Bændablaðið - 16.05.2019, Síða 10

Bændablaðið - 16.05.2019, Síða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 201910 FRÉTTIR Íslenskir eldsmiðir halda hina árlegu eldsmíðasamkomu á Byggðasafninu að Görðum á Akranesi 31. maí til 3. júní. Boðið verður upp á örnámskeið í eldsmíði fimmtudaginn 30 maí og laugardaginn 1. júní. Nánari upplýsingar á Facebook-síðu Íslenskra eldsmiða: https://www. facebook.com/islenskireldsmidir/ Íslandsmótið í eldsmíði verður haldið sunnudaginn 2. júní kl. 10. Byggðasafnið Garðar á Akranesi: Eldsmiðir hamra járnið Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar: Miðhálendisþjóðgarður skerðir skipulagsvald sveitarfélaganna Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar að nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu óski aðeins eftir umsögnum um þætti sem lúta að skipulagi og mörkum slíks þjóðgarðs en ekki um kosti og galla þess yfir höfuð að stofna þjóðgarðinn. Fram kemur í fundargerð byggðarráðs að stofnun og rekstur þjóðgarðs kalli á mikið fjármagn ef vel eigi að standa að málum varðandi uppbyggingu innviða, viðhald m.a. vega, merkinga, fráveitumála og eigna. Útfæra þarf samstarf við heimamenn „Ef þjóðgarður á að geta byggt upp atvinnu og stutt við búsetu á nærsvæðum þjóðgarðs þarf fjármagn að fylgja slíkri fyrirætlan. Einnig ef þjóðgarður á að bjóða upp á aðgengi og möguleika til útivistar, sérstakar aðgerðir gagnvart öryggismálum og vöktun, og að laða að ferðamenn,“ segja Skagfirðingar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Útfæra þurfi með skýrum hætti hvernig samstarfi við heimamenn á hverjum stað verði háttað, m.a. hver þeirra réttindi verða til að mynda varðandi nytjarétt, beitarstýringu og veiði. Í umræddum drögum sem nú eru til umsagnar er t.d. aðeins tekið þannig til orða að stefnt sé að því að „viðhalda réttindum sem nú þegar eru tryggð í þjóðlendum, s.s. fyrir sveitarfélög og/eða aðila sem stunda atvinnurekstur“ í stað þess að kveða skýrt á um að þau réttindi haldist. Sporin hræða Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum segir í bókun Skagfirðinga. „Með öðrum orðum er verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Sporin hræða í þeim efnum.“ Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur rétt að áður en lengra er haldið með undirbúning stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu verði hugað að stöðu, hlutverki og vilja sveitarfélaganna til verkefnisins. Jafnframt verði teknar saman upplýsingar um stöðu annarra þjóðgarða, rekstrargrundvöll þeirra og hvernig mat heimamanna á hverjum stað fyrir sig er á að til hafi tekist. /MÞÞ Sveitarstjórn Húnaþings vestra: Hugmynd um fleiri smærri þjóðgarða á miðhálendi Sveitarstjórn Húnaþings vestra fjallaði um hugmyndir um þjóðgarð á miðhálendi Íslands á fundi sínum á dögunum og bendir á að í drögum um hann sé einungis miðað við einn stóran þjóðgarð fremur en að skoðaður sé með raunverulegum áhuga hvernig smærri og fleiri þjóðgarðar kæmu út til samanburðar. Stofnun og rekstur þjóðgarðs kalli á gríðarmikið fjármagn ef vel eigi að að standa að hlutum, ekki virðist sýnt samkvæmt þessum drögum hvernig þjóðgarður á að vera fjármagnaður. Þá bendir sveitarstjórn á að töluverður hluti af skipulagsvaldi sveitarfélaga sé tekinn í burtu með þeim drögum sem fyrir liggi og það geti ekki talist viðunandi að sveitarfélögin á svæðinu missi beint skipulagsvald og feli það svæðis- og umdæmisráðum líkt og gert sé ráð fyrir í drögunum, sérlega ekki þegar ekkert sé vitað um það hvernig viðkomandi ráð verða skipuð. Þá sé í drögunum lítið gert úr vægi sveitarfélaga og landeigenda þegar kemur að atvinnustefnu þjóðgarðsins, helst megi lesa úr drögunum að allir atvinnurekendur á svæðinu þurfi sérstakt atvinnuleyfi frá stjórn þjóðgarðsins, burtséð frá hver atvinnustarfsemi sé og hverjar skoðanir heimafólks séu. Hamlandi skorður „Verður því að líta svo á að þarna séu sveitarfélögum og landeigendum settar verulegar og hamlandi skorður, til dæmis varðandi beitarrétt og veiðar, og að viðkomandi aðilar missi þar með drjúgan umráðarétt yfir sínu landi. Ef sami tónn verður viðhafður í atvinnustefnu miðhálendisþjóðgarðs, sem ekki er ósennilegt verði drög að atvinnustefnu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð samþykkt, getur Húnaþing vestra einfaldlega ekki fellt sig við slíka verðfellingu skipulagsmála í heimahéraði,“ segir í bókun sveitarstjórnar Húnaþings vestra. /MÞÞ Hálendisþjóðgarður eins og hann er dregin upp á vefsíðunni halendid.is til stuðnings við stofnun slíks þjóðgarðs. Skoðanakönnun Gallup: Meirihluti landsmanna telur að Hvalárvirkjun muni hafa góð áhrif á búsetu á Vestfjörðum Rúm 62% landsmanna telja að fyrirhuguð virkjun Hvalár á Ströndum muni hafa góð áhrif á búsetu á Vestfjörðum, 66,6% að hún muni hafa góð áhrif á atvinnuuppbyggingu. Þá telja 73% að hún muni hafa góð áhrif á raforkumál í fjórðungnum og 64,9% telja að Hvalárvirkjun muni hafa góð áhrif á samgöngur á Vestfjörðum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri könnun sem Gallup gerði fyrir Vestfjarðastofu á viðhorfum landsmanna til orkumála og til Hvalárvirkjunar. Um netkönnun var að ræða sem gerð var á tímabilinu frá 8.–20. mars síðastliðinn. Í úrtaki könnunarinnar voru 1.424 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Af þeim svöruðu 798 og var þátttökuhlutfallið því 56%. Samkvæmt könnuninni eru 40,9% landsmanna hlynntir virkjun Hvalár á Ströndum, en 31,4% eru andvígir og 27,7% eru hvorki hlynntir né andvígir. Karlar eru almennt hlynntari virkjun Hvalár en konur og voru 55% karla hlynntir virkjuninni en 25% kvenna. /MHH Hvalárvirkjun mun nýta vatn sem miðlað verður úr stöðuvötnum á Ófeigsfjarðarheiði. Mynd / Verkís/Vesturverk Borgfirskur gítarleikari slær tóninn með spænsku listafólki Reynir Hauksson, gítarleikari frá Hvanneyri, sem búsettur er í Granada á Spáni, kemur hingað til lands í mánuðinum og heldur flamenco-tónleika ásamt fríðu föruneyti. Í Salnum í Kópavogi munu Íslendingar og Spánverjar sameinast í eldheitum dansi, tilfinningaþrungnum söng og suðrænum gítarleik. Boðið verður upp á það allra helsta úr heimi flamenco með nokkrum fremstu listamönnum Granada. Til þess að hita upp fyrir sýningarnar í Kópavogi verða þrennir dúettatónleikar haldnir nokkrum dögum áður, í Borgarnesi, á Hvanneyri og í Reykjavík. Þá munu Reynir og spænsku listamennirnir bjóða upp á sk. „masterklass“ þar sem þátttakendum býðst að fræðast um ýmis grunvallaratriði tón- og danslista. Kristinn R. Ólafsson verður kynnir á sýningunum í Salnum. Miðasala er á vefnum tix.is. Dúett-tónleikar Landnámssetrið – þri. 21. maí kl. 20.30 Mengi – mið. 22. maí kl. 21.00 Hvanneyri Pub – fim. 23. maí kl. 20.30 Sýningar Salurinn í Kópavogi, lau. 25. maí kl. 21.00 Salurinn í Kópavogi, sun. 26. maí kl. 21.00 (aukatónleikar) Masterklass í Salnum, 25. maí kl. 15.00. Dans-, söng- og gítarkennsla ásamt fyrirlestri. Brunavarnir Rangárvallasýslu hafa fest kaup á hluta af iðnaðarhúsi sem BR Sverrisson ehf. er að byggja á Hellu. Fyrsta skóflustunga að húsinu og þar með nýrri slökkvistöð fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu var tekin nýlega að viðstöddum sveitarstjórum og oddvitum í Rangárvallasýslu, ásamt Slökkviliðsstjóra og stjórnarmönnum Brunavarna Rangárvallssýslu. „Húsið er alls 554 fm2 en Brunavarnir kaupa 319 fm2 með 110 fm2 millilofti. Húsið verður algjör bylting í aðstöðu fyrir Brunavarnir þar sem það leysir af hólmi eldra húsnæði sem nýtt hefur verið frá 1969 og er í miðju íbúðarhverfi á Hellu. Við gerum ráð fyrir að taka nýja húsið í notkun snemma árs 2020,“ segir Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Rangárvallasýslu. /MHH Brunavarnir Rangárvallasýslu: Byggja slökkviliðsstöð á Hellu Mynd / Eíríkur Vilhelm Sigurðarson

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.