Bændablaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 49
49 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. janúar 2018 Navia-tátiljur á dömur Skóstærð: 40, dömustærð Garn: Navia Trio fæst hjá Handverkskúnst Aðallitur, hvítur N31: 1 dokka Munsturlitur, milligrár N33: 1 dokka Prjónar: Sokkaprjónar nr 4 #Handverkskúnst Prjónfesta: 22 lykkjur = 10 sm! Aðferð: Byrjið að aftan á miðjum hæl. Fitjið upp 13 lykkjur með rjómahvítum. Prjónið fram og til baka í sléttu prjóni eftir munsturteikningu á hæl. Prjónið 14 umferðir, takið nú upp 14 lykkjur meðfram kanti hvoru megin = 41 lykkjur á prjóninum. Haldið áfram að prjóna fram og til bara yfir allar 41 lykkjurnar. Munsturteikning sýnir allar lykkjurnar en fyrstu 4 og síðustu 4 lykkjurnar eru alltaf prjónaðar slétt (garðaprjón). Þegar prjónaðar hafa verið 24 umferðir eftir að lykkjur voru teknar upp á hæl, fitjið upp 5 lykkjur (ofan á fæti/rist) og prjónið nú í hring. Haldið áfram að prjóna eftir munsturteikningu. Fellið af eins og teikning sýnir = 18 lykkjur eftir á prjóninum, slítið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru. Frágangur: Heklið eina umferð keðjulykkjur með gráu meðfram opi. Hönnun: Navia, þýtt yfir á íslensku með leyfi þeirra. Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 4 6 8 1 7 1 9 7 2 7 3 2 8 9 6 7 1 4 6 2 4 3 7 8 5 9 5 4 6 7 3 9 3 7 4 5 1 7 5 9 2 Þyngst 1 2 7 5 4 9 2 3 7 3 8 9 7 8 3 6 8 7 2 4 2 9 4 5 2 6 1 5 1 3 6 9 6 9 7 8 7 3 4 8 1 4 5 8 3 3 7 2 1 6 4 6 7 1 1 2 6 5 9 3 6 8 2 5 9 2 4 6 9 8 7 9 1 3 2 1 5 3 6 4 3 5 8 2 4 1 2 4 1 5 4 5 9 8 2 Hefur gaman af því að ferðast til Taílands Sigurgeir Sankla er alltaf hress og hefur gaman af því að ferðast til Taílands en mamma hans og Aron stóri bróðir eru fædd þar. Sigurge i r hefur alltaf búið í Ásbyrgi þar sem afi hans og nafni var bóndi, en hlaðan og fjárhúsin í Ásbyrgi eru nú upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og heitir Gljúfrastofa. Nú er bara eitt dýr á bænum og það er hundurinn Lappi sem Sigurgeir Sankla hugsar vel um enda eru þeir bestu vinir. Skemmtilegast er að leika úti með Lappa eða teikna þegar veðrið er slæmt. Nafn: Sigurgeir Sankla Ísaksson. Aldur: 10 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Ásbyrgi í Kelduhverfi. Skóli: Öxarfjarðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Smíðar og enska. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Lappi. Uppáhaldsmatur: Spægispylsa. Uppáhaldshljómsveit: Imagine Dragons. Uppáhaldskvikmynd: Kubo and the Two Strings. Fyrsta minning þín? Ég man þegar ég var í pössun hjá ömmu í Taílandi og lærði fyrstu orðin í taílensku. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Helst ekki, en ég hef spilað á marimba í skólanum. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Fullorðinn. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór á snjóþotu niður bratta brekku og fór með hausinn í snjóskafl. Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt á nýju ári ? Teikna mikið og fara svo í ferðalag, helst til Bahamas. Mamma og pabbi mega alveg koma með. Næst » Sigurgeir skorar á Kötlu Björk Víkingsdóttur í Sandfellshaga að svara næst. HANNYRÐAHORNIÐ FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 8. febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.