Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 52
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 201852 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Sauðfjársæðingar og hrútafundir 2018 Ný hrútaskrá mun brátt líta dagsins ljós. Það rit hefur að geyma upplýsingar um þann hrútaflota sem sæðingastöðvarnar bjóða í vetur. Þar er að finna öflugt lið úrvalshrúta, gamlar hetjur í bland við framtíðar stjörnur. Á stöðvunum verða í vetur 44 hrútar. Af þeim eru 28 hyrndir, 12 kollóttir, 2 feldfjárhrútar og 2 forystuhrútar. Í heildina komu inn 16 nýir hrútar í haust. Kynbótamat það sem fylgir hrútunum er byggt á nýjustu gögnum fyrir hvern eiginleika. Mat á mjólkurlagni er því byggt á uppgjöri skýrslurhaldsins frá haustinu 2017. Frjósemismatið byggir á niðurstöðum frá því í vor og skrokkgæðamatið er glóðvolgt en það tekur tillit til gagna frá nýliðnu hausti. Þeir stöðvahrútar sem nú standa efstir í kynbótamati fyrir holdfyllingarmat með 123 stig eru þeir Durtur 16-994 frá Hesti og Dúlli 17-813 frá Miðdalsgröf sem er nýr hrútur á stöð. Ef horft er til einkunnar fyrir skrokkgæði, þar sem gerð og fita hafa jafnt vægi eru þrír hrútar sem eru efstir með 117 stig. Það eru Fáfnir 16-995 frá Mýrum 2, Mávur 15-990 frá Mávahlíð og Tvistur 14-988 frá Hríshóli. Fyrir frjósemi dætra stendur Klettur 13-962 frá Borgarfelli á toppnum með 120 stig og fyrir mjólkurlagni er Blær 11-979 frá Kambi/Gróustöðum hæstur með 123 stig. Nánar má skoða þetta í hrútaskrá eða inn í Fjárvís.is. Hrútaskrá og hrútafundir Útgáfu hrútaskrár verður að vanda fylgt eftir með hrútafundum búnaðarsambandanna um allt land. Þeir fundir hafa verið fjölsóttir og vonandi verða þeir það áfram. Yfirlit yfir fundina má sjá í meðfylgjandi töflu. Áætlað er að fyrstu fundir verði haldnir miðvikudaginn 21. nóvember. Hvet ég sauðfjárbændur til að gefa ekkert eftir í kynbótastarfinu þótt á móti blási í greininni. Bændur verði duglegir að prófa Það er ekki síður áríðandi nú en stundum áður, að framleiðslugripirnir hafi virkilega getu til að skila miklum og verðmætum afurðum. Mælt er með að bændur noti í bland gömlu höfðingja stöðvanna, sem flestir eru mikið reyndir úrvalsgripir og þá nýju spennandi hrúta sem nú hafa bæst við. En mikilvægt er fyrir ræktunarstarfið að bændur séu duglegir að prófa sem flesta af nýju hrútunum þannig að þeir fái sem jafnasta og besta notkun. Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt ee@rml.is Búnaðarsamtök Vesturlands Mið 21. nóv . Hvanneyri kl. 20:30 Búnaðarsamtök Vesturlands Mán 26. nóv. Breiðabliki, Snæfellsnesi kl. 20:30 Búnaðarsamtök Vesturlands Mið 28. nóv. Grunnskólinn Reykhólum kl. 15:30 Búnaðarsamtök Vesturlands Mið 28. nóv. Dalabúð, Búðardal kl. 20:00 Búnaðarsamtök Vesturlands Fim 29.nóv. Ásgarði, Kjós 21:00 Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Þri. 27. nóv. Ásbyrgi, Miðfirði Kl. 14:00 Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Þri. 27. nóv. Sal BHS Húnabr. 13, Blönduósi kl. 20:00 Búnaðarsamband Skagfirðinga Mið 28. nóv. Tjarnarbær kl. 20:00 Búnaðarsamband Eyjafjarðar Fim 29. nóv. Melar Hörgárdal kl. 13:00 Búnaðarsamband S-Þingeyinga Mán. 26. nóv. Breiðamýri kl. 14:00 Búnaðarsamband N-Þingeyinga Mán. 26. nóv. Svalbarði, kl. 20:00 Búnaðarsamband Austurlands Þrið.27. nóv. Hótel Valaskjálf (Þingmúli), Egilsstöðum kl. 20:00 Búnaðarsamband Suðurlands Mið 21. nóv. Hótel Klaustur, Kirkjubæjarklaustri kl. 13:30 Búnaðarsamband Suðurlands Mið 21. nóv. Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum kl. 20:00 Búnaðarsamband Suðurlands Fim 22. nóv. Félagslundur, Flóahreppi kl. 13:30 Búnaðarsamband Suðurlands Fim 22. nóv. Hótel Smáratún, Fljótshlíð kl. 20:00 Hrútar sæðingastöðvanna veturinn 2018-2019 Suðurland - Þorleifskot Vesturland - Borgarnes 10-920 Kölski frá Svínafelli 2 11-946 Borkó frá Bæ 13-961 Bergur frá Bergsstöðum 11-947 Kraftur frá Hagalandi 13-962 Klettur frá Borgarfelli 12-960 Malli frá Bjarteyjarsandi 13-984 Gutti frá Þóroddsstöðum 13-953 Dreki frá Hriflu 14-800 Bíldur frá Árbæjarhjáleigu 14-801 Spakur frá Oddsstöðum 14-987 Frosti frá Ketilseyri 14-986 Bergson frá Valdasteinsstöðum 14-988 Tvistur frá Hríshóli 15-802 Angi frá Klifmýri 15-803 Eiríkur frá Leifsstöðum 15-807 Raxi frá Árbæjarhjáleigu 15-804 Gunni frá Efri-Fitjum 15-990 Mávur frá Mávahlíð 15-805 Fjalldrapi frá Hesti 15-992 Óðinn frá Skörðum 15-806 Náli frá Oddsstöðum 16-995 Fáfnir frá Mýrum 2 15-989 Drangi frá Hriflu 17-809 Glæpon frá Hesti 15-991 Njörður frá Gilsbakka 17-810 Köggull frá Hesti 16-994 Durtur frá Hesti 17-808 Drjúgur frá Hesti 11-979 Blær frá Kambi 12-970 Brúsi frá Kollsá 13-811 Jökull frá Heydalsá 1 13-971 Ebiti frá Melum 13-982 Móri frá Bæ 1 13-981 Molli frá Heydalsá 1 14-972 Fannar frá Heydalsá 1 14-812 Reykur frá Árbæ/Teigi 15-983 Kollur frá Árbæ 14-973 Plútó frá Heydalsá 1 17-813 Dúlli frá Miðdalsgröf 17-814 Guðni frá Miðdalsgröf 09-939 Lobbi frá Melhól 12-978 Melur frá Melhól 14-815 Strumpur frá Gunnarsstöðum Forystuhrútar Hyrndir Kollóttir Feldfjárhrútar Siðgæðisvottanir Þegar viðurkennt siðgæðismerki er á vöru þýðir það (e: fairtrade) að framleiðendur og kaupmenn hafi uppfyllt fairtrade staðla sem eru þróaðir til að taka á valdaójafnvægi í viðskipta- samböndum, óstöð ugum mörk- uðum og því óréttlæti gagnvart frum framleiðendum sem getur einkennt hefð bundin viðskipti stórfyrir tækja við bændur, einkum smábænda samfélög í þriðja heiminum. Kaup á siðgæðisvottuðum vörum er valkostur við hefðbundin viðskipti sem byggir á samstarfi framleiðenda og neytenda. Þegar bónda gefst færi á að selja vörur sínar samkvæmt fairtrade skilmálum er líklegra að hann fái betri samninga og viðskiptakjör. Markmiðið er að það gefi honum möguleika á betri lífskjörum og verði betur í stakk búinn til að gera framtíðaráætlanir. Tilgangurinn með fairtrade er því að veita neytendum möguleika á að draga úr fátækt í gegnum sín daglegu innkaup. Siðgæðismarkaðurinn Markaður fyrir fairtrade vottaðar vörur hefur farið vaxandi og eins og sést á grafinu fimmfaldaðist salan á tíu árum. Um 90% af sölu fairtrade vara er innan Evrópu og Norður Ameríku. Stærstu markaðirnir árið 2015 voru Bretland, Þýskaland og Bandaríkin og hæsta markaðshlutdeild fairtrade vottaðra vara í Sviss, Svíþjóð, Finnlandi og Írlandi. Þær vörur sem einna helst eru fairtrade vottaðar eru kaffi, te, súkkulaði, bananar og hrísgrjón. Sem dæmi standa bananar, kakó og kaffi á bak við 80% álagstekna Fair Trade International samtakanna sem eru langstærstu samtökin á þessu sviði í heiminum. Könnun meðal bandarískra neytenda Í könnun sem var framkvæmd meðal bandarískra neytenda árið 2017 sagðist einn af hverjum þremur velja fairtrade vottaða vöru umfram aðrar vörur. Sama hlutfall sagðist hafa minni áhyggjur af verði ef fyrirtækið væri samfélagslega og umhverfislega ábyrgt og 60% sögðust líklegri til að prófa vörur frá fyrirtækjum sem væru samfélagslega ábyrg. Ólík merki Fjöldi ólíkra fair trade merkja eru til í heiminum sem sýnir vaxandi áhuga á og útbreiðslu þessarar hugmyndafræði; annars vegar almenn (sjá mynd) og hins vegar tengd ákveðnum fyrirtækjum eins og Hand in Hand merki Rapunzel eða samtökum eins og Fair Trade Proof sem eru samtök kaffibrennsluaðila. Sem dæmi hefur kakóið sem Nói Síríus notar í súkkulaðið sitt undanfarin ár komið frá Barry Calibut sem kaupir kakóið af bændum í Cocoa Horizons sem eru samtök um sanngjörn viðskipti með kakó, vottuð af þriðja aðila og undir eftirliti Swiss Federal Foundation Supervisory Authority. Barry Calibut og þeirra viðskiptavinir borga yfirverð fyrir kakóið og rennur mismunurinn til verkefna á vegum Cocoa Horizons. – Oddný Anna Björnsdóttir er bóndi og sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Greinar í Bændablaðinu um vottanir og upprunamerkingar byggjast á verkefni sem hún vann fyrir Íslandsstofu veturinn 2018. Greiningin er aðgengileg í heild sinni á vef Íslandsstofu. Oddný Anna Björnsdóttir objornsdottir@gmail.com VOTTANIR & UPPRUNAMERKINGAR MATVÆLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.