Bændablaðið - 16.05.2019, Side 16

Bændablaðið - 16.05.2019, Side 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 201916 Fjölærar jurtir skipa stóran sess í ræktun margra garða og skipta tegundir og afbrigði þúsundum. Blómlitir, hæð og blaðlögun eru óteljandi og möguleikarnir sem bjóðast í útfærslu þeirra eru óendanlegir. Við val á fjölærum jurtum skal velja þær út frá hæð, blómlit, blaðlögun og blómgunartíma, auk þess sem taka verður tillit til þess hvort þær þola skugga, í hvernig jarðvegi þær dafna best og hvað þær þurfa mikið rými. Einnig er ráðlagt að velja jurtir sem blómstra á mismunandi tíma svo að garðurinn sé í blóma frá vori fram á haust. Áður en jurtirnar eru gróðursettar verður að undirbúa beðið vel með því að stinga það upp, losa um og hreinsa moldina og blanda hana með lífrænum áburði niður á 30 til 40 sentímetra dýpi. Ef gróðursetja á jurt sem kýs basískan jarðveg þarf að bæta í hann kalki, til dæmis skeljasandi. Kjósi viðkomandi jurt aftur á móti súran jarðveg þarf að sýra hann með brennisteini eða barrnálum. Samkvæmt reglunni þarf að skipta og flytja jurtir sem blómstra á haustin að vori, en jurtir sem blómstra á vorin eru fluttar á haustin. Yfirleitt er þó gróðursett að vori hvor flokkurinn sem í hlut á og gefst oftast vel. Gróðursetja þarf jurtirnar sem fyrst eftir að þær koma í garðinn og passa verður að ræturnar þorni ekki. Varast ber að sól skíni á ræturnar, það þola jurtirnar illa. Einnig þarf að gæta þess að hafa gróðursetningarholurnar víðar svo hægt sé að koma rótunum fyrir án þess að vöðla þeim saman og betra er að klippa af rótunum en að troða þeim niður. Gæta þarf þess að gróðursetja jurtina í sömu dýpt og hún stóð áður og þjappa jarðveginum hæfilega þétt að henni. Hæfilegt bil á milli jurta er breytilegt eftir fyrirferð þeirra og getur verið frá nokkrum sentímetrum og upp í rúman metra. Ágætt viðmið er að jurtir sem eru 10 til 30 sentímetrar á hæð sé plantað með 15 til 25 sentímetra millibili. 30 til 60 sentímetra háar jurtir þurfa 25 til 60 sentímetra millibil og jurtir sem eru 60 til 100 sentímetra háar verða að hafa 50 til 100 sentímetra millibili eða meira. Sé jarðvegur í beðinu frjósamur nægja 40 til 50 grömm af alhliða garðáburði á hvern fermetra fyrrihluta sumars og hálfur skammtur í lok júlí. Hnefafylli af lífrænum áburði yfir beði annað hvert ár er einnig til bóta og gott er að raka hann niður. Þeir sem ekki hafa aðgang að garði geta sett fjölærar plöntur í ker eða potta með gati á botninum, og haft á svölum eða tröppum. Blanda þarf moldina í kerunum með sandi eða vikri og setja möl í botninn svo að hún verði ekki of blaut. Lágvaxnar tegundir fara betur í kerum en hávaxnar tegundir og auðveldara er að færa kerin til ef plönturnar eru lágar. Eftir útplöntun þarf að vökva vel. Ef gróðursett er í sterku sólskini eða hvassviðri er gott að skýla jurtinni fyrstu dagana. Blaðmiklar jurtir þurfa meira vatn en blaðminni vegna þess að útgufun úr þeim er meiri. /VH STEKKUR NYTJAR HAFSINS Innsýn í smábátaútgerðina Landssamband smábátaeigenda var stofnað 5. desember 1985. Aðalhlutverk félagsins frá upphafi og til dagsins í dag hefur verið hagsmunagæsla fyrir félagsmenn. Kveikjan að stofnun LS var að koma í veg fyrir stöðvun veiða smábáta eftir að tilteknum afla yrði náð. Aflinn sem átti að miða við var 8.400 tonn. Smábátaeigendur mótmæltu og sögðu að náttúruöflin sæju um að stjórna veiðum þeirra. Það væri nægur hemill, oft og tíðum liðu vikur milli þess að gæfi á sjó. Einnig væru veiðar þeirra takmarkaðar við veiðisvæði stutt frá landi og það væri ekki alltaf á vísan að róa á þau mið. Svo fór að hlustað var á raddir smábátaeigenda, ekki síst þegar bent var á misvægi milli landshluta. Eitt svæði gæti búið við góðar gæftir og fiskgengd á sama tímabili sem allt gengi gegn trillukörlum á öðrum landsvæðum. LS varð strax áberandi afl í sjávarútvegi og kom á framfæri til stjórnvalda og almennings heildstæðum sjónarmiðum smábátaeigenda. Mikill áhugi vaknaði fyrir smábátaútgerðinni sem sýndi sig best í mikilli fjölgun báta samfara auknum afla hjá þeim. Útgerðarmynstrið sem verið hafði apríl–september breyttist með öflugri bátum og reynslumiklum sjómönnum, sem meðal annars komu af vertíðarbátum til sjálfstæðrar smábátaútgerðar. Einnig höfðu sjómenn og skipstjórar á stærri skipum mikla löngun til að stofna sína eigin útgerð. Þannig byggðist upp hinn harði kjarni sem lagði grunninn að því sem orðið er í dag. Miklar breytingar Fjölmargar ástæður lágu á bak við þessar breytingar. Þar vóg kvótasetning allra bata 12 brúttórúmlestir og stærri mjög þungt og frá 1. september 1991 bættust við allir smábátar 6 brúttórúmlestir og stærri. Kvótasetning þessara minni báta leiddi til þess bátum fækkaði um hundruðir á næstu árum. Veiðiheimildir dugðu ekki fyrir þeim kostnaði og tekjum sem þeim var ætlað. Aðilar stóðu þá frammi fyrir tveimur kostum, að kaupa meiri veiðiheimildir eða að selja hæstbjóðanda útgerðina og þar með veiðiheimildirnar. Síðarnefndi hópurinn varð fjölmennari sem leiddi til áðurnefndrar fækkunar útgerðaraðila. Í þeim hópi voru hins vegar aðilar sem ekki voru tilbúnir að leggja árar í bát. Margir þeirra sáu tækifæri í að kaupa sér smábát minni en 6 brúttórúmlestir og halda áfram útgerð. Þar var enn til staðar ákveðið frjálsræði sem væri álitlegur kostur. Á sama tíma og bátum með veiðiheimildir bundnar í kvótum fækkaði fjölgaði virkum bátum minni en 6 brl. þar sem sóknin var takmörkuð við veiðarfæri – lína og handfæri – og banndögum. Stækkun báta að 15 brt. Hugmyndaflug bátasmiða og Mynd / HKr. Fjölæringar eru fallegir

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.