Bændablaðið - 16.05.2019, Page 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2019 21
Íslendingar losa 700.000 tonn
af CO2 bara við að það borða mat
Hver einasti maður losar um 2 tonn
af koltvísýringi út í andrúmsloftið
á ári bara við neyslu á mat,
samkvæmt upplýsingum FECYT
(Spanish Foundation for Science and
Technology) sem byggja á rannsókn
Almeríu háskóla (Universidad
de Almería -UAL) frá 2010. Þar
var miðað við meðalmatarneyslu
Spánverja sem er um 881 kílógramm
á ári. Það skilar samt innan við 20%
af heildarlosun hvers einstaklings
á kolefnisígildum. Það þýðir að
íslenska þjóðin er að losa ígildi
700.000 tonna af koltvísýringi út
í andrúmsloftið árlega bara vegna
fæðunnar sem
þjóðin borðar.
Ofan á
þetta bætist
g r í ð a r l e g
vatnsmengun
vegna losunar
úrgangsefna
líkamans. Þá á
eftir að nefna
losun á iðragasi
sem er um 0,5 til
2 kg á dag, eða
að meðaltali
um 547 kg
á ári á hvern
einstakling. Það
gerir að meðaltali
tæplega 192
þúsund tonn á ári.
Þetta gas er talið innihalda allt að
26% metan sem er þá rétt tæplega
50.000 tonn á ári.
Ef notuð eru margfeldisviðmið
Loftslagsráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna, eða talan 21, þá þýðir
það rúmlega 1 milljón tonn af CO2
ígildum á ári. Ekki er þá nærri allt
upp talið því eftir er að reikna inn
í dæmið allar athafnir manna við
ferðalög og kolefnisfótspor vegna
framleiðslu á öllum mögulegum
búnaði, húsnæði og öðru sem fólk
notar sem er verulegt. Er því trúlega
varlega áætlað að íslenska þjóðin sé
bara í sínu daglega amstri að losa
sem svarar 2,5–3 milljónum tonna
að CO2 ígildum. Þetta er fyrir utan
aðra starfsemi í landinu eins og beina
kolefnislosun stóriðju, iðnaðar og
útgerðar. Ef leggja ætti ískalt mat
á slíkar tölur í umræðunni, lægi
væntanlega beinast við að niðurstaðan
í exelskjölum sérfræðinga væri að
fækka Íslendingum verulega.
Fullyrðingar um gróðurhúsaáhrif
jórturdýra fjarri veruleikanum
Í úttekt Swiss Bio Farmer er bent á
að samkvæmt viðteknum fræðum og
fullyrðingum sé metan talið valda
um 20% af gróðurhúsaáhrifunum í
andrúmsloftinu. Þá séu öll jórturdýr
jarðar talin standa fyrir 20% af allri
metanlosun heimsins. Það þýðir að
losun jórturdýra er ekki 50%, ekki
28% og ekki 21%, heldur um 4%
af heildinni í gróðurhúsaáhrifunum.
Þá er einnig bent á að eldi
jórturdýra og nýting graslendis til
þess að hjálpa um einum milljarði
af fátækasta fólki jarðar við að fá
nauðsynlegt prótein samkvæmt tölum
Matvæla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna (FAO). Þessi
jórturdýr sem eru að stærstum
hluta nautgripir hafa, ef marka má
úttektina, engin áhrif á myndun
gróðurhúsalofttegunda heldur er
ræktun þeirra hlutlaus vegna örvera
sem lifa á metani.
Kröfur fólks um magnframleiðslu
á ódýru kjöti valda mengun
Það er ekki fyrr en eldi nautgripa
fer eingöngu fram með korn-
og sojabaunagjöf í sérstökum
fóðrunarstöðvum (feedlots)
verksmiðjubúanna en ekki með
grasfóðrun af landi í samræmi
við gripafjölda, að vandamál
skapast fyrir alvöru. Þá verður til
náttúrulegt ójafnvægi, en þetta er
fyrst og fremst stundað vegna kröfu
mjög svo ósjálfbærra þéttbýlisbúa
um ódýrt kjöt. Við slíkar aðstæður
rýkur gróðurhúsagildið staðbundið
upp vegna losunar nautgripanna á
metani.
Tvískinnungur og fullkomin
hræsni
Það er þessi krafa um verksmiðju-
framleitt kjöt í miklu magni á
lágmarksverði sem veldur losun
metans sem ekki er í takt við eðlilegt
samspil dýra og náttúru. Þetta er
fyrst og fremst krafa þéttbýlisbúa í
heiminum sem eru orðnir í litlum eða
engum tengslum við náttúruna og
frumframleiðslu matvæla. Þetta fólk
hefur samt gjarnan hæst í umræðunni
um loftslagsmál. Það segist líka vera
alfarið á móti rekstri verksmiðjubúa,
en heimtar á sama tíma ódýran mat
sem ekki er hægt að framleiða á
annan hátt. Þetta lýsir engu öðru en
tvískinnungi og fullkominni hræsni
í umræðum um loftslagsmál og
náttúruvernd.
Niðurstaðan í umfjöllun Swiss
Bio Farmer er að það eru ekki kýrnar,
eða önnur jórturdýr, sem eru slæm
fyrir umhverfið, heldur mannfólkið
sem með aðgerðum sínum og kröfum
setur allt jafnvægi úr skorðum. Síðan
segir:
„Ef þú vilt neyta nautakjöts, þá
skaltu fullvissa þig um að það sé
grasfóðrað.“
Í kjölfarið er bent á í umfjöllun
Swiss Bio Farmer aragrúa fullyrðinga
í umræðunni um nautgriparækt, sem
séu hreinar rangfærslur sem byggi
á fáfræði og talnagögnum sem ekki
standist skoðun.
Vatnsaflsvirkjanir losa líka
metangas
Það er fleira en skepnur og brennsla
á jarðefnaeldsneyti sem veldur losun
gróðurhúsalofttegunda. Á vefsíðu
Mother Nature Network má t.d. finna
grein um losun vatnsaflsvirkjana á
metangasi. Eitthvað sem hingað til
hefur verið talin hreinasta orka sem
til er. Þar getur þó spilað verulega
rullu, hvar virkjunin er staðsett
á jarðkringlunni, hvort hún er á
köldu, tempruðu, eða heittempruðu
belti jarðar, eða jafnvel í hitabeltinu.
Ástæðan er að þegar stíflur eru
byggðar til að mynda uppistöðulón
fyrir virkjanir, þá kaffærist svo og
svo mikill gróður. Þessi gróður rotnar
og myndar metangas. Það losnar
ekki endilega strax, heldur getur
það safnast upp í botnleðjunni og
losnar þá þegar vatnsyfirborð lækkar
í lóninu. Vísað er til rannsóknar
og greinar frá 2005 sem birt var í
tímaritinu Mitigation (Adaptation
Strategies for Global Change). Þar
var staðan skoðuð í Guruá-Una
stíflunni í Pará í Brasilíu. Þar sýndu
rannsóknirnar að stíflan var að losa
þrisvar og hálfum sinnum meira af
metani en orkuver sem framleiddi
sama magn af rafmagni með brennslu
á olíu.
Önnur rannsókn sem vísað er
til og var gerð af doktorsnema í
ríkisháskólanum í Washington
(Washington State University) árið
2012, sýndi að leðja að baki stíflu
orkuvers í Washington losaði 36
sinnum meira af metani en venjulega
þegar vatnsstaðan í lóninu var lág.
Metan úr freðmýrum norðurslóða
einn stærsti áhrifavaldurinn í
hlýnun jarðar
Þá er einnig bent á vaxandi
vanda er varðar losun freðmýra
á norðurslóðum á metani samfara
hlýnandi loftslagi. Í rannsókn sem
birt var í maí 2012 í ritinu Nature
Geoscience, komust rannsakendur
að þeirri niðurstöðu að metan sem
sleppur út á norðurslóðum vegna
hlýnunar jarðar geti mögulega
hraðað hlýnunarferlinu. Þá sé þetta
metan einn mesti áhrifavaldurinn í
hlýnun loftslags.
Um 4% metans sagt koma
úr hafinu
Í enn einni rannsókninni, sem er frá
vísindamönnum Genomic Biology
stofnun háskólans í Illinois í
Bandaríkjunum, segir að 4% af
metani í andrúmslofti jarðar komi
úr hafinu. Þessi rannsókn var birt
í ágúst 2012. Þar er greint frá því
að „Nitrosopumilus maritimus“
örverur framleiði metan í
hafinu í flóknu lífefnafræðilegu
ferli sem rannsakendur nefna
furðuefnafræði, eða „weird
chemistry.“ Sögðu þeir þetta vera
algjörlega óvænta niðurstöðu af
tveim ástæðum. Þar hafi einn
rannsakenda verið að leita að
vísbendingum sem nýst gætu við
gerð nýrra sýklalyfja. Þá hafi þeir
komist að því að allar aðrar örverur
sem finnast í lofti og vatni og eru
þekktar fyrir að framleiða metan
þoli ekki súrefni. Nitrosopumilus
maritimus-örverurnar kynnu því
að vera einhverjar vanmetnustu
lífverur á jörðinni og gætu leitt til
betri skilnings á náttúrulegu kerfi
jarðar og loftslagsbreytingum.
Moltugerð þykir góð
en veldur líka losun
Vefrit Mother Nature Network
vekur einnig athygli á að sú
jákvæða iðja að umbreyta lífrænum
úrgangi í mold eða moltu hafi líka
sínar neikvæðu hliðar. Í slíku
ferli myndist nefnilega talsvert af
koltvísýringi og metani sem losni
út í andrúmsloftið. Vitnað er í
tölur Umhverfisverndarstofnunar
Bandaríkjanna (EPA) um að vinnsla
á lífrænum úrgangi með þessum
hætti hafi aukist í Bandaríkjunum
á árunum 1990 til 2010 um 392%.
Losun koltvísýrings og metans
vegna þeirrar starfsemi hafi
aukist í sama hlutfalli. Frá þessari
iðju komi samt sem áður lítið í
hlutfalli við losun á náttúrulegu
gasi, eða um 1%, og miklu minna
en ef lífræni úrgangurinn yrði
einfaldlega urðaður.
Fullyrðingar um skaðsemi
búfjárræktar standast ekki
Samkvæmt framansögðu virðist
fátt í þessum fræðum sem styður í
raun hástemmdar fullyrðingar um
stórskaðlega framleiðslu á kjöti,
nema kannski verksmiðjubúskapur
í hreinum fóðrunarstöðvum. Í
dýraeldi við eðlilegar náttúrulegar
aðstæður sér lífræn hringrás um
að jafna út áhrifunum af losun á
metani frá jórturdýrum og fóðrar
um leið nauðsynlegar örverur fyrir
lífið á jörðinni. Það er hins vegar
mannskepnan sjálf með öllum
sínum velmegunarkröfum sem er
þarna mesti skaðvaldurinn.
kröfu þéttbýlisbúa um framleiðslu á ódýru kjöti í miklu magni. Þær kalla líka
á gríðarega notkun sýklalyfja til að halda dýrunum lifandi fram að slárun og
auka vaxtarhraða þeirra.