Bændablaðið - 05.07.2018, Qupperneq 46

Bændablaðið - 05.07.2018, Qupperneq 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júlí 201846 Út er komið ritið Fornar ferðaleiðir í Vestur-Skafta- fellssýslu um alda mótin 1900 sem er bæði vandað og glæsilegt ritverk um merk- an menningararf. Í bókinni er fjallað um þetta víðlenda og strjálbýla hérað og það líf sem þar var lifað fyrir liðlega hundrað árum. Samgöngum og ferðalögum eru gerð ítarleg skil en einnig er í bókinni að finna marg- víslegan fróðleik um lífshætti Skaftfellinga fyrrum sem voru á margan hátt óvenjulegir á landi hér vegna sérstakra og erfiðra aðstæðna. Bókina prýðir mikill fjöldi gamalla ljósmynda og kort sem sýna hinar fornu leiðir. Heimildir eru sóttar víða að, í bækur og rit- aðar heimildir en einnig viðtöl við aldraða og margfróða Skaftfellinga. Ritið er gefið út í tilefni af 20 ára afmæli Kirkjubæjarstofu í Skaftárhreppi. Höfundur er Skaftfellingurinn Vera Roth. Kona á ferð Liðin eru 40 til 50 ár síðan atvik þau urðu, er nú skal skýrt frá. Bjó þá Sigurður, heimildarmaður sá er að ofan greinir, með móður sinni, prófasts ekkju, að Kálfafelli í Fljótshverfi. Liðið var að hausti og slætti lokið. Stóð svo á, að fyrir honum lá ferð til Reykjavíkur. Slóst í ferð með honum Þórunn, hinn heimildarmaðurinn, og var þá ljós- móðir í Fljótshverfi og húsfreyja að Kálfafellskoti. Þau höfðu tvo hesta undir kofortum. Vanalegt var þá sem enn, að ferðamenn sæktu eftir að fylgjast með pósti; geta verið að því meiri eða minni hagræði eftir ástæðum. Tóku Fljótshverfingar þessir það fyrir að slást í för með s u n n a n p ó s t i , sem þá var að leggja af stað frá Prestsbakka á Síðu og hafði póst- flutning á fjórum. Hét sá Ísak og átti heima í Arnarnesi við Skerjafjörð. Var hann harðfengur dugnaðar- maður, sem ekki lét sér allt í augum ægja. Veitti heldur ekki af, þar sem glíma varð við stórvötn þeirrar leiðar, sem þá voru öll óbeizlaðar ótemjur. Í þá daga var oftast farið út úr (vestur úr) Meðallandi, þegar farið var af Síðunni út í Mýrdal eða „suður“; var þá illfær leiðin um Skaftártungu, sem nú er venjulega farin, vegna veg leysu um Eldhraunið og vondra vatna. Lá þá leiðin yfir Kúðafljót, milli Meðal lands og Álftavers, og var ýmist farið á ferju eða hestum; og fenginn kunn ugur leiðsögu- maður til fylgdar, þá er riðið var. Er Kúðafljót eitt hið versta vatn, svo sem kunnugt er, breitt mjög og sums staðar djúpt, og sér óglöggt til brota á því, einkum ef vindur er, og sjaldan hægt að treysta brotum degi lengur; er sandur í botni og þung ysja. Þegar að Fljótinu kom í þetta sinn, var mikill vöxtur í því; hafði hlýinda rigning verið undanfarna daga. Var þó afráðið að leggja í það hest- um en nota ekki ferju, enda nokkuð langt að henni, þar sem komið var að, og tekið að líða á daginn. Rigning var öðru hverju um daginn, lygnt veður og dimmt í lofti. Þar sem lagt var að Fljótinu, hagaði þannig til, að skammt framar voru holbakk- ar meðfram austur- landinu og féll megin- vatnið inn undir þá og hélt fram með þeim æði-kafla, en sló sér frá þeim, er fjær dró. „Heppni má það heita,“ skrifar Sigurður þeim, er þetta ritar, „að ég í það sinn hélt þeim vana að taka af mér vettling- ana, áður en lagt var í stór vötn.“ Var nú fyrst að ríða yfir þurra sandleiru og tvo grunna ála, en þá tók við aðalvatnið og var eins og fjörð- ur yfir að líta. Lagði leiðsögumaðurinn fyrstur út í að vanda, en Fljótshverfingarnir námu staðar á lítilli eyri fast við vatnið, til að sjá hvernig honum reiddi af. Þetta athugaði pósturinn ekki, heldur hélt tafarlaust út í á eftir honum með hesta sína. Svo var þarna aðdjúpt, að áður en varði voru þeir komnir á sund með alla hestana, en snéru þegar við, en straumurinn bar þá fram fyrir eyrina, og komust þó til sama lands aftur. Er Sigurður sér ófarir þessar, snýr hann við og ætlar aftur sömu leið og komið var. Og þótt hann teldi víst, að Þórunn kæmi á eftir, þá leit hann við, til að gæta að því. En hennar hestur hafði verið ókyrr mjög, og gróf svo ótt undan honum sandinn, að hún var þá á sundi og bar sömuleiðis niður fljótið. Sleppir Sigurður þá í flýti kofortahestunum þeirra og setti á sund eftir henni. Af Þórunni er það að segja, að hún varð brátt þess vör, að hestur hennar var orðinn óeðlilega djúp- syndur, enda var hún þung í reið- fötunum og erfið hestinum. Rennir hún sér þá úr söðlinum – flaut þá úr honum gæruskinn – og held- ur annarri hendi í faxið, en hinni í söðulbogann og lyftir hesturinn sér þá vel; hafði hann þá svinglað nokkuð sitt á hvað á sundinu, og varð það til þess, að Sigurður náði Eplauppskeru- og ævintýraferð til Noregs 3. – 7. október 2018 Verð á mann í tvíbýli: 134.800,- Verð á mann í einbýli: 147.800,- (Allt innifalið fyrir utan 2 hádegisverðir og 2 kvöldverðir ásamt drykkjum) Fararstjóri: ÖRFÁ SÆT I LAUS! MENNING&LISTIR Fornar ferðaleiðir í nýrri bók: Samgöngur og mannlíf í Vestur- Skaftafellssýslu fyrir 100 árum Hestar á bæjarhlaði í Blesahrauni á Síðu. Þorbjörg Jónsdóttir frá Eintúnahálsi ferðbúin með beisli í hendi og Guðný Pálsdóttir húsfreyja (1916–1994) í dyrunum. Þórunn Gísladóttir (1847–1937) ljósmóðir. Stúlk- an, sem stendur til vinstri á myndinni, heitir Helga Jónsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.