Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 63

Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 63
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2018 63 „Þetta eru umfangsmestu framkvæmdir sem Bústólpi hefur ráðist í frá því verk- smiðjan sjálf var byggð á sínum tíma,“ segir Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa, en við verksmiðjuna á Oddeyrartanga á Akureyri hafa nú risið 8 ný hráefnissíló, sem rúma alls 2.700 tonn af korni til fóðurframleiðslu og einnig 10 síló fyrir fullunnið fóður. Bústólpi framleiðir fóður fyrir landbúnað en er að auki sölu- og þjónustuaðili fyrir DeLaval fjósbúnað hér á landi. Þá selur félagið áburð til bænda og veitir ráðgjafarþjónustu eins og fóðurráðgjöf og heysýnatöku í samstarfi við RML og veitir ráðgjöf um skipulag nýrra fjósa og eða breytinga á fjósum. Skilar sér í lægri flutningskostnaði „Við náum fram mikilli hagræðingu með tilkomu nýju sílóanna auk þess sem afhendingaröryggi gagnvart okkar viðskiptavinum eykst. Við getum nú tekið við heilum skipsförmunum af korni en áður höfðum við einungs tök á að taka við hluta af farminum með tilheyrandi aukakostnaði. Þetta er vissulega heilmikil fjárfesting en skilar sér með tímanum í lægri flutningskostnaði. Þegar fram í sækir skila framkvæmdirnar sér einnig í lægra fóðurverði til okkar viðskiptavina fyrir utan betra afhendingaröryggi,“ segir Hólmgeir. Hráefnissílóin eru frá danska fyrirtækinu Cimbria og voru framleidd hjá dótturfélagi þess á Spáni en allur annar búnaður kemur frá verksmiðju þeirra í Danmörku. Kornsílóin eru 19 metrar að hæð og setja því svip sinn á umhverfið á Oddeyrartanga. Hólmgeir segir kjarnastarfsemi Bústólpa snúast um framleiðslu og sölu á kjarnfóðri, en gegnum árin hafi starfsemi í kringum þjónustu á öðrum sviðum aukist verulega. Þar megi nefna þjónustu vegna DeLaval fjósbúnaðar, áburðarsölu, heysýnatöku og fóðurráðgjöf auk þess sem félagið rekur verslun með rekstrarvörum fyrir landbúnaðinn í húsakynnum sínum. Allt falli þetta vel að kjarnastarfseminni og ánægjulegt sé einnig að veita bændum meiri og betri þjónustu með fjölbreyttari starfsemi. Í takt við aukna starfsemi hefur starfsfólki hjá Bústólpa fjölgað, þeir eru alls 23 talsins um þessar mundir. Það eru tvöfalt fleiri starfsmenn en voru hjá félaginu fyrir áratug. Framleiðsla og sala á fóðri hefur vaxið „Framleiðsla og sala á fóðri hefur vaxið umtalsvert hjá okkur á síðustu árum, en meiri sveiflur eru í sölu á mjaltabúnaði milli ára,“ segir Hólmgeir. Kúabændur hafa verið í miklum framkvæmdum undanfarið og því mikið að gera tengt DeLaval deild Bústólpa. Horfurnar eru áfram góðar að hans sögn. „Þó við gerum ráð fyrir samdrætti nú í kjarnfóðursölu þar sem bændur eru að bregðast við fullmikilli mjólkurframleiðslu. Allt ræðst þetta þó af starfsumhverfi landbúnaðarins í heild, en vonandi fær landbúnaðurinn þá athygli og virðingu sem honum ber þannig að rekstraröryggi bænda verði tryggt til frambúðar, enda gríðarlega mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að standa vörð um framleiðslu á okkar hreinu og hollu matvælum. Án þeirra eru orð eins og matvælaöryggi og fæðuöryggi ekkert að fá pláss í íslensku orðabókinni. /MÞÞ Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Hydrowear kuldagalli blár Loðfóðraður en vattfóðraður í ermum og skálmum Efnið í gallanum er vatnsfráhrindandi Rennilás að framan og á skálmum og með vindlistum yfir lásana. Stærðir S – 3XL. Jobman vetrargalli svartur Léttur vattfóðraður galli. Pólýester með PU-húð að innan sem ver gegn vindi og vatni. Rennilásar á skálmum upp að mjöðm auðveldar að fara úr og í. Endurskin á skálmum og vasar fyrir hnjápúða að innanverðu. Stærðir: S-3XL Wenaas kuldagalli gulur/svartur Léttur og þægilegur Vattfóðraður með rennilás og vindlistum að framan og rennilás sem nær upp upp að mjöðm. Hettan er fest með smellum á gallann. Stærðir: M - 2XL Kuldagallar á tilboði KH Vinnuföt Nethyl 2a 110 Reykjavík Sími: 577 1000 info@khvinnufot.is www.khvinnufot.is Hver galli Varahlutir og viðgerðarþjónusta fyrir JCB traktorsgröfur S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta 480 5600480 5600 Verð kr. 7.648 Landstólpi - Egilsstöðum Vélaval - Varmahlíð Útsölustaðir: Fyrirspurnir í síma 698 1539 og netfang siggi@pmt.is Til sýnis hjá Pmt Krókhálsi 1ETNA ehf. RAFMAGNS BRETTATJAKKUR, KRAFTMIKILL, LÉTTUR OG LIPUR Til sölu Plymouth, árg. 1951, til uppgerðar. Uppl. í síma 822-8063, Gunnar. Til sölu bílvél í Ford Transit ca 2000 módel. Uppl. í s. 893-1058. Tvær Belarus dráttarvélar, ámoksturstækjum. Vicon rúlluvél m. netbúnaði en mjóum sóp. Mercedes Benz 300 dísel, ssk. árg.́ 90. Musso bensín, árg.́ 98, ssk. Dodge Dakota. Volvo S40, árg.́ 00, ssk. PZ 135 sláttuvél. Vicon Sprintmaster múgavél og fjölfætla í mismunandi ástandi. Scania 142 H 6x2, árg.́ 82. Scania 113 m. palli og krana. Uppl. í síma 894-7337. Vil kaupa silfur/gull sett fyrir íslenskan upphlut. Vel með farið. Uppl. í síma 862-2213. Geymið auglýsinguna. Uppl. í síma 862- 2213. Smágrafa og kerra. Óska eftir notaðri eins til tveggja tonna smágröfu. Vantar einnig kerru, helst sturtukerru með burðargetu 1–2 t. Uppl í s. 865- 8835. sem vantar framtíðarheimili, helst í sveit. Þeir eru 3 ára, hundur og tík. Bæði ófrjó. Uppl. í s. 660-9618. síma 893-7904. Óska eftir að komast í andaveiði á Suðurlandi. Skipti á sjófrystum þorski eða ýsu. Uppl. í síma 694- 6800, Þórarinn. Óskum eftir u.þ.b 5 hekturum til uppgræðslu eða akur til leigu, með gæsaveiði í huga. Á Suður- eða Norðurlandi. Uppl. í síma 692-0567, Karl. tegundum sjálfskiptinga. Hafið samband í síma 663-9589 til að fá uppl. og tilboð. HP transmission Akureyri, netfang: einar.g9@gmail.com, Einar G. Byssuviðgerðir. Tek að mér almennt viðhald á byssum. Þjónusta sem kemur sér vel fyrir byssueigendur síma 899-9851. Högni Harðarson, byssusmiður. Óska eftir Gefins Veiði Þjónusta ELDVARNIR BORGA SIG Yfirvöld setja ákveðnar reglur um bruna- varnir og slökkvibúnað í byggingum. Til dæmis eru kröfur um reykskynjara og slökkvibúnað í íbúðarhúsnæði. Hvað getur þú gert sem bóndi til þess að lágmarka áhættu af sökum elds á þínu býli? ER ÞITT BÚ ÖRUGGUR OG GÓÐUR VINNUSTAÐUR? PO RT h ön nu n Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is Umfangsmiklar framkvæmdir hjá Bústólpa á Akureyri: Hagræðing og afhendingaröryggi eykst með tilkomu nýrra hráefnis- og fóðursílóa Við verksmiðju Bústólpa á Oddeyri á Akureyri hafa nú risið 8 ný hráefnissíló, sem rúma alls 2.700 tonn af korni til fóðurframleiðslu og einnig 10 síló fyrir fullunnið fóður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.