Bændablaðið - 16.05.2019, Síða 7

Bændablaðið - 16.05.2019, Síða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2019 7 LÍF&STARF Í síðasta þætti var ögn byrjað á birtingu afmælisvísna. Afmælisvísur hafa verið ortar lengi, misjafnlega nærfærnar eftir því hver aldurinn er eða sá er kveðjuna fær. Á síðustu öld tíðkaðist að semja og flytja afmælisbörnum löng ljóð og jafnvel mikið í þau lagt. Þessi þáttur verður helgaður afmælisvísum. Páll Ásgeir Ásgeirsson, mágur minn, flutti mér útúrsnúinn skírnarsálm á síðasta afmælisdegi mínum, sem jafnframt var staðfestingarstund á hinu tilkomumikla millinafni mínu: Ó blíði Jesú blessa þú bónina sem þú heyrir nú: Vesaling þennan vantar nafn svo verði hann loksins öðrum jafn. Ef því á hér að öðlast líf útvegaðu því stál og hníf svo geti það fiskinn feitan stýft og flotinu þar við ekki hlíft. Ó gef það vaxi í visku og náð, vænkist þess hagur og auraráð, og nú verði Geirhjörtur nafnið þitt notadrýgra og betra en hitt. Og Páll flutti söngbróður sínum úr karla- kórnum Fóstbræðrum, Jóni Þorsteini Gunnarssyni, svofellda afmæliskveðju 65 ára: Aldur hækkar, virðing vex og verður fært í letur, að tórt þú hefur tugi í sex og tel þó hálfum betur. Ellimerki engin vel ennþá sjást á kappanum. Nýtur sín um næturþel og nær úr flösku tappanum. Óli heitinn á Gunnarsstöðum sendi sveitunga sínum, Eggerti í Laxárdal, þessa einstöku afmælisósk: Nær þér elli ekki í var að þó svelli í hylnum. Haltu velli hetjunnar að hinsta fellibylnum. Ein af íburðarmeiri afmæliskveðjum er eftir Rósberg G. Snædal, send Birni á Kotá sextugum: Nú skal syngja Birni brag, byrja hringhenduna. Húnvetninginn hylla í dag, harma þvinga úr muna. Yfir brot og ótal sker alltaf flotið glaður. Björn á Kotá ekki er ellilotinn maður. Vandist skælur aldrei á eða þvælingshætti, berð því hæla heila frá heimsins þrælasætti. Laus við flysjung, fals og dár, fengið misjafnt gaman. Þraukað í tvisvar þrjátíu ár, þér er ei fisjað saman. Jafnan haldið horfinu, hitt fyrir kalda strengi, alltaf valdið orfinu, aldrei tjaldað lengi. Aldrei vikið undan blæ, aldrei hik í neinu. Heims í kviku hefurðu’æ haldið striki beinu. Vörður hlaðið, vegi rutt, verkahraður, traustur. Yfir vaðið veikan stutt, vörðinn staðið hraustur. Best þinn glæði gæfan hag, gagnleg fræði lestu. Nóttu bæði og nýtan dag njóttu gæða bestu. Þú, sem dáir dagsins glóð, draumabláar vökur, þiggðu frá mér þetta ljóð, þessar fáu stökur. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 522 MÆLT AF MUNNI FRAM Mynd / Hörður Kristjánsson. Hljómsveitin Æfing frá Flateyri fagnaði 50 ára afmæli sínu í Bæjarbíói í Hafnarfirði: Fínn kall kellingin hans – Púki að vestan, Kemur eftir rétt strax, og Allabúð voru meðal laga sem trylltu vel stálpaða áheyrendur Hljómsveitin Æfing frá Flateyri fagnaði 50 ára afmæli sínu með lokadagstónleikum í Bæjarbíói, Hafnarfirði laugardaginn 11. maí síðastliðinn. Uppselt var á tónleikana og greinilegt að núverandi Flateyringar og brotttfluttir ætluðu ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara. Það var velt til fundið að halda tónleikana á lokadag vetrarvertíðar 11. maí, en allir eiga meðlimir hljómsveitarinnar með einum eða öðrum hætti rætur í sjómennsku, beitningu, fiskvinnlu eða öðrum tengdum athöfnum. Segja má að gleðin hafi skinið úr hverju andliti á tónleikunum. Ekki var laust við að þarna væri í bland stemning eins og hún gerðist best á veitingastaðnum Vagninum á Flateyri á árum áður og eins og best gerist á góðu ættarmóti. Fyrsta „giggið“ á fundi Skjaldar á Flateyri Í stuttu máli má segja að saga sveitarinnar sé rakin til 27. desember 1968 þegar hljómsveitin Æfing á Flateyri kom fram í fyrsta sinn á fundi Verkalýðsfélagsins Skjaldar í Samkomuhúsinu á Flateyri. Í hljómsveitinni voru: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigmar Ólafsson, Eiríkur Mikkaelsson og Gunnlaugur Mikkaelsson. Hljómsveitin Æfing starfaði á tveimur tímaskeiðum, þ.e. á Flateyri frá 1968 og fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð. Seinna tímabilið er frá 1990 og þá bæði á samkomum sem Önfirðingafélagið í Reykjavík kom að með einum eða öðrum hætti og við önnur sérstök tækifæri, s.s. afmæli, brúðkaup og útgáfutónleika. Í hljómsveitinni Æfingu á þessu tímabili hafa verið: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigurður Björnsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Ásbjörn Björgvinsson, Halldór Gunnar Pálsson, Önundur Hafsteinn Pálsson auk Óskars Þormarssonar og Magnúsar Magnússonar. Gömlu góðu lögin slá enn í gegn Árið 2013 ákváðu félagarnir í Æfingu að taka upp plötu eða geisladisk sem fékk nafnið: Æfing – fyrstu 45 árin. Meðal laga á þessum diski Æfingar eru: Fínn kall kellingin hans, Kem eftir rétt strax, Allabúð, Púki að Vestan og Heima er best. Sá sem á gríðarlega mikið í tilurð texta og laga hljómsveitarinnar er Guðbjartur Jónsson sem lengi rak veitingastaðinn Vagninn á Flateyri og var þá oftast titlaður Vagnstjóri. Hann á ótal marga óborganlega frasa sem urðu tilefni að mörgum af bestu lagatextum sveitarinnar. Á Guðbjartur mikinn heiður skilið fyrir sín skemmtilegu orðatiltæki sem hafa verið sem yndislegt krydd í tilveruna fyrir marga. Brandarinn sem varð að veruleika Siggi Björns greindi frá því á tónleikunum að þegar Flateyringurinn Björn Ingi Bjarnason, sem nú býr á Eyrarbakka, kom með hugmyndina að plötuútgáfu sveitarinnar hafi þeir allir skellihlegið og litið á það sem afbragðsgóðan brandara. Björn gaf sig ekki og geisladiskurinn varð að veruleika. Reyndar er Björn ekki vanur því að gefa sig þegar honum dettur eitthvað í hug og er Hrútavinafélagið Örvar gott dæmi um það. Félagið var stofnað árið 1999. Tilgangur félagsins er að viðhalda og efla þjóðlega menningararfleifð til sjávar og sveita. Félagar eru yfir þúsund talsins og að sjálfsögðu er Björn Ingi Bjarnason formaður í félaginu. Á tónleikunum í Bæjarbíói lék hljómsveitin Æfing fyrrnefnd lög, ásamt ýmsum þekktum slögurum og nokkur fleyri lög sem m.a. hafa komið út á diskum Sigga Björns. Áheyrendur voru vel með á nótunum og létu ekki segja sér það tvisvar að taka hressilega undir söng félaganna á sviðinu þegar þeir óskuðu eftir stuðningi. Meðlimir Æfingar á þessum tímamóta- tónleikum voru: Árni Benediktsson - gítar og söngur Sigurður Björnsson (Siggi Björns) - gítar og söngur Ásbjörn Björgvinsson - bassi og söngur Jón Ingiberg Guðmundsson - gítar og söngur Halldór Gunnar Pálsson - gítar og söngur Óskar Þormarsson - trommur /HKr. Mynd / Björn Ingi Bjarnason Mynd / Björn Ingi Bjarnason Mynd / Björn Ingi Bjarnason

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.