Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 20184
Tekjur af lax- og silungsveiðum
hafa margfaldast frá því að
Hagfræðistofnun kannaði
efnahagsleg áhrif lax- og silungs-
veiða árið 2004. Greiðslur
stangveiðimanna til veiðiréttar-
hafa voru um 1.150 milljónir kr.
árið 2004 en 4.900 milljónir kr.
2018.
Greiðslurnar meira en tvöföld-
uðust að raunvirði (120%) miðað við
breytingar á vísitölu neysluverðs frá
2004 til 2018 og þær hækkuðu um
61% umfram laun á sama tíma. Að
jafnaði jukust greiðslurnar um 5,8%
á ári umfram neysluverð og um tæp
3,4% á ári umfram kaupmátt launa.
Árið 2017 sömdu Landssamband
veiðifélaga og Hagfræðistofnun um
að stofnunin tæki að sér að meta
efnahagslegt virði stangveiða og
greiddi sambandið hluta af kostnaði
við skýrsluna.
Skýrslan er byggð á tveim
rannsóknum. Upplýsingar um
tekjur veiðiréttarhafa og kostnað
þeirra fengust að mestu beint frá
veiðiréttarhöfum. Sent var eyðublað
til veiðiréttarhafa, en heimtur
voru dræmar. Einnig var haft
beint samband við veiðiréttarhafa
í síma. Náðist samband við þá
flesta og veittu þeir greið svör við
spurningum um tekjur og kostnað,
fjárfestingar og hættur sem steðjuðu
að rekstrinum. Í öðru lagi var ábati
veiðimanna metinn.
Þrjú stangveiðifélög sendu öllum
félagsmönnum sínum hlekk sem
veitti aðgang að spurningum um
ferðakostnað þeirra, tekjur og fleira.
Upplýsingar um tekjur og kostnað
veiðifélaga og leigutaka fengust beint
frá langflestum veiðiréttarhöfum.
Skýrsluhöfundar segja að víðtæk
gagnaöflun geri það að verkum
að lítil óvissa er í mati á tekjum
af stangveiðum. Kostnaðurinn er
heldur óljósari. Meiri óvissa er um
ábata veiðimanna en um tekjur og
kostnað veiðiréttarhafa.
Dr. Oddgeir Ágúst Ottesen vann
einkum að þessari skýrslu, en Ágúst
Arnórsson hagfræðingur, M.Sc., mat
greiðsluvilja stangveiðimanna með
ferðakostnaðaraðferð, eins og lýst
er í 5. kafla skýrslunnar. Kristín
Eiríksdóttir umhverfishagfræðingur
veitti Ágústi ráð við gerð
könnunarinnar.
Skýrslan var rýnd af tveim
sérfræðingum í kostnaðar- og
nytjagreiningu og auðlindahagfræði.
Um 170 milljarða króna virði
fyrir Íslendinga
Margt bendir til þess að ábati
veiðimanna, þ.e. greiðsluvilji
umfram kostnað, sé líka mikill. Í
fyrri rannsókn var ábati veiðimanna
talinn 60% af verði veiðileyfa. Í
kafla 5.1. er lýst mati á greiðsluvilja
stangveiðimanna. Það bendir til
þess að ábati veiðimanna gæti
verið enn meiri en fyrri rannsóknir
gefa til kynna. Hér er gert ráð fyrir
að ábati veiðimanna sé jafn verði
veiðileyfanna. Hlutur innlendra
veiðimanna í ábatanum verður þá
tæpir hundrað milljarðar króna.
Alls verða lax- og silungsveiðar
hér á landi þá 170 milljarða króna
virði fyrir Íslendinga. Taflan hér
á eftir sýnir helstu niðurstöður
skýrslunnar.
Margvíslegar tengdar tekjur af
þjónustu við veiðimenn
Um 59% tekna veiðifélaga eru af
ám þar sem boðin er full þjónusta
(þ.e. húsnæði og fullt fæði), en
hún er í boði í 23 ám. Auk þess
er full þjónusta í boði hluta af
veiðitímabilinu í a.m.k. tveim ám. Í
enn fleiri ám er hægt að panta fulla
þjónustu.
Á þyrlu í veiði í Vopnafirði
Einn veiðimaður er með
Vesturárdalsá á leigu og kaupir þá
þjónustu sem hann vill. Hann kemur
stundum á þyrlu í Vopnafjörð og
ekki er ólíklegt að hann kaupi fulla
þjónustu beint af heimamönnum eða
leigutökum. Flest veiðihús með fullri
þjónustu eru átta á Vesturlandi og
eru einnig átta talsins á Norðurlandi.
Fjögur veiðihús með fullri þjónustu
eru á Austurlandi, tvö á Suðurlandi
og tvö á Suðvesturlandi. /HKr.
FRÉTTIR
3,70% 3,50%
33,80%
2,10%
28,20%
6,30%
21,50%
0,80%
Hlutfallslegar tekjur veiðifélaga og
veiðirétthafa eftir landshlutum
Hálendið Suðvesturland
Vesturland Vestfirðir
Norðurland Austurland
Suðurland Veiðikortið - allt landið
Ný skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiða:
Tekjur af lax- og silungsveiðum hafa margfaldast
Stefnir í hörku samkeppni milli
afurðahæstu kúabúa landsins
– Hóll í Svarfaðardal og Brúsastaðir í Vatnsdal berjast um efsta sætið og líka spennandi barátta um 3. sætið
Það virðist stefna í hörkuslag á
röðun nythæstu kúa búanna í
ár samkvæmt tölum Ráðgjafar-
miðstöðvar land búnaðar ins,
RML. Þegar skýrslur eiga eftir að
skila sér fyrir tvo síðustu mánuði
ársins 2018 er Hóll í Svarfaðar dal,
sem var í öðru sæti í fyrra, kominn
örlítið upp fyrir Brúsastaði í
Vatnsdal sem vermdi fyrsta sætið
2017.
Kúabændur líti yfirleitt ekki
á baráttuna við að skila miklum
gæðum og góðri nyt sem einhvern
slag um hver skori hæst. Samt kitlar
það óneitanlega hégómagrind flestra
að sjá sitt bú á toppnum án þess að
það sláist neitt upp á vinskap manna
og samvinnu þegar upp er staðið.
Hóll komst á toppnum
í tíunda mánuði ársins
Hóll í Svarfaðardal er með meðalnyt
upp á 8.738 kg mjólkur eftir tíu
mánuði ársins 2018. Í fyrra var
búið með næsthæstu meðalnyt allra
kúabúa landsins, eða 8.356 kg á
hverja kú. Þetta bú hefur verið undir
stjórn Karls Inga Atlasonar og Erlu
Hrannar Sigurðardóttur síðan 2016
og er nú með 50,3 árskýr.
Kúabúið á Brúsastöðum er rekið
af hjónunum Sigurði Ólafssyni
og Gróu Margréti Lárusdóttur
undir fyrirtækjanafninu Brúsi ehf.
Árskýr eru 52 og meðalnytin eftir
tíu mánuði ársins er 8.677 kg. Á
árinu 2017 var meðalnytin 8.937
kg mjólkur. Spennandi verður að
vita hvort Brúsastaðir ná því að
verma efsta sætið í fjórða sinn yfir
landið síðan 2013, því það gerðist
líka 2014 og 2017. Þá er líklegt að
í ellefta sinn á 13 árum verði þau
hjón með nythæsta búið í Austur-
Húnavatnssýslu.
Skiptast á efsta sætinu
á milli mánaða
Fyrir mánuði síðan var meðalnytin
á Brúsastöðum 8.785 kg á hverja
kú og hefur því lækkað um 108 kg,
en þá var Hóll með meðalnyt upp á
8.700 kg og hefur hækkað um 38 kg.
Það stefnir því í afar skemmtilegan
slag um fyrsta sætið í ár.
Líka spenna um þriðja sætið
Í þriðja sæti eftir 10 mánuði ársins
eru Skáldabúðir á Suðurlandi sem
rekið er undir hlutafélaganafninu
Gunnbjörn ehf., sem er í eigu Arnar
Bjarna Eiríkssonar og fjölskyldu í
Gunnbjarnarholti. Þetta bú er með
59,8 árskýr og er meðalnytin sem
stendur 8.457 kg en var 8.568 kg í
september.
Skáldabúðir gæti tryggt sér
þriðja sætið af Gautsstöðum á
Svalbarðsströnd sem var í því sæti
í fyrra. Gautsstaðir eru nú í þrettánda
sæti en gætu hugsanlega náð inn á
topp tíu-listann í ár. Það er þó ekkert
öruggt hjá Skáldabúðum með þriðja
sætið, því fast á hæla þeirra kemur
Hvanneyrarbúið með 8.347 kg að
meðaltali á 72,2 árskýr. Það er því
engu minni spenna um þriðja sætið
en fyrstu tvö. /HKr.
Bú og búsnúmer Skýrsluhaldarar Árskýr Afurðir kg.
Hóll
Brúsastaðir
Skáldabúðir
Hvanneyri
Hraunháls
Hvammur
Reykjahlíð
Espihóll
Hólmur
Syðri-Grund
Tíu nythæstu kúabú landsins í október 2018
Karl Ingi Atlason, bóndi á Hóli í Svarfaðardal, í fjósinu. Myndir / HKr.
Hjónin Sigurður Ólafsson og Gróa Margrét Lárusdóttir á Brúsastöðum.