Bændablaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. janúar 2018 Þann 11. janúar síðastliðinn voru veittir styrkir til náms úr Vísinda- og rannsóknasjóði Suðurlands. Styrkþegar að þessu sinni voru tveir og fengu hvor um sig 750.000 krónur. Annars vegar var það Sigríður Jónsdóttir til að vinna að MA-verkefni sínu „Beittar uppgræðslur á hálendi Íslands, reynsla bænda, aðferðir og árangur“. Markmið verkefnis er að afla þekkingar meðal bænda, sem hafa unnið að uppgræðslu á hálendinu, til að geta nýtt og miðlað þekkingu þeirra á skilvirkari hátt en nú er gert. Hins vegar fékk Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir styrk til að vinna að MA-verkefni sínu „Málefni Breiðamerkursands og evrópski landslagssáttmálinn“. Markmið verkefnis er að kanna hvaða áhrif evrópski landslagssáttmálinn gæti haft á málefni Breiðamerkursands. Styrkurinn var afhentur af forseta Íslands, herra Guðna Th. Jóhannessyni, á hátíðarfundi Fræðslunetsins sem haldinn var í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Sigrún Inga er í námi við Háskóla Íslands og Sigríður við Landbúnaðarháskóla Íslands. Sigurður hlaut menntaverðlaun Suðurlands Við sama tækifæri og styrkirnir voru afhentir úr Vísinda- og rannsóknasjóði Suðurlands veittu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) menntaverðlaun samtakanna fyrir árið 2017. Þrjár tilnefningar bárust. Stjórn SASS var sammála um að verðlaunin færu til Sigurðar Sigursveinssonar, framkvæmdastjóra Háskólafélags Suðurlands og fyrrverandi skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands. Sigurður tók auðmjúkur við verðlaununum um leið og hann þakkaði fyrir sig og það góða starfsfólk sem hefur unnið með honum í gegnum árin. /MHH Á bænum Vorsabæ II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hjá Stefaníu Sigurðardóttur og Birni Jónssyni eru margar sérstakar og skemmtilegar skepnur. Þau eru t.d. með geitur, hesta, kindur, kött, hund og þar er líka ferðaþjónusta. Töluvert er af ferhyrndu fé á bænum, m.a. kindin Snuðra, mórauð á 10. vetri. Hún missti fjórða hornið sitt þegar hún var 8 vetra. Hún er undan mórauðum tvíhyrndum hrút sem hét Bambínó og móðir hennar var svört, ferhyrnd og hét Furða. Í Vorsabæ er líka fallegur hestur með mjög sérstakan lit. Hesturinn heitir Hagur og er á 6. vetri. Hann er glómóvindóttur og fékk litinn frá móður sinni sem er með sama lit. Faðir hans heitir Hreyfill frá Vorsabæ 2 sem er einn af hæst dæmdu klárhestum í heiminum. Móðir Hags heitir Tíska frá Vorsabæ 2. „Við eigum ekki fleiri hesta með þessum lit en hún Tíska hefur gefið litfögur afkvæmi, m.a. vindótt og moldótt,“ segir Stefanía. /MHH Vorsabær II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi: Þríhyrnd Snuðra og gló- mó vindóttur hestur Endurmenntun LbhÍ www.lbhi.is/namskeid • endurmenntun@lbhi.is • 433 5000 Húsgagnagerð úr skógarefni I Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur Á námskeiðinu læra nemendur að setja saman koll og bekk úr því sem til fellur við grisjun skóga. Hefst 16. mars á Snæfoksstöðum í Grímsnesi Ræktum okkar eigin ber Hverjar eru þarfir mismunandi tegunda með tilliti til jarðvegs, áburðar, klippingar og annarrar umhirðu? Haldið 17. mars hjá LbhÍ á Reykjum Trjá- og runnaklippingar Verkleg kennsla í bland við bóklega þar sem farið verður yfir það hvernig meta eigi ástand trjáa og runna þegar kemur að klippingu. Haldið 17. mars hjá LbhÍ á Reykjum Húsgagnagerð úr skógarefni II Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur Húsgagnagerð tekin skrefinu lengra, nemendur fara mun dýpra í ferlið frá hönnun til vöru. Hefst 13. apríl á Snæfoksstöðum í Grímsnesi Meðferð varnarefna Haldið í samstarfi við Umhverfisstofnun, Vinnueftirlitið og Landssamtök meindýraeyða Ætlað þeim sem sækjast eftir að fá notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörur vegna notkunar í landbúnaði, garðyrkju og við eyðingu meindýra. Hefst 26. febrúar hjá LbhÍ í Reykjavík Rúningsnámskeið Allt sem snýr að vélrúningi á sauðfé. Einnig er farið yfir helstu atriði við meðferð, flokkun og frágang á ull. Hefst 9. mars hjá LbhÍ á Hesti í Borgarfirði Hænsnahald í sveit og bæjum! Allt sem snýr að ræktun hænsfugla, allt frá undirbúningi til uppeldis. Haldið 10. mars á Kirkjubæjarklaustri Sútun á lambgærum Verklegt námskeið þar sem fjallað verður um ferli sútunar á lambgærum og handverkið í kringum sútunarferlið. Hefst 16. mars hjá LbhÍ á Hvanneyri Snuðra með hornin sín þrjú eftir að það fjórða brotnaði þegar hún var 8 vetra. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson Hagur, sem er glómóvindóttur, er hér með Sigurbjörgu Báru Björnsdóttur sem býr í Vorsabæ og stundar nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Vísinda- og rannsóknasjóður Suðurlands: Sigrún og Sigríður fengu hvor sínar 750.000 krónurnar í styrki Sigrún Inga (t.h.) og Sigríður, ásamt Sveini Aðalsteinssyni, formanni dómnefndar, og hr. Guðna Th.Jóhannessyni, forseta Íslands. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sigurður með viðurkenninguna og blómvönd, ásamt Gunnari Þorgeirssyni, formanni stjórnar SASS, og hr. Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.