Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 20188 „Við svínabændur stöndum á krossgötum og sjálfur hef ég um skeið verið að gera upp við mig hvort ég eigi að leggja út í umtalsverðar fjárfestingar eða láta gott heita, kyrrstaða er ekki í boði,“ segir Ingvi Stefánsson, svínabóndi á Teigi í Eyja- fjarðarsveit og formaður Félags svínabænda. Hann hefur rekið svínabú sitt heima á Teigi og í Pálmholti í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu en áformar nú að reisa nýtt bú á landskika við bæinn Torfur í Eyjafjarðarsveit. Deiliskipulagsvinna er í fullum gangi, en Ingvi segir ákveðna galla á reglugerðinni hafa tafið hönnunarferlið. Gyltum hefði fækkað um 40% við breytingar Fyrir áratug, árið 2008, keypti Ingvi svínabúið í Reykjadal, einkum til að uppfylla þær aðbúnaðarkröfur sem þá voru gerðar til framleiðslunnar. Því búi breytti hann í gyltubú og keypti nánast allar innréttingar nýjar. „Nú er ég nýlega búinn að slátra öllum gyltunum á því búi þar sem innréttingar standast ekki nýjar kröfur sem settar voru árið 2014. Ég er búinn að fylla tvo járnagáma og sá þriðji er kominn í hlað,“ segir Ingvi, sem er í óða önn að taka innréttingarnar niður. Hefði hann tekið þann kostinn að breyta búinu í Reykjadal í samræmi við nýjar aðbúnaðarkröfur hefði gyltum á því búi fækkað úr 180 niður í 100, eða um 40%. „Aðstæðurnar eru mjög krefjandi um þessar mundir með síauknum innflutningi og samkeppnin við innflutt kjöt er mjög skökk. Mörgum þykir ég pínu klikkaður að taka þessa ákvörðun, að byggja upp nýtt bú þegar staða í svínarækt á Íslandi er óviss, en ég hef óbilandi trú á íslenskri svínarækt og þeirri sérstöðu sem við búum við. Því tel ég að það sé pláss fyrir svona bú á markaðnum, en tíminn mun leiða í ljós hvort það er rétt mat hjá mér,“ segir Ingvi. Byggt fyrir 400 gyltur á nýju búi í landi Torfna Hann hefur náð samkomulagi við landeigendur á Torfum í Eyjafjarðarsveit, næsta bæ sunnan við kirkjujörðina Grund og í um 14 kílómetra fjarlægð frá Teigi, um kaup á skika úr jörðinni. Þar verður byggt upp nýtt svínabú fyrir 400 gyltur og meirihluti eldisins mun einnig fara fram þar, en áframeldi verður að auki líka stundað á búinu á Teigi. Heildarflötur bygginga á nýja búinu verður um 5700 fermetrar. Ingvi hefur fengið aðstoð frá dönsku ráðgjafarfyrirtæki varðandi uppbyggingu búsins en undirbúningur hefur staðið yfir frá því á liðnu sumri. „Á svæðinu í kringum Torfur eru mörg kúabú og bændur hafa áhuga á að nýta svínaskítinn til áburðar, en með þeim hætti spara þeir kaup á tilbúnum áburði og minnka kolefnissporið í sínum rekstri. Þetta svæði hentar rekstri af þessu tagi einnig vel sökum þess hve snjólétt það er,“ segir Ingvi. Gestamóttaka svo almenningur geti fræðst um svínarækt Hann segir að við hönnun búsins sé gert ráð fyrir að gestir geti komið að og fengið að sjá hvernig búskapurinn gengur fyrir sig, án þess þó að komast í beina snertingu við dýrin. „Ég tel nauðsynlegt fyrir okkur svínabændur að opna búin eins og hægt er fyrir almenningi, en á þann hátt getur fólk fræðst um þennan búskap. Við höfum ekki staðið okkur nægjanlega vel í þeim efnum,“ segir hann og bætir við að strangar smitvarnir séu nauðsynlegar til að passa upp á heilnæmi stofnsins og því sé málið ekki einfalt. „Ég stefni að því að hafa sérstaka gestamóttöku þar sem hægt verður að horfa inn í gotsal í gegnum glervegg og setja jafnframt upp myndavélaskjái sem sýna inn í aðrar deildir búsins. Með þessu vonast ég til að almenningur geti kynnst svínaræktinni betur.“ Keppum í gæðum, ekki verði Ingvi segir að hugsunin á bak við verkefnið sé ekki einungis að uppfylla kröfur sem ný reglugerð um velferð svína geri, heldur að taka skrefið enn lengra með aukna dýravelferð að leiðarljósi. „Ég met stöðuna þannig að leiðin fyrir innlenda svínarækt til að keppa við síaukinn innflutning felist í því að standa eins myndarlega að þessum rekstri og kostur er og keyra á góðum aðbúnaði, heilnæmi afurða og hreinleikanum sem er einstakur í okkar framleiðslu. Alkunna er að erlendis eru mun minni kröfur gerðar til framleiðslunnar, ódýrara fóður notað, þar er minni launakostnaður og vextir eru lægri svo eitthvað sé nefnt, það liggur því í hlutarins eðli að við keppum aldrei við innflutt kjöt í verði.“ Svínarækt norðan heiða eflist Ingvi segir að staða í svínarækt á norðanverðu landinu sé með þeim hætti að innan við helmingur af því sem framleitt er á svæðinu og unnið er úr hjá fyrirtækjum á matvælasviði komi af norðursvæðinu. Grísir hafi því verið sóttir um langan veg frá frá öðrum landsvæðum og fluttir norður á fæti til að anna eftirspurn á svæðinu. „Með tilkomu þessa nýja bús fellur til meiri framleiðsla hér á svæðinu og þannig skapast einnig mörg afleidd störf, en stundum er talað um svínaræktina á þeim nótum að henni fylgi ekki mörg störf. Það er mikill misskilningur, bara í Eyjafirði er talið að um 80 til 90 manns vinni við slátrun og vinnslu svínakjöts og eru þá önnur afleidd störf ótalin. Svínakjöt er einnig hryggjarstykkið í rekstri kjötvinnslna og því skiptum við meira máli þegar fjallað er um landbúnað en margir gera sér grein fyrir,“ segir Ingvi. Norðlenska verður aðili að þessum rekstri enda vill fyrirtækið tryggja sér aðgang að kjöti á svæðinu. /MÞÞ FRÉTTIR FORNAR HAFNIR Ljósmyndir og frásagnir af 160 ver- stöðvum á Íslandi. Ferðalagið hefst á Horni og síðan liggur leiðin allt í kringum landið. Áningar staðirnir eiga það allir sameiginlegt að þaðan reru forfeður okkar í landinu til fiskjar. GUNNAR Í HRÚTATUNGU Hér segir frá unglingnum sem var of efnalít- ill til að komast í Héraðsskólann á Reykjum. En einnig vormanni í upprisu sveitanna. FORNAR FERÐALEIÐIR Hér segir af hetjudáðum og harmleikjum, ferðagörpum af báðum kynjum og á ýms- um aldri þar sem viðfangsefnið eru hinar beljandi jökulár og skjóllausir eyðisandar. Hér er einnig að finna margháttaðan fróð- leik um lífshætti og sögu héraðsins. KYNNIR NÝJAR BÆKUR: Ingvi Stefánsson, svínabóndi á Teigi í Eyjafjarðarsveit og formaður Félags svínabænda: Hyggst reisa nýtt svínabú í Eyjafirði í samstarfi við Norðlenska Hverfa- og kjördæmafélög taka undir orð sérfræðinga um að hafna orkupakka 3 Þórdís Kolbrún Gylfadóttir iðn- að ar ráðherra sagði í samtali við Sjónvarpið á mánudag að óvíst væri hvort meirihluti sé fyrir því á Alþingi að innleiða þriðja orkupakka Evrópusambandsins hér á landi. Ráðherra talar þvert gegn skilningi þekktra sérfræðinga Skilningur iðnaðarráðherra og ráðgjafa hennar er þvert á álit fjölmargra lögfræðinga, innlendra og erlendra, sem tjáð hafa sig um þessi mál. Þar á meðal er Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti. Hann tók meðal annars undir varnaðarorð norska lagaprófessorsins Peter Örebech í Háskóla Íslands fyrir skömmu, en hann er líka sérfræðingur í Evrópurétti. Þá sagði Stefán í samtali við RÚV að þriðji orkupakki Evrópusambandsins, sem verður hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið ef Alþingi samþykkir hann, feli í sér að ríkisvaldið verður framselt til alþjóðlegra stofnana. Bjarni Jónsson rafmagnsverk fræðingur og Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, hafa talað á sömu nótum sem og Jón Baldvin Hannibalsson, Davíð Oddsson og fleiri. Elías Bjarni Elíasson, verkfræðingur og sérfræðingur í orkumálum og fyrrverandi starfsmaður Landsvirkjunar, var sama sinnis í viðtali í Bítinu, morgunþætti Bylgjunnar, sl. mánudag. Sérfræðingar vara við Þriðji orkupakkinn lýtur að sameiginlegum orkumarkaði innan Evrópska efnahagssvæðisins og hyggst ríkisstjórnin leggja fram frumvarp í febrúar á næsta ári til að innleiða hann hér á landi. Ísland hefur þegar samþykkt fyrri tilskipanir þessa efnis en deilt er um hvort í pakkanum felist valdaframsal á orkumálum til Evrópustofnana. Hverfa- og kjördæmafélöghafna orkupakkanum Hverfafélög Sjálfstæðismanna í Reykjavík og kjördæmisþing Framsóknarmanna í Suðvestur- kjördæmi hafa skorað á forystumenn ríkisstjórnarinnar að hafna orkupakkanum á þessum forsendum. Þá hafa tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, einnig lýst yfir efasemdum. Ekki má heldur gleyma kjarnyrtri samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Hann hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana ESB. Á þriðjudagskvöld samþykkti kjördæmisþimg Framsóknarf- lokksins í Reykjavík svo tillögu um að flokkurinn hafnaði þriðja orkupakkanum frá ESB. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks eru með málið á sinni könnu, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir iðnaðarráðherra. /HKr. Ingvi Stefánsson, svínabóndi á Teigi í Eyjafjarðarsveit, segir að kyrrstaða sé ekki í boði í svínaræktinni. Ingvi hefur náð samkomulagi við landeigendur á Torfum í Eyjafjarðarsveit, næsta bæ sunnan við kirkjujörðina Grund og í um 14 kílómetra fjarlægð frá Teigi, um kaup á skika úr jörðinni. Þar verður byggt upp nýtt svínabú fyrir 400 gyltur og meirihluti eldisins mun einnig fara fram þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.