Bændablaðið - 16.05.2019, Side 14

Bændablaðið - 16.05.2019, Side 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 201914 HLUNNINDI&VEIÐI Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is ALHLIÐA VÉLAVERKSTÆÐI Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! Fengum þennan fína urriða á Herdísi ,,Við erum með sumarbústað við Brókarvatn á Mýrunum, sem við keyptum núna nýlega, fínn staður,“ sagði Sigurður Karlsson er við heyrðum í honum á dögunum. „Þegar það hefur verið að detta í logn á kvöldin höfum við verið að kíkja og sjá hvort og hvar fiskur sé að vaka við vatnið. Þegar veiðin er að byrja á vorin er mjög gott að horfa yfir vatnið og reyna að sjá hvar fiskurinn er að vaka, þetta einfalda ráð hefur hjálpað mér mikið við að finna hvar fiskurinn er. Síðustu daga hefur allt verið að lifna við vatnið, komin smá fluga og fiskurinn er að koma upp og taka hana. Svo ákváðum við að prófa að veiða og við fengum þennan fína urriða, ca 3 pund, á Herdísi eftir Jón Sig. heitinn. En Herdís er frábær fluga sem ég nota mjög mikið. Hef samt aðallega notað hana í bleikju. Baltasar, sonur minn, er að verða 6 ára, hann er mjög spenntur fyrir því að veiða og það er stutt í að hann verði kominn á fullt í fluguveiðina. Hann var gríðarlega ánægður með fiskinn, en hans aðalmarkmið var að veiða froska, en það tókst ekki í þetta skiptið,“ sagði Sigurður í lokin. Gunnar Bender gunnarbender@gmail.com Við höfum fengið flott viðbrögð „Já, það eru búnir fjórir þættir og við höfum fengið flott viðbrögð,“ sagði Eggert Skúlason um nýja seríu af Sporðaköstum, sem veiðimenn voru búnir að bíða alltof lengi eftir. Þættirnir eru byrjaðir að rúlla á Stöð 2 og 20 ára bið er á enda. „Við fórum að mynda í Miðfjörðinn, Hafralónsá, Köldu- kvísl, Laxá í Dölum, Víðidalsá og Fitjá, Selá og Vesturdalsá. Þetta verða sex þættir,“ sagði Eggert, sem var nýkominn úr Heiðarvatni í Mýrdal með stöngina að vopni. Veiðin gekk flott í túrnum. Veiðin í Heiðarvatni byrjaði með látum eins og víða í silungnum, fiskurinn er í tökustuði og Sporðaköst-þættirnir eru á þriðjudögum á Stöð 2. Er hægt að hafa það betra? Víða ansi góð silungsveiði „Við höfðum aðeins verið að veiða urriðann hérna í Laxá, það gott að grisja hann aðeins,“ sagði Jón Helgi Björnsson á Laxamýri í Aðaldal er við heyrðum aðeins í honum hljóðið, en þau eru mörg vorverkin í sveitinni á þessum tíma árs. „Urriðinn er feitur og fallegur sem við höfum verið að veiða,“ sagði Jón Helgi enn fremur. Silungsveiðin hefur víða verið góð, fiskurinn kemur vel undan vetri þetta árið. Meðalfellsvatn hefur verið að gefa veiði og Elliðavatn flotta veiði. „Ég er búinn að fá nokkra fiska, urriða,“ sagði veiðimaður sem við hittum við vatnið. Já, urriðinn hefur verið að gefa sig en bleikjunni fækkar og fækkar. Í Kleifarvatni og Hlíðarvatni í Selvogi hafa veiðimenn verið að fá vel í soðið. Flotta fiska. Silungsveiðin byrjar vel, fiskurinn er vel haldinn og styttist í að veiðin byrji í flestum vötnum landsins. Við erum búnir að fá þrjá fiska „Við erum búnir að fá 3 urriða, hann tekur mjög grannt,“ sagði Haraldur Gunnarsson er við hittum hann við Höfuðhylinn i Elliðaánum fyrir skömmu, þar sem hann var að veiða ásamt félaga sínum. Vorveiði hefur staðið yfir í ánni og gengið ágætlega, urriðinn hefur verið að gefa sig á fluguna. Það er ágætt að ganga aðeins á urriðann og veiða, hann er grimmur í seiðunum í Elliðaánum. Svo styttist í að laxveiðin byrji þar sem borgarstjórinn og fleiri opna ána 20. júní. „Þetta er flott æfing fyrir sumarið,“ sagði Haraldur enn fremur og var að hætta veiðum þennan daginn. „Það virðist vera töluvert af urriða hérna en hann er tregur að taka enda aðeins kólnað,“ sagði veiðimaðurinn og dregur inn fluguna. Veiðifélaginn er hættur þennan daginn. Í Elliðavatni eru nokkrir að berja vatnið en fiskurinn ekki tökuglaður. Samt hefur verið fín veiði núna í nokkra daga, en það hefur aðeins kólnað og það hefur sitt að segja. Urriðinn verður tregari en útiveran er verulega góð. Mynd / María Gunnarsdóttir Mynd / Jón Helgi. 92 . íma

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.