Bændablaðið - 16.05.2019, Síða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 201922
Í Sviss er, ólíkt Kúbu, eitt
markaðsdrifnasta hagkerfi í
heimi. Og hér í Sviss, líkt og
á Kúbu þar sem mest allt er
bannað, er framleiðsla bónda
og sala á afurðunum beint til
neytanda svo sannarlega leyfð.
Samtök framleiðslu- og söluaðila
á bændamörkuðum Zürich, sem er
stærsta borgin (400 þ. íbúar) í Sviss,
voru stofnuð í apríl 1973. Samtökin
vinna með stjórnvöldum, lögreglu
og Zürich-borg að því takmarki að
bjóða sem best upp á bændamarkaði
fyrir ekki eingöngu bændurna
sjálfa heldur vitanlega einnig
neytendur – þ.m.t. veitingastaði
og heimili. Þessir aðilar vinna
saman að því að setja markaðina
upp sem og þjónustu tengda þeim,
s.s. heimsendingu á vörum beint af
bændamarkaði.
Í hverri viku eru bændamarkaðir
á nokkrum stöðum í Zürich-borg.
Á bændamörkuðunum má m.a.
finna og kaupa beint af bónda
heimaræktuð blóm, grænmeti,
ávexti, osta, sultur, heimatilbúna
drykki, brauð, egg og verkað
kjöt af ýmsu tagi. Söluaðilar á
þessum mörkuðum eru langoftast
litlir framleiðendur innlendra
vara, á borð við svissneskar
bændafjölskyldur, en einnig má
sjá smáa innflutningsaðila á vörum
frá öðrum löndum, s.s. Ítalíu og
Grikklandi.
Einn þessara bænda er Hans-
fjölskyldan sem er einn af fimm
seljendum kjötvara á markaðinum
í Oerlikonhverfi í Zürich. Hans-
fjölskyldan býður upp á nauta- og
svínakjöt beint af býli. Þau slátra
minni dýrunum sjálf en þar sem þau
eru í eldri kantinum (yfir sextugt)
treysta þau sér ekki til þess að slátra
stærri nautgripum sjálf. Þau fá því
mann í það verk, sem getur verið að
reka slíka þjónustu fyrir marga aðra
bændur, nokkurs konar örsláturhús.
Hans-fjölskyldan vinnur kjötið sjálf
(þurrka, reykja, krydda, o.s.frv., allt
eftir vörunni sem þau eru að vinna í
það skiptið), pakka því inn, merkja
og selja á markaðinum í Zürich.
Þau hafa með sér verðlista, líkt og
venjan er hjá öllum þeim sem selja
á bændamörkuðum Zürich-borgar.
Hans-fjölskyldan er sjálf á
staðnum til að selja þér vöruna. Þau
svara öllum spurningum þínum á
staðnum um uppruna kjötsins,
aldur og kyn dýrsins, staðsetningu
býlisins og hversu lengi kjötið fékk
að hanga (sem eykur meyrni þess)
svo dæmi séu tekin. Þetta eykur
upplýsingaflæðið til neytandans
og gagnsæi framleiðsluferilsins
m.v. sé milligönguaðili milli
framleiðandans og kaupandans. Þá
hagnast Hans-fjölskyldan meira á
því að selja sína framleiðslu beint til
neytandans m.v. sé milligönguaðili
á borð við sláturleyfishafa í milli,
því þau leggja meira til virðisaukans
að baki framleiðslunni.
Lögregluyfirvöld í Zürich sjá
um að framfylgja reglum um gæði
og hreinlæti á bændamörkuðunum.
Til að fá pláss á mörkuðunum
verður þú að fá starfsleyfi hjá
lögregluyfirvöldum sem yfirfara
getu bóndans til þess að bjóða upp
á heilnæma og örugga vöru. Þá
er sérstaklega ýtt undir lífrænar
vörur sem og vörur úr nærliggjandi
héraði. Þá er stuðlað að því að
mismunandi framleiðendur, s.s.
góð blanda grænmetis-, kjöt- og
brauðframleiðenda, séu í boði til
að auka aðdráttarafl hvers markaðar.
Svissneskir matarframleiðendur
njóta svita síns erfiðis. Þá er ábati
neytandans mikill þar sem verð
er fullkomlega samkeppnishæft
og upplýsingaflæði um uppruna
vörunnar með afburðum gott.
Ávinningur samfélagsins í héraði
er einnig mikill þar sem framleiðsla,
sala og neysla vörunnar helst að
stórum hluta innan þess, sem ýtir
undir sjálfbærni og styrk hins
svæðisbundna hagkerfis.
Óskandi væri að þetta væri í boði,
lögum samkvæmt, á Íslandi.
Þetta er grein nr. 2 af fjórum
í greinaflokki Sveins og Ólafs
Margeirssona um reglur og
ríkisafskipti af landbúnaði víða um
heim.
Ólafur Margeirsson,
hagfræðingur og bóndasonur
Regluverk og ríkisafskipti af landbúnaði:
„Má bjóða yður heimaslátrað svissneskt nautakjöt?“
Heimaslátrað, innpakkað og merkt
kjöt frá Hans-fjölskyldunni. Mynd / ÓM
Heimaunnar kjötvörur á útimarkaði
í Zürich. Mynd / ÓM
Hans-fjölskyldan býður viðskiptavini
sína velkomna. „Við færum yður
kjöt af okkar eigin býli. Nýskorið
og -pakkað. Þurrkað kjöt af nauti
og svíni, náttúrlega án fíns salts.“
Mynd / ÓM
Verð á vörum Hans-fjölskyldunnar.
kjötvara á bændamarkaðinum í
Mynd / ÓM
Hér eru egg en vörufjölbreytnin á
bændamörkuðunum er mjög mikil.
Svipmyndir frá bændamörkuðum Zürich-borgar. Myndir / zuercher-maerkte.ch/
MATVÆLAFRAMLEIÐSLA&MARKAÐSMÁL
aæB dn
92 í. ma
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðgjafa sem gæti
sinnt fjölbreyttu ráðgjafar- og þróunarstarfi á sviði landbúnaðar.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
» Starf í ráðgjafateymi RML.
» Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við
annað starfsfólk RML.
» Þróunar- og ráðgjafavinna tengd tækniþróun og loftslags- og
umhverfismálum í landbúnaði.
» Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
» Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði
raungreina, náttúruvísinda, tækni eða umhverfismála æskileg.
» Reynsla af gagnavinnslu er kostur.
» Þekking á verkefnastjórnun er kostur.
» Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
» Geta til að vinna undir álagi.
» Góðir samskiptahæfileikar.
Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga landbúnaði í sínum
víðasta skilningi sem hefur metnað og frumkvæði til að vinna að
ráð gjafarstarfsemi RML.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda
sem sinnir landbúnaðarráðgjöf um allt land. Starfsemin er dreifð um
landið á 13 starfsstöðvum.
Við bendum áhugasömum á heimasíðu fyrirtækisins www.rml.is
þar sem sótt er um starfið, en þar er einnig hægt að kynna sér starf-
semina enn frekar.
Umsóknarfrestur er til og með 30. maí næstkomandi.
Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson klk@rml.is og Borgar
Páll Bragason bpb@rml.is
STARF RÁÐGJAFA HJÁ RML