Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 20182 FRÉTTIR 1. nóvember 2018 – atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Vegna ummæla formanns Sambands garðyrkjubænda – Misskilningur um áhrif þriðja orkupakkans Haft er eftir formanni Sambands garðyrkjubænda á forsíðu Bændablaðsins í dag, fimmtu daginn 1. nóvember, að innleiðing á þriðja orkupakka Evrópu sambandsins myndi „án nokkurs vafa leiða til lagningar sæstrengs og hækkunar á raforkuverði“. Í kjölfarið sé „borðleggjandi að íslensk garðyrkja mun leggjast af í þeirri mynd sem hún er nú“. Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið árétta að þriðji orkupakkinn leggur engar skyldur á herðar Íslandi að samþykkja hugsanlegan sæstreng. Enginn vafi leikur á því að leyfisveitingarvaldið yrði eftir sem áður hjá íslenskum stjórnvöldum. Engar millilandatengingar fara á verkefnalista ESB (PCI-lista) nema með samþykki viðkomandi stjórnvalda og reglugerðin um verkefnalistann hefur raunar ekki verið innleidd í EES-samninginn og er ekki hluti af þriðja orkupakkanum. Þá er sérstaklega kveðið á um að kerfisáætlun sambandsins sé óbindandi fyrir aðildarríkin. Af þessum ástæðum og fleirum er óhugsandi að slíkur strengur yrði lagður gegn vilja yfirvalda, enda hefur ekki verið bent á dæmi um að slíkt hafi gerst. Því hefur verið velt upp að mögulega geri grunnreglur EES-samningsins um frjálst vöruflæði að verkum að óheimilt sé að leggja fortakslaust bann við lagningu strengs, þó að eftir sem áður yrði hann háður leyfum samkvæmt málefnalegum sjónarmiðum. Sé það raunin er sú staða uppi nú þegar, hefur verið það frá því að EES-samningurinn var samþykktur fyrir um aldarfjórðungi, og er með öllu ótengt þriðja orkupakkanum. Loks er rétt að árétta að þriðji orkupakkinn breytir engu um heimildir stjórnvalda til að koma til móts við atvinnugreinar á borð við ylrækt, sem nýtur niðurgreiðslna á verulegum hluta af flutnings- og dreifikostnaði raforku. Þess má einnig geta að iðnaðarráðherra skipaði síðastliðið vor starfshóp til að fara yfir raforkumál garðyrkjubænda. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra. Sagt misskilningur á Íslandi en er tilefni lögsóknar gegn norskum stjórnvöldum Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, sagði í samtali við Bændablaðið að hann skildi ekki í hverju hans misskilningur ætti að liggja eins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið haldi fram í sinni yfirlýsingu. „Maður veltir þá fyrir sér hver sé hinn raunverulegi skilningur í málinu. Ég hef ekki heyrt nein rök fyrir því að það sé gott fyrir íslenska þjóð að innleiða þetta annað en að við verðum að gera þetta af því að við séum undir EES samningnum. Ef það er orðin staðreynd að við þurfum að afsala okkur öllu því á grundvelli EES samningsins sem við ætlum að hafa sjálfstæði yfir, erum við þá ekki á rangri leið – eða hvað? Í mínum skilningi er það þannig. Ég hef ekki heyrt nein rök fyrir því að þetta sé kostur. Margir segja að við höfum innleitt orkupakka 1 og 2 sem innihaldi ekki minna valdaafsal, þá spyr ég; voru menn ekki vakandi þegar þeir innleiddu orkupakka 1?“ segir Gunnar. Hann furðar sig líka á að það skuli vera ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem ætli sér að leggja fram tillögu um þessa innleiðingu þegar fyrir liggi samþykkt landsfundar flokksins um að gera það ekki. Þá veki líka athygli þögn ráðherra hinna flokkanna í ríkisstjórninni um málið. Fyrrverandi ráðherra skýtur á Bændablaðið Orð Björns Bjarnasonar á Facebook- síðu sinni á dögunum um þetta mál hafa líka vakið athygli. Þar sagði hann m.a.: „Löngu tímabært að ráðuneytið taki af skarið um þetta. Bændur og Bændablaðið eiga ekki að láta andstæðinga EES-samningsins í Noregi ráða afstöðu sinni í þessu máli. Svo virðist sem þeir ætli að beita Íslendingum fyrir vagn sinn eftir að þeir urðu undir á norska þinginu.“ Björn talar einnig um óvænta upphlaupið vegna þriðja orkupakkans og gagnrýnir ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins 2018. Kjarninn greindi frá því fyrir nokkru að þessi sami Björn Bjarnason hefur verið skipaður af utanríkisráðherra til að sinna formennsku í starfshópi sem hefur það hlutverk að vinna skýrslu um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt ráðuneytinu er með skýrslunni verið að koma til móts við beiðni frá hópi þingmanna um skýrslu utanríkisráðherra um kosti og galla aðildar Íslands að EES-samningnum sem samþykkt var á Alþingi fyrr á þessu ári. Gagnrýni á gagnrýni ráðuneytisins Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræð- ingur gerir margvíslegar athugasemdir við þessa yfirlýsingu ráðuneytisins í Bændablaðinu í dag (bls. 44–45). Hann segir m.a. að ráðuneytið og lögfræðilegir ráðgjafar þess hafi ekki haft uppi neina tilburði til að greina afleiðingar „orkupakkans“ á íslenska raforkumarkaðinn. Þá bendir hann einnig á að norski lagaprófessorinn Peter Örebech hafi þegar hrakið ítarlega öll lögfræðileg rök sem ráðuneytið lét gera til að réttlæta innleiðingu orkupakkans og lesa má um í síðasta Bændablaði. Bendir Bjarni jafnframt á að óhjákvæmilegt sé að markaðsvæðing raforkunnar hérlendis vegna innleiðingar orkupakkans muni leiða til verðhækkana til notenda (utan langtímasamninga) og minna afhendingaröryggis forgangsorku vegna þess, að samræmd orkulindastýring sé bönnuð sem óleyfilegt markaðsinngrip ríkisins á Innri markaði ESB. „Þetta mun allt gerast, þótt raforkukerfi landsins verði áfram ótengt við millilandasæstreng,“ segir Bjarni í grein sinni. /HKr. – Sjá nánar um orkupakka 3 og tengd mál á síðum 8, 20–21 og 44–46 Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda. Mynd / smh Bjarni Jónsson rafmagnsverk- fræðingur. Engin rök lögð fram um að orkupakki 3 sé hagstæður fyrir Íslendinga – segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamála ráðherra. Norsku samtökin Nei til EU hafa höfðað mál gegn stjórnvöldum í Noregi vegna samþykktar á þriðju orkutilskipun Evrópu- sambandsins fyrr á þessu ári. Samtökin telja að samþykktin hafi brotið í bága við stjórnarskrá Noregs. Dómsmál Nei til EU hefur verið höfðað gegn Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, sem æðsta embættismanns landsins. Lögsóknina byggja samtökin á því að þau telja að 93. grein norsku stjórnarskrárinnar um framsal fullveldis, sem krefst 3/4 atkvæða þingmanna á Stórþinginu þar sem að minnsta kosti 2/3 þingmanna eru viðstaddir, hafi átt við um afgreiðslu þriðju orkutilskipunarinnar. Hún var hins vegar aðeins samþykkt með einföldum meirihluta atkvæða. „Framsal fullveldis til Evrópusambandsins í hverju málinu á fætur öðru, nú síðast til orkustofnunar sambandsins, er stjórnarskrármál. Baráttunni fyrir fullveldið er ekki lokið,“ sagði Kathrine Kleveland, formaður norsku samtakanna Nei til EU, í samtali við norska dagblaðið Nationen. Mikil umfjöllun hefur verið um málið í fjölmörgum fjölmiðlum í Noregi. Þriðja orkutilskipun ESB hefur ekki enn verið samþykkt hér á landi en íslensk stjórnvöld stefna á að leggja fram þingmál um samþykkt hennar í febrúar á næsta ári. Liggja drög að nauðsynlegum lagabreytingum vegna þess þegar fyrir. Greinilegt er af viðbrögðunum að mikil pressa er á stjórnvöldum um að samþykkja þennan orkupakka. /HKr. Kathrine Kleveland, formaður sam- takanna Nei til EU í Noregi. Þrír flokkar álykta gegn orkupakka 3 Tveir af þrem flokkum í ríkisstjórn Íslands hafa á sínum landsfundum tekið afstöðu gegn innleiðingu orkupakka 3 frá ESB, en VG virðist tvístígandi í málinu. Málið kom til umræðu á fundi stjórnarflokkanna í ráðherra- bústaðnum í Reykjavík í fyrri viku, en mikil óvissa er um afstöðu VG og líka átök innan Sjálfstæðisflokks eftir útspil iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í málinu þvert á ályktun landsfundar. Samþykktar ályktanir þriggja flokka á Alþingi eru afgerandi. Þannig sagði m.a. í ályktun á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í mars 2018 um iðnaðar- og orkumál: „Íslensk útflutnings- og framleiðslufyrirtæki skulu njóta þess samkeppnisforskots sem felst í notkun á grænni íslenskri orku. Landsfundur leggst gegn því að græn upprunavottorð raforku séu seld úr landi. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.“ Framsókn gegn orkupakka 3 Á flokksþingi Framsóknar- flokksins í mars var tekin afgerandi afstaða gegn því að orkulöggjöf Evrópusambandsins verði tekin inn í samninginn um Evrópska efnahagsvæðið. Þar segir orðrétt: „Framsóknarflokkurinn stendur vörð um fullveldi Íslands í orku- málum og hafnar því að orkulöggjöf Evrópusambandsins verði tekin inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.“ Í umræðum um málið kom fram að Evrópusambandið hafi ákveðið að taka upp aukna miðstýringu í orkumálum undir yfirstjórn orkustofnunar (ACER) og legði áherslu á að sama regluverk og þar með að vald ACER næði til Íslands, færi svo að Ísland undirgengist orkulöggjöfina. Framsóknarflokkurinn hafni því enda sé það algerlega óásættanlegt að erlendu stjórnvaldi verði falin bein eða óbein völd yfir orkumálum þjóðarinnar. Vinstri grænir tvístígandi Vinstri græn hafa ekki tekið formlega afstöðu til málsins í sínum stofnunum. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, ræddi um orkupakka 3 á fundi með forsætisráðherra Norðmanna fyrir skömmu. Norska ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að Íslendingar samþykktu líka orkupakka 3 líkt og gert var í Noregi í mars 2018 í Noregi. Meðal þeirra sem samþykktu innleiðingu orkupakkans í Noregi var Venstre og Miljøpartiet De Grønne, systurflokkur VG á Íslandi. Nú velta menn fyrir sér hvort forsætisráðherra Íslands láti afstöðu norska systurflokksins ráða afstöðu sinni í málinu. Miðflokkurinnn ályktar gegn orkupakka 3 Á flokksráðsfundi Miðflokksins á Akureyri 3. nóvember var ályktað gegn innleiðingu á orkupakka 3. Þar sagði m.a. orðrétt: „Á hundrað ára fullveldis- afmæli virðist allt benda til þess að ríkisstjórnin ætli sér að innleiða hinn svokallaða þriðja orkupakka Evrópusambandsins, þrátt fyrir ótal viðvaranir, heimanfrá og að utan. Það er ótækt að jafn stórt hagsmunamál og hér um ræðir sé látið reka á reiðanum af starfandi stjórnvöldum. Að líkindum í trausti þess að málið, sem kallar á verulegt fullveldisframsal, renni í gegnum ríkisstjórn og Alþingi, án þess að til varna verði tekið. Slík framganga kemur ekki á óvart hjá ríkisstjórn sem hefur það sem sitt helsta markmið að tryggja ráðherrastóla.“ /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.