Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2018 41 Handsápugerð Fitjar Islands í Noregi: Norrænt auðkenni varanna er sérstaða Á afskekktri og lítilli eyju á vesturströnd Noregs hefur orðið ævintýraleg uppbygging síðustu ár þar sem hópur ungra frumkvöðla hefur hreiðrað um sig við sápugerð, með stofnun brugghúss og lítils handverksbakarís. Þar hafa sápurnar og kremin frá fyrirtækinu Fitjar Islands vakið mesta athygli út fyrir eyjuna en ilmur þeirra og áferð, sem nú er selt út um allan heim, fer samstundis með notandann út í óspillta náttúruna. „Þetta byrjaði allt á eldhúsbekk á afskekktri eyju suður af Bergen sem heitir Tordagsøy þar sem stofnandi fyrirtækisins, Jorunn Hernes, gerði tilraunir með mismunandi hefðbundnar sápugerðaraðferðir. Á þeim tíma pakkaði hún pöntunum inn í dagblöð dagsins og síðan í bát sinn til pósthússins sem var á nágrannaeyjunni Stord. Margir viðskiptavinir sem hafa haldið tryggð sinni við fyrirtækið frá byrjun muna enn eftir því þegar þeir urðu að bíða í viku eftir að fá afhenta vöruna, því Jorunn fór aðeins einu sinni í viku á pósthúsið,“ útskýrir Monica Sanchez, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og segir jafnframt: „Nokkrum árum síðar byrjaði vörumerkið að vekja athygli á sérstökum vettvöngum og á bloggsíðum sem voru tileinkaðar hefðbundnum rakstursaðferðum. Þá hafði Jorunn þróað sérstaka samsetningu til að búa til hágæða raksápu fyrir karlmenn með áferð á við hefðbundin hágæða bresk vörumerki. Smátt og smátt jókst salan um leið og fyrirtækið fór að dreifa sápum þess til allra heimshorna, allt frá þessari litlu eyju á vesturströnd Noregs. Fyrirtækið byggt upp aftur Saga fyrirtækisins er svolítið eins og sagan um Davíð og Golíat. Eftir nokkur ár með heilbrigðum og stöðugum vexti, ef maður tekur bæði tillit til framleiðslunnar og veltu, þá stöðvaðist framleiðslan. Á þessum tíma voru um 130 vörumerki fyrir karlmenn, konur og börn. Þetta gerðist vegna þess að árið 2014 byrjuðu norsk stjórnvöld að framfylgja nýjum reglum sem kröfðust þess að lítil snyrtivörufyrirtæki skyldu fylgja nýjum tilskipunum Evrópusambandsins, sem hingað til einungis stór snyrtivörufyrirtæki höfðu þurft að fylgja. Til að uppfylla þessar tilskipanir þá hefði fyrirtækið þurft að gangast undir miklar fjárfestingar sem myndi setja það í hættu þannig að eftir miklar vangaveltur og með miklum trega var ákveðið að hætta framleiðslu. Jorunn sagði mér síðar að þegar það fréttist að loka ætti fyrirtækinu hefðu viðskiptavinir þess gengið af göflunum og hamstrað uppáhaldsvörur sínar en lager fyrirtækisins seldist upp á innan við viku. Enn í dag fáum við stundum viðskiptavini sem segja okkur sögur eins og þessa: „Ég ákvað að láta mér vaxa skegg eftir að ég kláraði síðustu Fitjar raksápuna mína því ég fann enga aðra sem var sambærileg henni.“ Raksápan er flaggskipið Ári eftir lokun fyrirtækisins, eftir margar fyrirspurnir alls staðar að úr heiminum, var ákveðið að hefja aftur framleiðsluna einungis á þeirri vörulínu sem hafði sterkasta stöðu þegar fyrirtækinu var lokað, eða raksápum. Frá árinu 2016 hafa snyrtivörur fyrirtækisins verið til undir vörumerkinu Fitjar Islands. „Ilmtegundirnar sem við notum í vörurnar eru nútímalegar, kynja- lausar, ferskar og náttúrulegar. Þetta vekur lyktarskynfæri fólks af því hvernig lífið og loftið er hér á eyjunni sem hefur áhrif á þá sem nota vörurnar. Það sem er einnig sérstakt við vörurnar er norrænt auðkenni þeirra sem gefur okkur sérstöðu á hinum hefðbundna raksápumarkaði því við kynnum hinn hefðbundna rakstur sem einfaldan, auðveldan og litaðan af naumhyggju,“ segir Monica. Á síðasta ári seldi fyrirtækið um 13 þúsund einingar og vörurnar eru seldar víða um heim, allt frá Norðurlöndunum til Ástralíu og Kasakstan svo fáein lönd séu nefnd. „Gæði varanna og áferð hefur komið þeim á þann stað sem þær eru í dag. Nálgun okkar er líka sú að vörurnar eru vegan, sem fá fyrirtæki hafa einblínt á. En við erum mjög stolt af því að geta byggt upp og boðið upp á viðbótariðnað í Noregi og lítum björtum augum á framtíðina.“ /ehg Það er mikið lagt upp úr hönnun á umbúðum varanna frá Fitjar Islands sem seldar eru um allan heim. Raksápan frá Fitjar Islands stenst samanburð við vinsælustu sambærilegu vörur í heiminum og hefur unnið til verðlauna fyrir áferð og eiginleika. Á afskekktri og lítilla eyju á vesturströnd Noregs gerast töfrar við framleiðslu á náttúrulegum sápum. Starf Grýlu laust í Flóahreppi Starf Grýlu í Flóahreppi hefur verið auglýst laust til umsóknar því „gamla“ Grýla er dauð og þess vegna leitar Umf.Þjótandi að annari manneskju til að ganga í hennar störf. Starfið fellst aðallega í að þvo og bæta föt jólasveinanna milli viðburða á jólaverðinni, en reynslan sýnir að þeir geta verið bæði hirðulausir og óþrifalegir. Starfið er launalaust. Nánari upplýsingar má fá hjá formanni Umf. Þjótanda í síma 846-9775. /MHH VIÐSKIPTABLAÐIÐ LESTUR PRENTMIÐLA Á LANDSBYGGÐINNI HEIM ILD : Prentm iðlakönnun G allup. K önnunartím i okt.-des. 2017. BÆNDAHÖLLIN VIÐ HAGATORG Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 0% 10% 20% 30% 40% 50% DV STUNDIN MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ BÆNDABLAÐIÐ 8,0% 11,2% 9,4% 22% 27,3% 43,1%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.