Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 201846 Bókaútgáfan Sæmundur hefur endurútgefið hina frægu ævisögu Guðmundar Einarssonar refaskyttu, Nú brosir nóttin, eftir Theódór Gunnlaugsson á Bjarmalandi. Guðmundur, sem bjó á Brekku á Ingjaldssandi, var goðsögn í lifanda lífi. Hann var náttúrubarn sem litið var upp til fyrir einstaka hæfileika. Auk ævisögunnar birtast hér í hinni nýju útgáfu viðaukar sem varpa frekara ljósi á líf refaskyttunnar, bæði skrif um Guðmund og skrif eftir hann sjálfan. Bændablaðið grípur hér ofan í söguna þar sem Guðmundur segir frá skuldabasli sínu á millistríðsárunum og baráttu við misáreiðanlega kaupfélagsstjóra. Hér er aðeins birtur stuttur kafli og viðskiptasaga Guðmundar og kaupfélagsins varð miklu lengri og lauk raunar með því að kaupfélagsstjórinn Magnús Guðmundsson skrifaði sjálfur upp á víxil fyrir skuldum refaskyttunnar! 800 punda gripir upp í úttektina Ég er víst búinn að segja margt um basl mitt og erfiðleika. Samt er þar sögu fjármálanna að litlu getið. Ég vil því bæta þar ofurlitlu við. Og þótt ég viti að illa gengur þeim, sem ekki hafa sjálfir reynt að skilja þá baráttu, sem oft leynist á bak við slíkan barning, þá ætla ég að bregða upp einni mynd af því, hvernig stundum gaf á bátinn, áður en ég eygði höfn. Árið 1914 var stofnað kaupfélag í Önundarfirði. Það hefur aðsetur á Flateyri. Ég var einn af stofnendum þess, því Sandsmenn hafa þar alla verzlun. Fyrsti kaupfélags- stjórinn hét Jón. Hann var úr Önundarfirði. Margir höfðu góða trú á honum. Á nýári segi ég við hann, að nú geti ég ekki látið neitt af kindum upp í viðskipti mín næsta ár, því ég þurfi að hafa þær til að greiða eitthvað af skuldum mínum. Aftur á móti ætti ég gelda kú og tvæveturt naut, sem ég æli honum upp í úttekt mína hjá kaupfélaginu. Hann yrði að sjá um sölu á þessum gripum. Ástæðan var þó ekki sú, að ég gæti ekki selt þau sjálfur, heldur hitt, að öruggt væri að verð þeirra gengi upp í úttekt mína hjá kaupfélaginu. Ég sagði Jóni einnig að báðir gripirnir mundu hafa 700- 800 punda kroppþunga, og mundi það borga úttekt mína það árið. Nautið gæti hann fengið, hvenær sem væri eftir júnílok, og kúna eftir júlílok. Jón tók þessu mjög vel og sagðist vilja nautgripina fremur en kindur, því nú liti vel út með verð á nautakjöti næsta sumar. Mér þótti vænt um að heyra þetta og segi því við Jón: „Þú lætur mig þá vita, þegar þú vilt fá gripina, þó að það verði eitthvað fyrr eftir ástæðum hjá þér.“ „Það skal ég gera. Þú þarft ekkert að hugsa um það, fyrr en þú færð orðin frá mér.“ „Það er ágætt. En þú skalt hafa það í huga, ef mistök verða á þessu, þá færðu ekki neitt.“ „Ekki veit ég, hvaða ástæðu þú hefur til að ætla það, Guðmundur.“ „Ég sagði það til þess eins, að þú vissir, að ég treysti orðum þínum. Annars hefði ég tekið þetta skriflegt.“ Nautakjötið sem varð verðlaust Svo kom júní og leið á enda, án þess nokkur orð kæmu frá Jóni. Í júlí hitti ég hann og spyr hvort hann fari ekki að taka nautið. „Jú, jú. Ég tek gripina innan skamms. Þú færð orð um það.“ Ég beið því vongóður um, að ég fái orðin allt í einu. En þegar leið á ágúst, fór ég að ókyrrast og hitti Jón. Var ég þá fremur harðorður við hann. Hann telur það alveg ástæðulaust af mér og segist taka gripina næstu daga. Ég trúi því, og féll þá talið niður. Þegar september er hálfnaður, án þess að orðin komi, stóðst ég ekki mátið. Ég fer enn og hitti Jón. „Hvernig er þetta Jón? Ætlar þú ekki að taka gripina?“ Hann svarar ekki strax, hefur víst séð, að ég var ekki sviphýr, en segir svo: „Kindakjöt kom fyrr en við bjuggumst við. Nú er ekki hægt að selja nautakjöt.“ „Kom það í júní og júlí?“ „Nei. Ekki var það nú.“ „Þetta eru bein svik frá þinni hendi, Jón. Þú veizt vel sjálfur, að nautakjöt hefur selzt í allt sumar á kr. 3,50 kílóið. Eða manstu ekki, hvað ég sagði þér, þegar við bundum þetta fastmælum í fyrravetur?“ „Jú. Það man ég.“ Eftir stutta stund skildi með okkur. Fór sína leiðina hvor. Nú þótti mér illt í efni. Ég var búinn að taka út að mestu, það sem ég ætlaði fyrir árið. Skuld mín var nú orðin þúsund krónur við kaupfélagið. Um haustið þegar ég slátraði gripunum, vigtuðu báðir kropparnir 375 kíló og hefðu því gert meira um sumarið en borga þessa skuld. Ekki hafði ég þörf fyrir nema annan gripinn heima og lét því hinn upp í skuld. En ekki fékk ég nema eina krónu fyrir kílóið af honum og var það neyðarsala. (Millifyrirsagnir eru blaðsins) MENNING&BÆKUR Nú brosir nóttin: Skuldabasl refaskyttunnar Guðmundur Einarsson refaskytta með rebba á öxlinni. Guðmundur Einarsson bíður eftir bráðinni tilbúinn með byssuhólkinn. LESENDABÁS Græn skírteini eru tækifæri fyrir Ísland Eitt mest aðkallandi viðfangsefni mannkyns er að stemma stigu við loftslagsbreytingum og ein áhrifaríkasta leiðin til þess er að auka raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Til að hvetja til umhverfisvænni r a f o r k u v i n n s l u h e f u r raforkunotendum verið gert kleift að kaupa græn skírteini af þeim framleiðendum sem sannanlega vinna raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Græn skírteini eru staðfesting á því að kaupandi raforkunnar hafi stutt við slíka orkuvinnslu. Hið opinbera heiti grænna skírteina, „upprunaábyrgðir“ (e. „Guarantees of Origin“), er á vissan hátt villandi þar sem kerfið byggir á því að græni þáttur raforkuvinnslunnar er gerður að sjálfstæðri söluvöru, óháð afhendingu eða uppruna orkunnar. Kerfið gerir neytendum sem er umhugað um loftslagsmál kleift að styðja við endurnýjanlega orkuvinnslu á þeim svæðum þar sem hún er almennt talin hagkvæm. Kerfið er því ekki hvítþvottur, heldur áhrifarík leið til að nýta mátt neytenda til að styðja við baráttuna gegn loftlagsáhrifum. Algengur misskilningur er að kola- og kjarnorkuver séu kaupendur að grænum skírteinum, en í rauninni eru það raforkukaupendur. Stærstu kaupendur skírteinanna eru til að mynda fyrirtæki á neytendavörumarkaði, sem og heimili. Þátttakan tryggir hagsmuni Íslands Tilkoma kerfisins þar sem græn skírteini ganga kaupum og sölum hefur reynst öflugur stuðningur við orkufyrirtæki sem selja endurnýjanlega orku, eins og Landsvirkjun. Þannig hafa orkufyrirtækin aukin tækifæri til þess að viðhalda og byggja upp endurnýjanlega orkuvinnslu sína. Þetta er í samræmi við tilgang kerfisins. Með því að auka hlut endurnýjanlegrar raforkuvinnslu í heiminum leggur Landsvirkjun sitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni við loftslagsbreytingar. Sala á grænum skírteinum hefur í för með sér að Landsvirkjun, og þar með íslenska þjóðin, fær í sinn hlut aukin verðmæti af endurnýjanlegum orkulindum landsins. Á árinu 2018 stefnir í að tekjur Landsvirkjunar af sölu skírteinanna verði um 600 milljónir króna. Ísland er land endurnýjanlegrar orku Þar sem öll orka hérlendis er unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum, er Ísland eftir sem áður land endurnýjanlegrar orku. Í öllu kynningarstarfi fyrir Ísland er áfram heimilt að nýta þá staðreynd að raforkuframleiðsla á Íslandi er 100% með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þátttaka í kerfinu um græn skírteini breytir engu þar um og ímynd landsins sem land endurnýjanlegrar orku er sterkari en áður. Íslensk fyrirtæki geta nýtt sér græn skírteini Landsvirkjun hefur verið þátttakandi á markaði með græn skírteini undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum ákvað fyrirtækið að láta slík skírteini fylgja með allri raforku sem það selur á heildsölumarkaði. Þetta fyrirkomulag gerir sölu- fyrirtækjunum kleift að afhenda heimilum og fyrirtækjum upprunavottaða raforku. Umhverfisvitund neytenda víða um heim fer vaxandi, sem þýðir að nú er hægt að fá hærra verð en ella fyrir umhverfisvænar vörur og þjónustu. Erlendis er nú í auknum mæli gerð krafa um framvísun grænna skírteina. Því ætti þátttaka Íslands á þessum markaði að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að markaðssetja og selja vörur sínar á alþjóðlegum mörkuðum. Þetta er sóknartækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, sem vonandi fara nú að nýta þennan möguleika í meiri mæli en áður. Stefanía G. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar Einar Sigursteinn Bergþórsson viðskiptastjóri og sérfræðingur hjá Landsvirkjun Stefanía G. Halldórsdóttir. Einar Sigursteinn Bergþórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.