana að mestu, en einnig vegna veikara gengis krónunnar.“ Áburðarsala fer vel af stað Að sögn Einars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Búvís, varð verðhækkun milli áranna 2017 og 2018, eftir verðlækkanir undanfar- inna tveggja ára þar á undan. „Hækk- unin er misjöfn eftir tegundum en nemur að meðaltali 9,68 prósentum. Orsaka þessara hækkana má finna í hækkun á heimsmarkaðsverði. Mest er hækkunin á köfnunarefni. Hagstæðara gengi dollars nú miðað við sama tíma í fyrra dregur hins vegar úr hækkuninni. Búvís býður upp á nánast sama úrval á áburði og í fyrra og hefur áburðarsala farið mjög vel af stað það sem af er árinu.“ Tvær nýjar tegundir hjá SS Elías Hartmann Hreinsson, deildar- stjóri búvörudeildar hjá Sláturfélagi Suðurlands, segir áburðarverð á Yara-áburði hafa hækkað um 14 prósent á milli áranna 2017 og 2018. „Munar þar mestu um hækkun á köfnunarefni sem hækkaði um 18 prósent ásamt umtalsverðri hækkun á fosfór og kalí á milli ára sem og veiking gengis íslensku krónunnar. Sláturfélag Suðurlands kemur með tvær nýjar áburðartegundir með seleni á markaðinn þetta árið; tvígild- an áburð (NP 25 - 2 se) og þrígildan áburð (NPK 23-3-8 se). Við niðurstöður heyefnagreininga kemur í ljós að selen í Yara-áburði skilar sér að fullu í gróffóðrið.“ Verðþróun snúist við Sigurður Þór Sigurðsson segir að verð á áburði lækkað á alþjóðlegum mörkuðum í erlendri mynt og á sama tíma hefði gengi krónunnar styrkst. „Fyrir þessa áburðarvertíð snerist þessi þróun við. Innkaupsverð áburðar hækkaði í erlendri mynt, verð á skipa- unnar veiktist miðað við sama tímabil fyrir ári síðan. Veiking krónunnar hef- ur raunar haldið áfram síðan verðskrá Fóðurblöndunnar var birt. Verðskrá Fóðurblöndunnar hækkaði um 14 prósent frá fyrra ári eftir að hafa lækkað samtals um rétt tæplega 40 prósent samtals á síðustu tveimur árum þar á undan. Vöruskráin okkar er lítið breytt enda byggja okkar áburðarformúlur á áralangri reynslu íslenskra bænda. Undanfarin ár hefur verið bætt við fleiri tegundum sem innihalda selen.“ /smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.