Bændablaðið - 16.05.2019, Síða 4

Bændablaðið - 16.05.2019, Síða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 20194 FRÉTTIR AB mjólk gefin nýfæddum lömbum í stað sýklalyfja Sala á AB mjólk tekur alltaf mikinn kipp á vorin en ástæðan er sú að fjölmargir sauðfjárbændur gefa mjólkina nýfæddum lömbum til að reyna að sporna gegn slefsýki og kemur í stað pensilíns áður. Lömb sem veikjast af slefsýki verða sinnulaus, þau hætta að sjúga, leggjast niður, eru blaut um nasir og munn og kviður þeirra er oft útblásinn. AB mjólkin hefur sannað gildi sitt og kemur í veg fyrir þessi einkenni, enda inniheldur hún mikið af góðum gerlum. Á bænum Teigi í Fljótshlíð fá lömbin AB mjólkina um leið og þau fæðast en meðfylgjandi mynd var tekin í fjárhúsinu þar. /MHH Einar Örn Jónsson garðyrkjufræðingur var starfsfólki Stofnunar Árna Magnússonar til aðstoðar við upptöku á plöntunum. Trjáplöntum bjargað úr Holuskógi Tilkynnt var á ársfundi Stofnunar Árna Magnússonar í síðustu viku að ríkið væri búið að samþykkja tilboð í að reisa Hús íslenskunnar. Grunnur húss var grafinn 2013 og hefur staðið auður síðan þá og ýmiss konar gróður, þar á meðal trjáplöntur, hafið landnám í holunni. Af þeim tegundum sem vaxa í grunninum eru dúnurt, arfi, gras og víðir mest áberandi og af einstökum tegundum má nefna augnfró, krossfífil, hóffífil, vætudúnurt, akurarfa, blóðarfa, njóla, baldursbrá og garðamaríustakk. Þar fundust einnig sex trjátegundir, grávíðir, gulvíðir, alaskaösp, birki, reynir og greni. Búið að taka tilboði í að reisa húsið Eva María Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Árnastofnunar, segir að á ársfundinum 8. maí hafi meðal annars verið tilkynnt um að framkvæmdir við húsið mundu hefjast fljótlega. „Á fundinum voru kynntar nýjungar í starfi stofnunarinnar og svo skemmtilega vildi til að daginn fyrir fundinn varð ljóst að ríkið væri búið að taka tilboði verktaka til að reisa húsið.“ Eva segir að oft hafi verið talsverð spenna á ársfundunum vegna áralangrar biðstöðu við byggingu hússins. „Að þessu sinni var því raunverulega hægt að gleðjast og fagna þessum tímamótum.“ Auðlegðin í holunni „Líkt og aðrar stofnanir er Árnastofnun að reyna að gera starfsemi sína umhverfisvænni og taka græn skref og kolefnisjafna að minnsta kosti vinnuferðir starfsmanna. Okkur þótti því sjálfsagt að nýta þá auðlegð sem hefur myndast í holunni og bjarga eins miklu af trjáplöntum og hægt er og flytja þær annað. Við tókum því upp rúmlega hundrað plöntur, víði, ösp, greni og birki, og færðum Skógræktarfélagi Reykjavíkur að gjöf og mun félagið sjá um að finna þeim stað innan borgarlandsins.“ /VH nýjan stað innan borgarlandsins. Mynd / Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir. Fimmlemba í Skarði – hefur átt 37 lömb Ærin Dimma á bænum Skarði í Landsveit hjá Guðlaugu Berglindi Guðgeirsdóttur og Erlendi Ingvarssyni er alvöru kynbótakind því hún hefur átt 37 lömb í gegnum tíðina. Dimma, sem er tíu vetra gömul, bar nýlega fimm fallegum lömbum. Ellefu af lömbum Dimmu hafa verið sett á. Meðalfallþungi hjá Dimmu er 18 kg, 10.3 fyrir gerð og 6.8 fyrir fitu. Í Skarði eru 1.050 kindur á fóðrum og þar er reiknað með um 1.800 lömbum í sauðburði vorsins. Um síðustu helgi áttu um 300 ær eftir að bera. /MHH Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga: Matthías frá Brún heiðraður fyrir hrossarækt Mynd / Þórir Tryggvason Matthías Eiðsson, lengst af kenndur við bæinn Brún ofan Akureyrar, var heiðraður á sýningu sem Hestamannafélagið Léttir efndi til á dögunum með yfirskriftinni Hestaveisla. Það voru Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga sem stóðu að heiðrun Matthíasar fyrir ævistarf hans við hrossaræktun hér á landi. Matthías hefur í áratugi stundað hrossarækt og hefur ræktun hans skipt sköpum í hrossarækt á landinu „og skilað þeim árangri að nú er um allt land mikill fjöldi hrossa sem eiga með einum og eða öðrum hætti tengsl sín og ættir að rekja við hross Matthíasar og formóður farsæls ræktunarstarfs hans,“ segir í umsögn hrossaræktarsamtakanna um Matthías. Hekla frá Árgerði í Eyjafirði er formóðir þessarar ræktunar og dóttir hennar og eina folald, Ósk frá Brún, hefur skilað af sér mörgum afkvæmum og farsælum stóðhestum sem svo sannarlega hafa sett svip sinn á hestaheiminn á Íslandi á liðnum áratugum. Með þessu vilja Hrossaræktar- samtök Eyfirðinga og Þingeyinga þakka Matthíasi af heilum hug framlag hans til hestamennskunnar í landinu,“ segir enn fremur í umsögninni. /MÞÞ Bleikjuveiði í Norðfjarðará dregst saman Talsverð hnignun hefur orðið á bleikjuveiði í Norðfjarðará og var veiði síðasta sumar í sögulegu lágmarki, en þá veiddust 531 bleikja í ánni og er veiðin talsvert undir meðaltali í annars gjöfulli bleikjuá. Efnt var til íbúafundar um stöðu Norðfjarðarár á dögunum, en meginefni fundarins voru niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknastofnunar sem sýna fram á hnignun árinnar. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, kynnti stöðuna út frá niðurstöðum áfangaskýrslu Hafró á vöktun á laxfiskastofnun Norðfjarðarár í kjölfar efnistöku. Fram kom í máli hans að mikilvægt væri að sýna ám skilning og þrengja ekki um of að þeim, þær þyrftu sitt svæði til að geta þrifist sem búsvæði fyrir þær lífverur sem þar lifa, þar með talið bleikjuna. Sagði Guðni mikilvægt að hlúa að búsvæðum bleikjuseiðanna en efnistaka hefur neikvæð áhrif. Nefndi hann að ekki væri ástæða að svo stöddu að óttast niðurstöður rannsóknarinnar, en nauðsynlegt að huga að góðri umgengni við þessa gjöfulu bleikjuá. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.